19.7.2024 | 13:19
Það er hörmulegt að mörg kerfi í heiminum eru háð einum tölvurisa og hrynja ef þar höktir eitthvað og bilar, sem er eðlilegt að gerist
Við treystum á tæknina. Sumir vilja útrýma seðlum. Hvað gerist ef þessi þróun heldur áfram? Hvað gerist ef kerfishrun verður og svo mikið að allt fari hreinlega úr skorðum? Mun fólk svelta og borgarastyrjöld brjótast út?
Það er viðleitni í þá átt að samhæfa tölvukerfi. Microsoft hefur mikil völd og þegar slík bilun hefur kannski áhrif á flugsamgöngur og fleiri svið mannlífsins, þá hlýtur að vera ástæða til gagnrýni á samþjöppun og samleitni í tölvukerfum, oftrú á tæknina og hnignun hins mannlega.
Af hverju er ekkert hægt að læra af Hruninu 2008 um það hvernig heil hjörð manna getur orðið blind og heyrnarlaus, eins og vélmenni eða þrælar en ekki upplýst fólk sem gætir að sér?
Af hverju verður alltaf trú manna á sérfræðinga og hámenntaða einstaklinga sterkari og sterkari, á meðan þeir leiða fólk útí skurð?
Hversvegna þarf hjarðhegðun alltaf að vera ráðandi?
Fjölmiðlar eru merkilegir.
Tekið er viðtal við annan aðilann. Hinn aðilinn fær ekki að tjá sig. Málaður er upp "heilagur sannleikur", þar sem hann er annaðhvort ekki til eða uppspuni frá rótum.
Eins og fram hefur komið hjá mörgum bloggurum, við erum að stefna í annað hrun. Fólk lærir ekki af reynslunni, gerir sömu mistökin aftur.
Stjórnmálafólki er ekki treystandi. Það gætir sinna hagsmuna og sérhagsmunahópa, ekki hagsmuna fjöldans endilega.
Kerfisbilun ekki haft áhrif á flugumferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 161
- Sl. sólarhring: 163
- Sl. viku: 769
- Frá upphafi: 133240
Annað
- Innlit í dag: 100
- Innlit sl. viku: 568
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð auglýsing fyrir Linux.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.7.2024 kl. 20:27
Já það má vissulega taka undir það Ásgrímur, en hagar fólk sér skynsamlega? Er ekki mjög stór hluti af notendum Microsoft bara háður því fyrirtæki því hjarðhegðunin er þannig að margir telja stærsta fyrirtækið það bezta?
Ágæt athugasemd samt, takk.
Ingólfur Sigurðsson, 19.7.2024 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.