Að losna við prjál og drottnun biskupsembættisins er góð byrjun hjá séra Guðrúnu, og í anda auðmýktar kvenna fyrri alda

Eitt sinn var kirkjan tákn fyrir hroka og dramb, valdafíkn jafnvel og óréttlæti. Er það ekki gott að séra Guðrún segir þeirri ímynd stríð á hendur?

Ég hef tjáð mig um það að nýi biskupinn kemur úr herbúðum kvennakirkjunnar, og um það má margt segja. Margt jákvætt má um það segja að hún vill ekki prjál fortíðarinnar heldur vera trú þeim hluta kvennakirkjunnar líka sem snýst um auðmýkt gagnvart fólkinu, eins og fátækar alþýðukonur Íslands voru margar og kannski flestar í gegnum aldirnar. Það lízt mér alveg ljómandi vel á.

Fráfarandi biskup, séra Agnes var víst að nokkru leyti í fortíðinni, og nokkru leyti í kvennaguðfræðinni. Það segja mér guðfræðingarnir vinir mínir sem til þekkja.

Ég ætla að fagna nýjum biskup og óska henni velfarnaðar í starfi.

Mér sýnist Guðrún svara kalli nútímans. Ég vil ekki vera neikvæður, ég vil sjá björtu hliðarnar á svona breytingum.

Kirkjan er með þessu og öðru svipuðu hætt að vera það sem hún var, og er orðin þjónustustofnun kerfisins, ein af mörgum, og hið andlega við kirkjuna er að hverfa.

Kannski er það bara fagnaðarefni. Fortíðin virðist endanlega liðin með trúarofsanum sem áður ríkti oft. Nema í Bandaríkjunum. Já, til eru lönd þar sem trúarofsi og stjórnmálaofsi ríkja enn. Nema Ísland virðist ekki eitt af þeim löndum, og virðist færast fjær þeirri þróun í sífellu.

Ég þekki allskonar fólk og kann vel við allskonar fólk. Pistlar mínir sem hafa verið fullir af íhaldssemi hvað varðar kirkjuleg málefni eða annað sýna mig ekki endilega í réttu ljósi. Mér finnst svo gaman að láta ljós mitt skína og láta fólk vita af einhverju sem ég veit um en annað fólk tjáir sig ekki um og veit kannski ekki um, eins og um tengslin á milli sósíalisma, jafnaðarstefnu og Satanisma, allt frá dögum Frönsku byltingarinnar, og lengur. En það skiptir ekki öllu máli. Mér leiðist líka að vera of mikill spekingur og grúskari. Gott er að láta berast með straumnum líka og fagna, því margt er gleðilegt vissulega.

Á sambandsfundum þar sem sambönd hafa náðst við framlifendur og íbúa annarra hnatta koma oft og einatt upplýsingar um kúgun kirkjunnar þar og hér í fortíðinni.

Því hlýtur þetta að vera fagnaðarefni, að kvennakirkjan er að breyta þeirri sögu. Þessi nýi biskup held ég að muni stíga það skref til fulls.

Þjóðkirkjan er nú orðin veraldleg líknarstofnun ásamt fleiru. Andlegu hlutverki hennar hnignar, því sjálfir prestarnir efast flestir stórlega og líta á þetta sem skemmtilegar sögur, sem standa í Biblíunni, en vilja ekki fyllast af vandlætingu eða trúarofsa.

Önnur trúfélög munu því taka við fólki sem tekur trúmál mjög alvarlega, og það er kannski ágætt, því þannig nær Þjóðkirkjan kannski að stækka aftur, eða hætta að minnka eins mikið og hún hefur verið að gera alllengi. Ef þetta er andi þjóðarinnar, sem séra Guðrún stendur fyrir, þá ættu að vera allþokkalegar líkur á að þjóðin finni samhljóm með henni og kirkjan stækki aftur, eða hætti að minnka svo mikið eins og hún hefur gert.


mbl.is Biskupgarður verður seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 90
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 787
  • Frá upphafi: 118939

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 609
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband