Lucy er fræg kona, sem var uppi fyrir 3.2 milljónum ára, og enn er verið að spá í útlit hennar

Ég vissi ekki að menn og lýs ættu margt sameiginlegt, en þannig má túlka grein eina í DV um "Lucy in the sky with diamonds", eða formóður mannkynsins eina sem mun hafa verið til fyrir 3.2 milljónum ára og menn spekúlera hver hún var með hjálp fornleifafræðinnar og aldursgreiningaraðferða.

Þessi fróma kona var áður talin hafa verið hærð frá hvirfli til ilja en nú hafa spekingarnir komizt að þeirri merkilegu niðurstöðu að maddaman hafi verið hárlaus sem hvelja eða því sem næst.

Þessar niðurstöður þykja nú renna stoðum undir sköpunarkenninguna svonefndu sem vinsæl er í Bandaríkjunum, sem gengur út á það að Guð almáttugur hafi skapað mannkynið eins og það er, og það hafi lítið eða ekkert þróazt á árþúsundunum.

Lucy, þessi fróma kona sem lifði fyrir 3.2 milljónum ára líktist sem sagt nútímadömu í útliti en ekki apynju endilega.

Ekki skil ég hvernig spekingum kom saman um að hún hefði verið rauðhærð og með rautt hár á skrokknum. Ætli það sé vísun í einhverja apategund?

En ný tækni í erfðavísindum færir menn nær sannleikanum, og þetta er niðurstaðan. Lucy, okkar ágæta formóðir var hárlaus eins og hinar þróuðu nútímakonur.

Í 2.5 milljónir ára gengu menn um naktir, hárlausir og klæðalausir samkvæmt rannsóknum fræðinganna.

Charles Darwin er að verða eins og risaeðla og kenningar hans vafasamar.

Þó finnst mér líklegra að mannkynið hafi komið frá öðrum hnöttum, að guðir hafi komið hingað í geimskipum og flutt með sér lífið, og okkur mennina, frekar en að skapvondur karlfauskur og einræðisherra sem vildi banna alla aðra guði, í aldingarðinum Eden hafi skapað okkur eins og menn vilja lesa út úr Biblíunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 791
  • Frá upphafi: 129963

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband