4.7.2024 | 15:34
Verður brátt mynduð ríkisstjórn Viðreisnar og Samfylkingar þar sem gengið verður í Evrópusambandið?
Ný skoðanakönnun Maskínu er frásagnarverð. 74,2% vilja áframhald viðræðna að ESB, 54,3% vilja fara í ESB, 66,8% telja hag heimilanna betur borgið í ESB.
Maskína gerði þessa skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna.
Evrópuhreyfingin er held ég einhverskonar trúboðsafl Evrópusambandssinnanna sem meðal annars unnu á Fréttablaðinu.
Heimasíða þeirra gefur til kynna að þeirra eini vilji sé að þjóðin ráði, og meðal þeirra virðist full sannfæring um að þjóðin vilji ganga í ESB. Fólki er boðið að ganga í hreyfinguna ef það er sannfært um að þetta gangi svona fyrir sig og sé fyrir beztu.
Viðtal var tekið við Þorstein Pálsson út af þessu.
Hann fullyrðir að Evrópusambandið hafi aldrei staðið eins sterkt og eftir brottför Breta, og að klofningur brezka Íhaldsflokksins sé það eina sem þeir uppskáru.
Enn og aftur vakna spurningar um trúverðugleika skoðanakannana. Hér virðist sem hringt hafi verið í útvalið fólk sem vill þetta, ganga í ESB.
Annars finnst mér alveg líklegt að ömurleg frammistaða Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna í ríkisstjórninni sem nú er liðið lík, en hreyfist enn fyrir töfra tækninnar eins og bandarískur forseti, Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn sem upphaflega voru helztu andstæðingar aðildar, gætu hafa breytt landslaginu svona. Jafnvel er það traustvekjandi fyrir aðild að ESB að vera ekki með trúboð heldur leggja það á hilluna eins og Samfylkingin gerði.
Hvernig getur Þorsteinn Pálsson komizt að því að Evrópusambandið hafi aldrei staðið eins sterkt? Sérstaklega eftir kosningar í Frakklandi sem benda til annars? Sérstaklega eftir að venjulegir miðjuflokkar sem voru flokkarnir sem fólkið var í sem stofnaði Evrópusambandið hafa minnkað og minnkað?
Rétt er það að Bretar eiga í vandræðum, en það er svo sem ekkert nýtt. Þeir gátu einnig kvartað á meðan þeir voru í Evrópusambandinu. Auðvelt er að finna einfaldar lausnir, sem geta verið einföldun eða rangar lausnir.
Þó verð ég að vera sammála þessum rúmlega helmingi þjóðarinnar, að kannski er okkur betur borgið í ESB, úr því að fólk vill frekar vera þiggjandi þrælalýður en sjálfstætt fólk og stolt. Einfaldlega vegna þess að EES samningurinn og Schengin samstarfið hefur fært okkur hægt og rólega inní ESB. Það er búið að troða okkur þarna inn, næstum því.
Ég hef lengi dáðst að Þjóðverjum, fyrir skipulag þeirra og margt annað.
Ég tel því að ekki sé það alveg vitlaust að lúta þeirra vilja og valdi.
Vandinn er sá að ESB er brennandi hús, eins og Jón Baldvin sagði í frægu viðtali.
Yfirvaldið þar viðurkennir ekki hvernig þar er allt í hers höndum. Flóttamenn, islamistar, þetta eru öflin sem eru að komast til valda innan Evrópu. Evrópsk menning er að deyja út eins og fólkið norræna og germanska. Femínisminn er að drepa Evrópu. Fæðingatíðnin sem er í frjálsu falli sannar þetta.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 110
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 718
- Frá upphafi: 133189
Annað
- Innlit í dag: 67
- Innlit sl. viku: 535
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maskína státar sig af því að vera ESOMAR member, -þýðir á mannamáli Evrópsk áróðursmaskína.
Eins og þú bendir skilmerkilega á þá létu aðdáendur ESB vinna þessa könnun.
Magnús Sigurðsson, 4.7.2024 kl. 17:12
Takk fyrir þetta Magnús, já það gæti skýrt þetta, manni fannst eins og maðkur gæti verið í mysunni þarna.
Ingólfur Sigurðsson, 4.7.2024 kl. 18:25
Menn ætla SEINT að átta sig á því að það verður að taka ÖLLUM skoðanakönnunum með fyrirvara og sérstaklega þarf að skoða "FYRIR" hverja þær er gerðar og svo er annað sem á eftir að verða sífellt erfiðara að fá upplýsingar um, HVER VAR "RAUNVERULEGUR" GREIÐANDI???????
Jóhann Elíasson, 4.7.2024 kl. 19:48
Já, rétt er það Jóhann út af fyrir sig, en engu að síður er þessi skoðanakönnun vísbending og eitthvað marktæk. Jafnvel þótt ESOMAR sé áróðursmaskína, og Maskína kannski líka, þá er svona virt og mikið notað skoðanakannanafyrirtæki áreiðanlega með reglur um hlutleysi sem reynt er að fara eftir.
Þannig að vikmörkin eru einhver, en held ég hafi séð aðrar skoðanakannanir þar sem fleiri Íslendingar eru að verða hlynntari ESB aðild. Það passar við þessa kenningu sem ég set fram í þessum pistli, að fólk sé orðið langþreytt á stjórn Sjálfstæðisflokksins - eins og sést á minnkandi fylgi hans.
Orðið á götunni er þess efnis að íslenzkir pólitíkusar séu afleitir, eins og þú óbeinlínis fjallar um í nýjum pistli, hvernig Færeyingar stjórna betur en við.
Þannig þar af leiðandi dregur almúginn þá ályktun að kannski sé skynsamlega að fara alveg undir stjórn ESB, gefa upp sjálfstæðið alveg.
En það þyrfti að fá svipaða niðurstöðu úr mörgum könnunum margra fyrirtækja áður en þetta er almennilega marktækt.
Það er röng ályktun að halda að allt sé Sjálfstæðisflokknum að kenna. Einnig er það röng ályktun að ESB sé svarið við öllu.
En mér fyndist ekki skrýtið þótt margir hugsuðu þannig. Það má sjá á athugasemdakerfi DV til dæmis.
Þrátt fyrir það sem þið Magnús skrifið er ekki útilokað að eitthvað sé að marka þetta. Eru ekki flestir að segja að allt sé Bjarna Ben að kenna og Sjálfstæðisflokknum? Þá hlýtur að vera andsvarið Samfylkingin, eins og sést á fylgisaukningu þeirra?
Ingólfur Sigurðsson, 4.7.2024 kl. 20:32
Það er nú þannig að íslenska hópsálinn verður búin að kokgleypa niðurstöður skoðanakannanna þegar upp verður staðið. Bara að halda maðkinum og mysunni nógu oft fram. Þetta veit landráðaliðið.
Magnús Sigurðsson, 4.7.2024 kl. 21:46
Það mætti prófa að gera skoðannakönnun á grískum heimilum um hvort þeim þyki sér betur borgið í Evrópusambandinu?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2024 kl. 23:17
Það gleður mig að hér hef ég aldeilis hitt á viðfangsefni sem áhugi er fyrir. Skrifað síðla dags og komnar 6 athugasemdir!
Guðmundur, já, þetta ættirðu að segja Þorsteini Pálssyni og félögum. Fróðlegt að heyra svör við því. Talað er um arðrán á grísku þjóðinni af Evrópusambandinu, eftir hrunið.
Magnús, nákvæmlega. Þetta vissi Göbbels líka, bara að endurtaka sama áróðurinn nógu oft, þá verður hann að sannleika.
Enda eins og þú hefur skrifað og er rétt, það voru ekki nazistar sem töpuðu í seinni heimsstyrjöldinni, heldur Þjóðverjar. Bandamennirnir tileinkuðu sér stríðstól og aðferðir nazistanna, og hafa notað æ síðan, Elítan aðallega þó.
Nei, ég endurtek það sem ég skrifaði í svari mínu til Jóhanns, ég efast um að könnunin sýni rétta niðurstöðu, en maður skyldi ekki vera of viss.
Elítan er jú búin að hræra í þjóðinni lengi, og okkar þjóð er trúgjarnari en margar þjóðir, held ég.
Takk fyrir góð viðbrögð og snjallar athugasemdir, og innlitið.
Ingólfur Sigurðsson, 4.7.2024 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.