Ráðgátan um Óðin,

nefnast þættir á RÚV. Fyrstu þættirnir fannst mér bera vott um grunnhyggni og yfirborðskennd. Núna eftir marga þætti má segja að heimsmynd þáttagerðarkonunnar dönsku sé loksins farin að birtast og hvernig hún túlkar þessar fornu heimildir.

Hún Cecilie Nielsen fornleifafræðingur og þáttagerðarkona hefur áhuga á Ásatrú en efast um að rétt sé að tigna Þór og Óðin sem guði, og reynir að finna uppruna þeirra í mannkynssögunni, og notar formála Snorra að Eddu sinni sem heimild, sem hingað til hefur verið álitinn afsökun hins kristna manns við að rita þetta.

Áhugi hennar á Óðni líkist þó þráhyggju og ásthatri. Hún talar um grimmd hans, en eitthvað dregur hana að þessum magnaða guði samt.

Hún veltir því fyrir sér hvort Atli Húnakonungur gæti hafa verið fyrirmynd Óðins. Þó ekki, því sannleikurinn kemur í ljós hjá henni einnig, að "trúin á Atla Húnakonung hafi magnað upp trúna á Óðin", eða eitthvað slíkt efnislega sagði hún.

Í þáttaröðinni um "Fyrstu Svíana" kom í ljós að Ásatrú getur verið miklu eldri en 2000 ára, að minnsta kosti 5000 ára, og ýmsar fornleifar gætu sýnt það, en þær er hægt að túlka margvíslega, þannig að fullkomnar sannanir eru varla til.

Hún einbeitir sér að fyrstu öldunum eftir Krist og svo fram að víkingatímanum, þegar Ísland byggðist.

Ég vil einnig segja það, að þegar Snorri tengdi Æsina við Asíu þá skal athuga að Asía var frjálslega notað hugtak, rétt eins og hugtakið Tyrkir, Hund-Tyrkir síðar, eins og kveðið var um.

Asía gæti því átt við Úkraínu.

Það er stórmerkilegt að vísindamenn nútímans telja að germanski kynstofninn hafi mótaðzt og hugsanlega komið frá Tyrklandi eða Úkraínu, ef hann kom ekki frá öðrum stjörnum, sem er jafnvel enn líklegra.

Ef við tökum orðanotkun Snorra sem frjálslega gæti hann hafa átt við Úkraínu, og er þá í samræmi við vísindamenn nútímans.

Lesa má um uppruna Húna á veraldarvefnum og eru það mikil fræði og hefur verið kafað djúpt í efnið.

Með því að greina erfðafræðilega líkamsleifar hafa vísindamenn komizt að því og telja nú að Húnar hafi ekki verið af hreinum austrænum stofni, heldur blendingjar íranskra, germanskra og austrænna stofna.

Kenningin um að Óðinn hafi verið Atli Húnakonungur er þó fullkomlega skot útí loftið hjá þáttagerðakonunni Cecilie Nielsen, og sú kenning hefur ekkert sannindagildi, virðist mér. Þetta er bara eitthvað sem hljómar sniðuglega í sjónvarpsþætti, að tengja þannig saman tvær þekktar persónur.

Það er þó bót í máli að í sama þætti kemur hún með trúlegri skýringu, að óttinn við Atla Húnakonung hafi MAGNAÐ trú sem var fyrir á Óðin, og mótað hana.

Rétt eins og trúin á Jesú Krist spratt upp úr trúnni á Esus hinn gaulverska guð og Baldur hinn norræna guð. Þannig verða þjóðir af áhrifum hver frá annarri og sagan veltur áfram.

Þessir þættir lyfta varla hulunni af neinum leyndardómum, þeir eru þó mjög skemmtilegir og áhugaverðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 439
  • Frá upphafi: 112350

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 325
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband