Lélega félagsmyndun og félagstengsl þarf víðar að leysa en meðal unglinga

Það er margt gott og rétt í málflutningi ráðherrans, Ásmundar Einars. Félagsleg tengsl þarf að efla til að koma í veg fyrir einmanaleika, óhamingju, hatur og deilur. Það á við um fólk á öllum aldri og þetta er svo algengt vandamál að það hrjáir flesta eða alla, bara mismikið. Aðeins þegar það brýzt út sem ofbeldishegðun er talið mikilvægt að bregðast við og vera með aðgerðir, en réttast væri að fólk skildi þetta hvert í sínu horni og reyndi að efla sinn eigin kærleika í garð náungans, hvernig sem við skilgreinum það hugtak.

Mig furðar samt alltaf á því hvernig gáfað fólk afneitar sumum atriðum algerlega. Ég er að tala um tvö veigamikil atriði sem skipta miklu máli, annað í uppeldi barna og hitt í uppbyggingu þjóðfélagsins almennt.

Í fyrsta lagi er það ekki í tízku að viðurkenna að það geti haft þessar afleiðingar að vera með fjölmenningarsamfélag. Ég held að sú breyting á íslenzku samfélagi hafi eitthvað með þetta að gera sem fréttin fjallar um, uggvænlega þróun harðara ofbeldis, glæpagengi og fleira. Það er varla tilviljun að þetta harðara ofbeldi kemur upp einmitt á sama tíma og vestræn samfélög eru að verða meiri fjölmenningarsamfélög en nokkrusinni fyrr í sögunni.

Hvernig get ég sannað það?

A) Fólk á Vesturlöndum og jafnvel í öllum heiminum er ríkara í dag en nokkrusinni fyrr í mannkynssögunni.

B) Ferðalög með bílum, flugvélum og öðrum mengandi ferðamátum eru auðveldari, ódýrari og skjótvirkari en nokkrusinni fyrr í mannkynssögunni.

C) Fordómar gegn ókunnugum, útlendingum og þeim sem voru öðruvísi innanlands voru ALLTAF til staðar í fortíðinni. Mismikið eftir tímabilum og löndum, en þó ævinlega hluti af menningu fortíðarinnar. Aðeins í nútímanum eru þeir eitthvað að minnka.

D) Tölfræðin sýnir þetta og sannar, að mannkynið er að verða einn hrærigrautur sömu tegundarinnar.

Í öðru lagi og kannski það sem skiptir mestu máli, það er að búið er að yfirgefa gamlar og góðar uppeldisaðferðir sem dugði í gegnum aldirnar og frá upphafi, sem snúast um aga, að fullorðnir ráði yfir börnum sínum. Það er bara nokkuð sem er ekki lengur sjálfgefið.

 


mbl.is Erum orðin of sein í tilfelli fjölda barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Áhugaverð hugleiðing hjá þér að vanda, Ingólfur, -ég held að ein stærsta breytingin sé að nú á ríkið börnin og sér um uppeldið, foreldrar fá að kosta kostunaraðilar.

Magnús Sigurðsson, 28.6.2024 kl. 06:35

2 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Að hlusta á Ásmund er eins og að hlusta á talgervil tala. Hann hefur lært rulluna upp á tíu en venjulega skortir efndir.

Áhrif samfélagsmiðla á börn er mikið, um það er ekki deilt. Börn eyða óhóflega mikil tíma fyrir framan skjá. Þar eiga margir vini sína og spjalla við þá í gegnum leiki. 

Fjölmenningin hefur áhrif, ekki spurning. Fylgist menn með hvað gerist á öðrum Norðurlöndum er samhengið augljóst.

Unglingar mega ekki vinna eins og fyrri kynslóðir hafa gert. Fyrir vikið skapast mikill tími hjá þeim. Það er tímabært að skoða hvort lengja þurfi skólann. Horfa til Norðurlandanna sem hafa sex vikna sumarfrí. 

Helga Dögg Sverrisdóttir, 28.6.2024 kl. 09:44

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og góðar athugasemdir. Já Ásmundur Einar er hluti af vandamálinu, og ríkisstjórn sem er búin að gera skandala og koma í gegn vondum málum í bland við góð eða sæmileg. 

Eins og fleiri bloggarar skrifa um, við erum ekki lengur sjálfstæð, þetta sama er að gerast í öðrum löndum. Jónas Hallgrímsson og þeir hefðu sagt að nýja sjálfstæðisbaráttu þyrfti. 

Ingólfur Sigurðsson, 29.6.2024 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.6.): 54
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 576
  • Frá upphafi: 112130

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 419
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband