Rúnturinn

"Keyra rúntinn piltar sem eru í stelpuleit", söng Ragnar Bjarnason, í laginu "Vorkvöld í Reykjavík", lagið eftir Svíann Evert Taube en ljóðið eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing og skáld. Megas hefur margsinnis gert grín að þessu lagi og þessum texta, þegar hann fjallar um Esjuna og Akrafjallið í háðskum tón og hughrif tengdum þeim.

Frægasta dæmið er í laginu:"Spáðu í mig". ("Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg"... osfv).

Annað dæmi er úr laginu og textanum "Allt eins og..." ("Esjan hún blasir við ólífugræn og fráleit, og Akrafjallið og hörgult það hlær við tönn").

Það lag er ein allsherjar botnvörpun á rómantískum hughrifum sem Ragnar Bjarnason söng um.

Megas mun hafa orðið fyrir vonbrigðum í ástarmálum í menntaskóla, og þau vonbrigði hafa fylgt honum alla tíð síðan, og litað reynslu hans til kvenfólks og nöturleikann í lýsingum hans á stúlkum og konum í verkum hans. Hann hefur viljað upplifa eitthvað eins og lýst er í laginu:"Vorkvöld í Reykjavík", en veruleikinn hefur reynzt nöturlegri og ömurlegri, og þessu hefur hann lýst vel í verkum sínum.

En ástæðan fyrir því að ég set þennan pistil saman er að í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram í máli Dóru Bjartrar Pírata að enn frekari lokanir á Laugaveginum eru framundan, og að gera hann sem göngugötu sem mest.

Hún sagði í þessu viðtali að íbúar miðbæjarins væru hlynntir því að gera Laugaveginn að göngugötu. Ég þekki þó einstaklinga sem ekki vilja það, og voru andsnúnir flestu sem Dagur B. Eggertsson gerði og Einar Þorsteinsson heldur áfram með.

Hvort sem það er nú rétt hjá henni eða ekki að meirihlutinn vilji gera Laugaveginn að göngugötu er það yfirleitt þannig að stjórnmálamenn toga til sannleikann til að styðja mál sitt, og það gera fleiri.

"Sækjast sér um líkir" segir máltækið. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að vinstrisinnað fólk hafi flykkzt til Reykjavíkur þegar Reykjavíkurlistinn fór þar að vinna sigur og Sjálfstæðisflokkurinn missti völd sín þar.

Ég gerði mér grein fyrir því að afstaða mín til bíllausrar Reykjavíkur eða Laugavegs er tvíbent, þegar ég hlustaði á hana tala.

Mér finnst alltaf áhugaverðast að tjá mig um það sem er erfitt að mynda sér skoðun á, vegna þess að það hefur fleiri en eina hlið, og maður sjálfur er bæði til hægri og vinstri í málum, ef maður er hreinskilinn við sjálfan sig og aðra.

Sem umhverfisverndarsinni dáist ég að Dóru Björt fyrir harðfylgi hennar og Pírata í þessu máli. Já, ég gef þeim stig fyrir að standa sig í umhverfismálum, á meðan umhverfismálin eiga undir högg að sækja á mörgum sviðum á okkar tímum, því fólk vill velja auðveldu leiðirnar frekar en að tyfta sig sjálft og lífsstíl sinn.

En "rúnturinn" var hugtak sem notað var um bílaborgina Reykjavík. Ég rétt svo náði í skottið á þessari menningu áður en hún dó út eins og annað á Íslandi, þegar húðflúrsþénin fóru að yfirtaka Reykjavík og femínisminn fyrir aldamótin 2000. (Þén er orð yfir stofur svokallaðar, staði þar sem fólk þénar peninga og er hvorugkynsorð, nýyrði, beygist eins og lén).

Þegar ég hlustaði á Dóru Björt tala gerði ég mér grein fyrir því að áhugi Pírata og annarra á því að gera miðborgina alla að göngusvæði er tilkominn af femínískum ástæðum ekki síður en umhverfislegum.

Já, vegna þess að menningin sem birtist í þessu lagi, sem vitnað er í, hún er menning sem byggist á að strákar veiði stelpur, og slíkt þola ekki femínistar.

Strákar óku um á bílum en ekki eins mikið var um að stelpur veiddu stráka, held ég, þótt eitthvað hafi verið um það líka, í minnihluta. Um 1990 var þetta enn svona, þegar ég var um tvítugt. Það var flautað og blístrað á stelpurnar sem hengsluðust um og biðu eftir því að verða veiddar. Oft voru þær í torfum sem innihéldu líka stráka og öllu þá trollað inní bílana eftir þörfum og samþykki.

Ekki endaði allt með samförum, en þótti ekki tiltölumál og þær ekki síður en þeir bjuggust við því oftar en ekki.

Vel að merkja eimir auðvitað enn eftir af þessari djammmenningu, en hún er meira orðin neðanjarðar. Eitthvað eins og þetta er ekki hægt að drepa niður, því þetta er hluti af dýrslegu eðli mannsins sem bæði finnst í konum og körlum.

Þó er það svo að stór hluti unglinga telur sig samkynhneigðan eða skilgreina sig samkvæmt hinseginleikanum á einhvern hátt, eða þá að stelpur eru strákslegar og strákar stelpulegir vegna hugmynda kynjafræðinganna og femínistanna um jafnréttið, sem ekki sízt hefur síazt inní samskipti kynjanna allt frá fæðingu til grafar og gjörbreytt þeim. Birtist það í færri fæðingum og fleiri fóstureyðingum, til dæmis.

Maður saknar þessarar djammmenningar. Þetta var sérlega skemmtilegt fyrirbæri og samskipti af þessu tagi.

Bílar notaðir sem veiðitæki tilheyra því fortíðinni ef vilji Pírata nær fram að ganga.

En ég er innilegur og einlægur umhverfisverndarsinni, þótt aðrir þættir í mér togist á við þá hugmyndafræði, svo sannarlega. Þessvegna er ég ekki eingöngu hægrimaður eða eingöngu vinstrimaður, ég er hvort tveggja. Þó ekki endilega miðjumaður samkvæmt hvaða skilgreiningu sem er, en miðjumenn eru líka margskonar, reyndar.

Reykvíkingar eru ágætis tilraunadýr. Ef það stefnir í að þeir verði umhverfisvænni en aðrir jarðarbúar er það hið bezta mál. Við Íslendingar eigum að vera fyrirmynd annarra. Þetta skrifaði dr. Helgi Pjeturss um, sem ég held mikið uppá.

Ef þetta er því satt hjá Dóru Björt eru á því margar góðar og bjartar hliðar.

Jafnvel er það svo að umhverfistilfinningar mínar teygja mig lengra til vinstri, þannig að ég finn meiri samhljóm með jafnaðarmönnum og vinstrimönnum í fleiri málum, sérstaklega vegna þess að hægrimenn hafa ekki verið að gera mig neitt frægari eða ríkari í tónlistinni en vinstrimenn.

En "rúnturinn" er ekki bundinn við bíla eins og kemur fra á netinu, í Wikipediu. Rúnturinn er til í öllum stærri þéttbýliskjörnum eins og þar kemur fram, og áður en bílar urðu algengir í Reykjavík varð til rúntur meðal gangandi fólks, sem einnig veiddi maka þannig.

Þannig að einhverskonar rúntur er einnig til í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og útum allt land. Bara minni í sniðum og fjölbreytilegri kannski.

En eitt má þó segja um Reykvíkinga og Reykjavíkurlistann. Samfylkingin hefur þar náð miklum árangri í að umbreyta og bylta, og Dagur B. Eggertsson er mikilmenni, sigurvegari sem borgarstjóri, umdeildur eða ekki. Einmitt umdeildasta fólkið, það nær einnig oft mestum árangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.12.): 49
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 130659

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 434
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband