21.6.2024 | 10:11
Íslendingar flýja land, ljóð frá 11. febrúar 2009
Eftirstöðvar Hrunsins, Búsáhaldabyltingin og það allt. Afgangslag sem kannski verður gefið út ef ég endurútgef plötuna:"Ísland skal aría griðland" og þá jafnvel hugsanlega sem tvöfalda skífu, en það er allt óljóst og bara kannski. En það eru til ýmis ágæt lög á hana jafnvel sem tvöfalda frá þeim tíma.
Viðlag:
E7sus4
Ekkert ekta band,
Am E7sus4
ekkert ekta band,
G/C C/G C/D
ekkert ekta band,
D/G G E7sus4
Íslendingar flýja land.
G/D
Hélt að ástin heita
Em
hefði bundið niður þig.
D/C
Lengi þarf að leita,
G E7sus4
lostinn hefur frelsað sig. (Viðlag)
Því mun fjörið falla
frekar þó á undan snót.
Gleðiópin gjalla,
glötuð loksins þannig rót. (Viðlag).
Aðrir elska svelginn,
ætla að týnast þar við röst.
Viltu vaða elginn?
Vörnin þín er ekki föst. (Viðlag).
Draga stofna sterka.
Straumur gleypir mannkyn öll.
Víst mun stríðsráð verka,
varnarlaus hin réttu fjöll. (Viðlag).
Allt fer eins og planað,
annarsstaðar finnst hvert blóm.
Víti hefur vanað,
viltu heyra myrkan dóm? (Viðlag).
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 54
- Sl. sólarhring: 246
- Sl. viku: 960
- Frá upphafi: 144218
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 702
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.