Fjórða Star-Trek myndin frá 1986.

"Ferðin heim" heitir fjórða Star-Trek myndin frá 1986. Hún er sennilega ein allra áhrifamesta kvikmynd sem gerð hefur verið til að styðja málstað hvalavina. Hún sló í gegn í kvikmyndahúsum og fékk mjög góða dóma gagnrýnenda.

Þessi kvikmynd á enn vel við. Boðskapur hennar er sígildur og tímalaus, boðskapurinn er gegn hroka vestrænnar menningar.

Söguþráðurinn er á þá leið að háþróaðir afkomendur hnúfubaka á öðrum hnöttum ógna tilvist allrar jarðarinnar. Jú, þetta kann að hljóma fjarstæðukennt, en aðeins fyrir fólk sem hefur ekki ímyndunarafl.

Fólk sem telur manninn á jörðinni miðju alheimsins getur ekki ímyndað sér að æðri form lífs finnist, og það er ömurlegur hroki.

Þessi kvikmynd gengur út frá því að hvalir séu vitsmunaverur, eða hefðu getað orðið enn meiri vitsmunaverur en mannkynið. Hvers vegna ekki? Þeir eru jú stærstu spendýr jarðarinnar.

Star-Trek myndirnar eru framtíðarsögur, og í þessari mynd verða Kirk skipherra og félagar að fara til ársins 1986 til að bjarga mannkyni framtíðarinnar, með því að finna hnúfubaki, sem í framtíðinni eru orðnir útdauðir, færa þá í umrædda framtíð til að svara ættingjum sínum sem koma á geimskipi til að athuga hvers vegna þeir eru hættir að svara þeim (orðnir útdauðir). Þeim tekst þetta og bjarga þannig mannkyni framtíðarinnar, jörðinni í framtíðinni.

Þetta er falleg og hjartnæm saga, og kona leikur eitt aðalhlutverkanna, og sú kona er stoltur fánaberi kvenréttinda og femínisma þess tíma, þannig að kvikmyndin tikkaði í öll box pólitískrar rétthugsunar þess tíma sem hún var gerð á, og gerir enn að mjög miklu leyti.

Enn er kvikmyndin mjög áhrifarík. Það er auðvitað hægt að deila um það hversu raunverulegur eða mögulegur söguþráðurinn er, en hann svínvirkar í kvikmyndinni, því hún hreyfir við tilfinningum jafnt sem ómeðvituðum ótta sem allir bera í brjósti sínu, og hreyfir við ævintýraþrá og margskonar slíku sem tilheyrir okkur mannfólkinu.

Ég er aðdáandi Star-Trek myndanna og þessi mynd er enn í uppáhaldi hjá mér. Með því að njóta þessarar myndar skil ég fullkomlega allt það fjölmarga fólk sem vill banna hvalveiðar. Eftir myndina er ég sammála, fer svo að efast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 720
  • Frá upphafi: 127263

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 542
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband