18.6.2024 | 14:37
Fjallkonan - bók ríkisstjórnarinnar er góð bók og hægt að mæla með henni
Það er hægt að mæla með þessari bók, Fjallkonan, og hún hefur uppbyggilegan boðskap þjóðrækni. Þetta er til marks um kosningar, að Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að bæta ímynd sína með því að sækja í ræturnar, þjóðerniskenndina með útgáfu bókarinnar. Opinberlega er það þó vegna 80 ára afmælis lýðveldisins.
Samt má segja að ef Ísland er svona ógeðslega ríkt eins og Bjarni Ben sagði í ræðunni sinni í gær og hefði aldrei staðið eins vel, af hverju var þá ekki gert meira úr þessu 80 ára lýðveldisafmæli?
Nei, stráin visna í kringum lífrótina og að henni er sótt með ormanagi og ofsóknum allsstaðar frá og jafnvel þeir sem mæra hana mest eins og stjórnvöld sem ráðast á lífrótina sem er sjálfstæðið og þjóðerniskenndin.
Það er því holur hljómur í hátíðahöldunum og þau voru ekki eins fjölsótt og áður. Áhugaleysi, eins og ég skrifaði í gær.
Vil minna á að mér virðist sem hrafn sé á fyrstu myndunum af fjallkonunni og nálægt annarri öxl hennar, sem minnir á Ásatrú og heiðni, þar sem Óðni hinum mikla guði fylgdu tveir hrafnar, Huginn og Muninn, en Ásatrúin hefur fylgt þjóðinni enn lengur en kristnin. Mávurinn við hina öxl hennar á þessum gömlu og merkilegu myndum minnir þó á dúfuna sem mætti tengja við Biblíuna, þegar Nói í örkinni sendi dúfu til að kanna hvort land væri framundan.
Þannig að þessar gömlu myndir af fjallkonunni segja okkur að þjóð okkar er bæði heiðin og kristin, sem er alveg rétt.
Bókin er greinilega að rjúka út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 6
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 688
- Frá upphafi: 130487
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 509
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.