Þegar 17. júní var stærsta hátíð Íslendinga

17. júní hefur rýrnað stöðugt frá því fyrir 80 árum. Í dag er það Gaypride vikan sem tekur athyglina og menningarnótt í öðru sæti þar á eftir, en 17. júní er eins og skylda en ekki skemmtun, enda hefur metnaður vinstrisinnaðra yfirvalda í Reykjavík og nágrenni (að meðtöldum Sjálfstæðisflokknum sem er kommúnistaflokkur eða jafnaðarmannaflokkur) verið lítill þegar kemur að 17. júní. Nú verður á yfirborðinu reynt að gera betur, út af 80 ára afmælinu.

Það er lifandi metnaður á bakvið Gaypride, sem eitt sinn var einn dagur en tekur nú yfir heila viku. Aðdáendum Jóns Sigurðssonar dettur þetta ekki í hug, að gera úr þessu "sjálfstæðisviku" eins og ástæða væri til, með skemmtunum og dagskrá, sem gæfi listamönnum nóg að gera í heila viku og skemmtikröftum!

Börnin skynja það vel sjálf hvort metnaður er fyrir hendi eða ekki. Þau skynja líka metnaðarleysið á bakvið 17. júní ár eftir ár. Þau skynja litadýrðina á bak við Gleðigönguna, en þau skynja þreytandi skylduræknina á bak við 17. júní og áhugaleysið í nær öllum.

Svona er nú komið fyrir sjálfstæðinu. Það er fortíð sem hægt er að monta sig af, en vafasöm pæling í nútímanum því það tengist öfgum, segja menningarfrömuðir woke-kynslóðarinnar.

Það fyllerí sem tengdist 17. júní fyrir nokkrum áratugum sýndi að það var líf í deginum.

Þeir sem eru ekta sjálfstæðismenn, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var áður, vilja aðeins að fólk gleðjist á dögum sem tengjast sjálfstæðinu, þjóðerniskenndinni og einhverju slíku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikið rétt Ingólfur.

Það er af sem áður var.

Sjómannadagurinn var stór og mikil hátíð en er nú svipur af sjón.

17.Júní er orðin eins og þú segir algjörlega metnaðarlaus, enda engvu peningum sóað í hann

og gert er á hinseigin dögum. Þá vantar ekki peninigin.

Fiskidagurinn mikli lagði upp laupanna á síðastaa ári en hann hefur verið sennilega ein stærsta

fjöldskylduskemmtun sl.ár. og hefði verið full ástæða að halda honum á lífi.

Ástæðan, of mikill kostnaður og ekkert styrkt frá ríki eða bæ. Sennilega ekki nógu hinsegin.

Fleiri hátíðir sem við þekkjum eru að leggja upp laupanna og sumar búnar, allt vegna kostnað með

eftirliti og endalausum reglugerðum og leyfum. Vantar að vera hinsegin til að fá

hinar og þessar undanþágur og styrki.

Það er ekki nema von að fjari undan alíslenskum hátíðisdögum þegar púkkað er meira

uppá hátíðir sem þjóna bara fámennum hóp sem lætur hátt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.6.2024 kl. 16:20

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og góða athugasemd, Sigurður. 

Ingólfur Sigurðsson, 18.6.2024 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 127227

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband