15.6.2024 | 00:32
Áróðursvél græningja hefur skilað árangri, og hvalveiðar heyra brátt allsstaðar sögunni til
Hvalveiðar heyra brátt sögunni til á heimsvísu. Aðgerðarsinnar eins og Paul Watson hafa unnið sigur. Þetta er eina sviðið sem græningjar hafa unnið fullan sigur á, eða mér virðist það, því mengun eykst á heimsvísu almennt.
Engu að síður er þetta það svið náttúruverndarinnar sem ég er ekki sammála öðrum umhverfisverndarsinnum, ef hægt er að sanna að hvalategund sé ekki í útrýmingarhættu finnst mér ekki rétt að hætta veiðum af tilfinningaástæðum.
Það skiptir þó engu máli. Skríllinn er móðursjúkur og ofdekraður, skríllinn lætur stjórna sér. Skríllinn tekur ekki við rökum heldur heilaþvotti og innrætingu í áratugi.
Ef fleiri menn eins og Kristján Loftsson væru til á Íslandi teldi ég að hvalveiðar ættu framtíð fyrir sér hér á landi, en hann er sá eini.
Rökin með og á móti hvalveiðum eru sterk á báða bóga. Rökin fyrir því að banna allar hvalveiðar eru veik. Þau byggjast á tilfinningaafstöðu. Rök fyrir hóflegum hvalveiðum eru hinsvegar mjög sterk og gild.
Hvers vegna er hvalkjöt ekki selt í búðum á Íslandi eða á veitingastöðum, nema örfáum? Jú, áróðurinn hefur greinilega eyðilagt markaðina fyrir vöruna. Þetta eru vondar fréttir fyrir lýðræðið, því þegar fólki er stjórnað svona er það varla lýðræði, þá ræður FÓLKIÐ ekki heldur áróðursmeistararnir, fólkið sem togar í spottana á bakvið tjöldin. LÝÐRÆÐI merkir að FÓLKIÐ stjórnar, almenningur, ekki áróðursmeistarar.
Á öllum öðrum sviðum hefði verið þörf á sigri græningja, en hvað varðar hvalveiðar. Því er mannkynið enn að útrýma sér.
Við eigum að hætta hvalveiðum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 14
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 794
- Frá upphafi: 129966
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 600
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.