Var engin þjónusta í Reykjavík fyrir tíð Reykjavíkurlistans?

Þannig var boðskapur Ingibjargar Sólrúnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni 30 ára afmælis Reykjavíkurlistans. Sjálfshól af þessu tagi, til að hylja mistök fortíðarinnar, gæti verið til komið vegna þess að kannski mun Einar Þorsteinsson breyta rekstri Reykjavíkurborgar frá því sem Dagur var þekktastur fyrir.

Hún sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið einráður í borginni í um 60 ár (tók undir með Heimi Má Péturssyni fréttamanni). Hún sagði að Reykjavíkurlistinn hefði breytt stjórn Reykjavíkur úr valdakerfi í þjónustustofnun. Mér finnst þetta fullmikil einföldun, og jafnvel alrangt, því stjórnlyndi Dags B. Eggertssonar var umtalað. Pólitískir andstæðingar hans hafa um fátt meira talað en valdakerfi Reykjavíkurlistans.

Ég get vitnað í ömmu mína, hana Sigríði Tómasdóttur. Henn leið mjög vel í Reykjavík þegar þau bjuggu við Tjarnargötuna frá 1943 - 1950. Hún talaði um menninguna í Reykjavík, leikhús, bíó, verzlanir, blómstrandi mannlíf, vini og kunningja. Hún lýsti Kópavogi þess tíma sem hrjóstrugri sveit og ömurlegri, sem fólkið varð að byggja upp frá grunni, og þau afi voru því hluti af frumbyggjum Kópavogs.

Sjálfhól vinstrimanna í borgarmálum nútímans er því alger þverstæða við þann boðskap sem amma flutti mér, um dýrðina í Reykjavík hér áður fyrr þegar Sjálfstæðismenn stjórnuðu þar.

Aftur á móti fannst manni af orðum Ingibjargar Sólrúnar að í Reykjavík hafi ríkt nokkurskonar steinöld og fullkomin stöðnun frumstæðra lifnaðarhátta þar til vinstrimenn komust til valda. Orðið "valdakerfi" felur í sér gagnrýni á feðraveldið, enda sú sem mælti þessi orð fyrrverandi brautryðjandi í kvenréttindabaráttunni hérlendis.

Já, orðið "valdakerfi" felur í sér jafnvel karla með kylfur eins og steinaldarmennirnir, sem áttu að hafa barið konur sínar til hlýðni og stjórnað með harðri hendi heimilinu, eða þannig staðalímynd vilja femínistar draga upp af þeim.

Þetta er eiginlega hlægileg einföldun femínista, og skrímslavæðing eins og þeim einum er lagið að auglýsa.

Engri borgarstjórn er stætt ef þar er bara verið að hyggja að eigin hag og eigin valdasýki, myndi ég halda, og engri ríkisstjórn heldur. Hver trúir svona áróðri Samfylkingarinnar og Reykjavíkurlistans?

Er verið að fela spor Dags B. Eggertssonar og sverta fyrirrennara hans til að endurskrifa söguna?


mbl.is Það breyttist aldrei neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Talandi um steinaldarmenn, þá er staðreyndin sú að þeir sem tilheyrðu feðraveldinu voru upp til hópa séntilmenni gagnvart konum og tilbáðu þær. Nú vita ungir karlmenn varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar konur eru annars vegar.

Magnús Sigurðsson, 14.6.2024 kl. 06:14

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, kvenleikinn er að verða eins og síðasti geirfuglinn og karlmennskan líka. 

Og feðraveldið svonefnda var heldur ekki andstætt konum, heldur þvert á móti hlynnt þeim og lyfti þeim upp til skýjanna í ást og virðingu eins og þú skrifar, Magnús. Get alveg samþykkt þetta.

Eins og maður segir, þegar nútímafólkið fær á sig gagnrýni fer það í það að varpa óhreinindum á fortíðina. Segir manni að Dagur B. Eggertsson, Reykjavíkurlistinn og allt það lið sé að fá einhverja gagnrýni, úr því þeim finnst nauðsynlegt að vera með þessa söguskoðun.

Takk fyrir innlitið og athugasemdina Magnús, mjög gott og rétt.

Ingólfur Sigurðsson, 14.6.2024 kl. 11:54

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Góð spurning, ansi góð spurning. Var launamaður einu sinni hjá Reykjavíkurborg í tið R-listans og hef aldrei fengið verri þjónustu. Þannig að ég veit ekki hvaðan þetta sjálfshól kemur. Tölum nú ekki um hvernig göturnar hafa verið ruddar á veturnar í tíð hans.

Rúnar Már Bragason, 14.6.2024 kl. 23:22

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina. Já, þú kemur með reynslu úr eigin lífi, það gerist ekki betra að fá þannig vitnisburð um stjórnsýslu Dags. Sumir telja Dag hafa verið versta borgarstjóra allra tíma. Aðrir segja hann þann bezta.

Ingólfur Sigurðsson, 14.6.2024 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 73
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 785
  • Frá upphafi: 125376

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband