Endurunnin tónlist, sömu laglínurnar endurunnar öld eftir öld, sennilega.

Ég fann fyrstu plötu Spilverks þjóðanna í Góða hirðinum á réttlátu verði. Hún var kölluð "Brúna platan", því Kassagerðin bjó til umslagið, sem aðeins innihélt stafi, og úr brúnum og þykkum pappír þaðan.

Þetta er mikil hippaplata, mussutónlist. Annars átti ég flestar plötur Spilverksins fyrir.

Annars vil ég gera eitt lag að umfjöllunarefni í þessum pistli, en það er lagið "Icelandic Cowboy" sem er sennilega eftir Valgeir Guðjónsson, hann syngur það, og það er rammlega stolið og skrumskælt, eða umbreytt útgáfa af laginu "I Ain't Got No Home" eftir Woody Guthrie, sem er raunar ekki eftir hann, nema textinn og aðlögun laglínunnar, en lag Woody Guthries er byggt á laginu "Can't Feel At Home In This World", sem Carter Family sönghópurinn gerði nokkuð vinsælt árið 1931.

Þetta ágæta lag með Carter fjölskyldunni er raunar þess eðlis að enginn getur verið viss um hversu gamalt það er, því það er bæði bandarískt þjóðlag og sálmur, sem hefur verið sunginn í sveitakirkjum og víða meðal fólks, í upphafi 20. aldarinnar, og þá að öllum líkindum mun lengur, að öllum líkindum á 19. öldinni og jafnvel enn fyrr, það er ekki gott að segja. Einnig er næsta víst að laglínan hafi verið notuð í þjóðlögum, því þetta er dæmigerð laglína af einfaldri tegund sem auðvelt er að læra.

Lagið mitt, sem heitir "Náttúran" er einnig byggt á þessu lagi, og næstum öll lögin hans Bruce Springsteens eru einhverskonar útgáfur af þessu eina og sama lagi, ef vel er hlustað, þótt tóntegundir séu margar í þeim útgáfum, og lögum með mörgum titlum. Bubbi Morthens er svo annar höfundur sem hefur ausið óspart úr þessum brunni, af þessu eina og sama lagi, og fjölmörgum öðrum eftir ýmsa höfunda, en einnig hefur hann endurtekið sjálfan sig af miklum móð. Það gera allir lagahöfundar sem semja mikið, en sumir ekki nema lítið, að vísu.

Lagið hans Woody Guthries fjallar um kommúnískt þjóðfélagsóréttlæti, hvernig auðmenn eiga of mikið en fátæklingar of lítið. Lagið sem hann byggir á, sálmurinn, fjallar um að allir menn séu gestir á jörðinni, og Himnaríki kristninnar þeirra endanlega heimili. Dæmigerður boðskapur kristninnar raunar.

Lagið mitt er ekki stæling á lagi Lennons, "God", af plötunni "Plastic Ono Band" frá 1970, árinu sem ég fæddist, ég hafði ekki einu sinni heyrt það lag 1988, 1. janúar, þegar ég samdi það. Nei, mitt lag, "Náttúran", er eins konar heiðin, Ásatrúartrúarjátning, sem byggist á boðskapnum á Stormskersguðspjöllum eftir Sverrir Stormsker, sem ég var ákaflega hrifinn af á þeim tíma, og skrifaði minn fyrsta pistil í Velvakanda þá, í apríl 1988, sem er gagnrýni á neikvæða gagnrýni sumra á þá plötu.

Lagið mitt er frelsun undan kristni og fleiri áhrifum.

Einfaldur texti af þessu tagi er ekki stæling, heldur eitthvað alþjóðlegt og frumstætt, trúarjátning, eins og er í Biblíunni, til dæmis.

Flest í kristninni er stolið úr heiðnum trúarbrögðum. Því gæti þetta lag hafa farið í hring, ef það var til í heiðinni trú fyrir 1000 árum eða meira, hver veit. Leyndardómar alþýðutónlistarinnar eru okkur ókunnir enn, hvenær hún byrjaði og mótaðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 130
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 738
  • Frá upphafi: 133209

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband