Viðkvæmir eru markaðirnir, fyrst þeir nötra eftir úrslit sem byggjast á þróun stjórnmála í Evrópu og víðar um langt skeið, í nokkra áratugi. Veruleikafirrtar valdastofnanir.

Seint á árinu 2019 kom fram hálfgerð áramótaspá á fundi Nýalssinna, sem hefur ræzt að flestu leyti. Í gegnum mig sem miðil talaði kínverskur maður sem enginn vissi deili á og sagði að heimurinn ætti í vændum erfiðleika á næstunni, að fyrst kæmi farsótt, næst kæmi mikil styrjöld sem myndi minna á heimsstyrjaldirnar, og einnig mætti búast við efnahagsþrengingum, efnahagshruni.

Þessi frétt um nötrandi markaði í Evrópu vegna uppsveiflu hægriflokka hún fjallar svo sem ekki um nýtt hrun eins og varð 1929, en það má kannski segja að þessir markaðir séu óvenjulega viðkvæmir úr því að þeir nötra eftir niðurstöður þessara kosninga í Evrópuþinginu, því eins og kom fram í Silfrinu í gærkvöldi og allir voru sammála um þá hefur þessi breyting á evrópskum stjórnmálum, og raunar mun víðar, átt sér stað lengi. Grunnurinn að þessu varð þegar vestræn samfélög fóru að gerbreytast, úr því að vera fremur einsleit í það að vera fjölmenningarleg. Það er langt frá því að allir þurfi að vera rasistar sem eitthvað telja varhugavert við að varpa í burtu öllu sem gamalt og gott er, hvort sem það eru trúarbrögð, samskipti kynjanna, kynjahlutverk, kynhneigð, valdajafnvægi, og mörgu fleiru.

Málið er það að frjálslynda fólkið varð svo frjálslynt allt í einu að frjálslyndi þess fór að eiga sér engin takmörk. Á sama tíma varð efnahagshrun, lítið og nett miðað við það sem varð 1929, en þó eitt það stærsta síðan þá, árið 2008.

Það efnahagshrun virðist hafa kennt mörgum ýmislegt, sérstaklega fólkinu sem áður tók ekki mikla afstöðu og kaus sitt og hvað og hafði ekki mjög sterkar skoðanir kannski.

A) Það kenndi til dæmis að ekki er alltaf réttlætanlegt að treysta sérfræðingum. Þeir sögðu allt í himnalagi á meðan Titanic sigldi í strand árið 2008.

B) Það kenndi að vissulega er til ríkt fólk og ofurríkt sem ekki er samsæriskenning að kalla Elítu. Samsæriskenningar um hvað sú Elíta gerir og vill, þær segja svo sem ekki alla söguna og við vitum það ekki nákvæmlega, en ljóst er að vinstrimenn sitja ekki einir að því að búa til samsæriskenningar. Eftir hrunið 2008 fóru allavega hægrimenn að taka flugið í samsæriskenningasmíð og stór hluti almennings fór að hlusta og taka undir þær samsæriskenningar, og taka þátt í smíðinni á samsæriskenningum. Donald Trump er eitt frægasta og augljósasta afkvæmið af þessum þjóðfélagsbreytingum, sem Angela Merkel skapaði að vísu líka, með of opnum landamærum inní Evrópu, og svo hennar skoðanasystkini í Bretlandi, Ameríku og víðar. Öfgar í eina átt leiða af sér gagnstæða öfga, það er nokkurskonar náttúrulögmál.

C) Hrunið kenndi stórum hluta almennings að óttast um sinn hag. Það kenndi að þótt bankar virðist eilífir, óhagganlegir eins og Guð almáttugur, þá er það mynd, blekking.

Síðan höfum við lært að kynið sem okkur er úthlutað frá fæðingu er kannski bara blekking skaparans og brandari hans, samkvæmt því sem reynt er að kenna fólki núorðið. Kannski er það rétt, ég veit það ekki.

Þeir sem hafa kafað í andlegu málin mikið og lengi eru oft á því að orka stjórni öllu og einhver lögmál, og þannig þurfi kannski mannkynið að ganga í gegnum ýmislegt.

Ég hef þá trú að Elítan á jörðinni geti ekki stjórnað Guði almáttugum, Guðunum í Valhöll, Gyðjunum í Valhöll, eða lögmálum alheimsins. Hvað þá held ég að almenningur geti það.

Ef Drottinn, sem ég tel að sé Óðinn eða Týr frekar en Jahve, vill kenna mannkyninu þá lexíu að það eigi að vera frjósamt og uppfylla jörðina en ekki stunda fóstureyðingar eða telja mannréttindi vinstrimanna og húmanista æðri því sem stendur í Biblíunni, þá held ég að við mennirnir getum ekki breytt því, hvorki Elítan né við hin sem erum fátæk, tvístruð og snauð á alla lund.

Einræðisherrar eru verkfæri Drottins. Ef vilji Drottins nær ekki fram að ganga mun hann þurrka fólkið út á jörðinni.

Okkar siðgæði er smátt. Jafnvel allt sem við teljum heilagt, það kann að vera annað og rangt í augum guðanna og gyðjanna, sem goðlast og guðlast er að líkja mönnum við, taka sér þeirra heiti, hvort sem það eru þeirra heilögu bústaðir eins og Valhöll eða þeirra nöfn.

Biblían er þó leiðarvísir og fleiri trúarrit. Þau trúarrit sýna það nokkuð skýrt að mannkynið er komið nokkuð langt frá bókstafnum í þessum trúarritum.


mbl.is Markaðir nötra vegna uppsveiflu hægriflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 125351

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband