10.6.2024 | 15:17
Macron og Katrín Jakobsdóttir eru svipuð. Þau hafa stjórnað löndum en þó í litlum, óvinsælum stjórnum. Katrín er horfin úr stjórnmálum og Macron á útleið.
Maðurinn sem hefur verið með einn mesta stríðsæsinginn gegn Rússum fékk herfilega útreið í Evrópuþingskosningunum, Macron. Kjósendur eru að hafna stuðningi við Úkraínu á kostnað innviðauppbyggingar innanlands.
Jú jafnaðarfasisminn hélt velli, en með naumindum þó.
Ursula frá Kúgunarmiðstjórn hélt velli. Evrópuþingið er hið illa keisaraveldi í Stjörnustríðsmyndunum.
Björn Bjarnason kætist af því í sínum pistli um þetta að Orban hafi tapað fylgi en Donald Tusk bætt við sig fylgi. Satt er það, þetta fór á marga vegu eins og oftast í kosningum, úrslitin ekki svarthvít, en teikn á lofti um vilja til breytinga.
Ekki var þetta stórsigur Pútín-sinna, satt er það, en þó var þetta ekki heldur stórsigur Selenskí-sinna.
Stærstu Evrópulöndin komu út með frelsissveiflu, hægrisveiflu, hægriöfgasveiflu vilja sumir orða það.
Þýzkaland, Ítalía, Frakkland, úrslit augljós. Þjóðleg, íhaldssöm gildi, ekki jafnaðarfasisminn sem allt er að drepa niður.
Þjóðverjar eru enn hræddir við nazismann, að óþörfu, og því vinnur ekki afD stórsigur, sem fólk vill. Áfram er haldið á eyðileggingarbrautinni.
Nú er spurningin, mun Giorgia Meloni sýna staðfestu og krefjast úrbóta á ruglinu á ýmsum sviðum þarna? Eða mun hún spillast og samlagast valdagrautnum?
Hún er komin í lykilstöðu innan ESB. Fylgi hennar flokks er orðið slíkt. Hún vann stórsigur, og einnig skoðanasystir hennar, Le Pen í Frakklandi.
Það er því kvenleg þjóðerniskennd sem vann stórsigur í Evrópu. Frábært.
Róm er aftur að rísa úr öskustónni eftir mjög, mjög langt hlé.
Bræðralag Ítalíu er Rómverska heimsveldið endurfætt, en ekki flokkar miðjufasismans.
Er það lýðræðislegt hvernig afD hefur verið haldið utan við hefðbundna stjórnsýslu í Þýzkalandi, og það sama á ferðinni í Svíþjóð?
Hvenær koma fram ný Nuremberg-réttarhöld yfir Merkel og öðrum jafnaðarfasistum? Hvenær verða fóstureyðingar settar á sama stall og útrýmingar með vopnum eða öðrum hætti?
Kjósendur hafa talað. Þeir vilja ekki lengur stríð, hatur á milli Rússa og ESB. Kjósendur vilja frið, velmegun, eins og var á fyrsta áratug hinnar nýju aldar fyrir 20 árum, og það verður ekki upphafið að 3. heimsstyrjöldinni, frekar áframhald á sömu stefnu.
Já, kjósendur vilja viðskipti við Rússa, og kjósendur vilja tilslökun í alþjóðamálum, friðarsamninga, ekki stríð.
Kjósendur í Þýzkalandi hræðast enn flestir afD, en hafa einnig ógeð á núverandi jafnaðarfasistum sem eru við völd.
Róttækir sækja á en hófsamir halda velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 130
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 738
- Frá upphafi: 133209
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 547
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 71
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.