Lúkas spámaður og hundurinn hans, ljóð frá 22. júlí 2008.

Mörgum málum er grautað saman í gríni í þessum óútgefna söngtexta, eða kvæði eftir mig. Sumir skilja ekki orðaleikinn sem finnst í þessum gamla söngtexta. Hann fjallar um málefni líðandi stundar þá, 2008. Ég verð að rifja upp mál sem tröllriðu samfélaginu þá, sumarið 2008, nánar til tekið hvernig mótmælendur til vinstri vildu að flóttamaðurinn Paul Ramses fengi hér dvalarleyfi, sem fékkst 2010 í tíð Jóhönnustjórnarinnar, að sjálfsögðu. Páll á Hæli og Ramses annar er auðvitað orðaleikur. Hundurinn Lúkas kemur einnig við sögu í textanum, ljóðinu. Lúkasarmálið er frá sumrinu 2007, og móðursýkin var búin að sigra hluta þjóðarinnar á þessum tíma, og ég samdi marga texta um þetta. Ég gaf út tvo hljómdiska sem ég tók upp 2008, "Það og það", sem kom út 2009, tekinn upp haustið 2008 um hrunið og kreppuna sem byrjaði þá, og "Ein hjúskaparlög fyrir alla", tekinn upp frá janúar til júlí 2008, gefinn út 2010, um enn eitt málið sem tröllreið fjölmiðlum 2008 til 2009, baráttumál vinstrimanna um að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband, sem einnig gekk í gegn á tíma Jóhönnustjórnarinnar, enda er hún þannig, samkynhneigð.

Þannig að ég var að fjalla um mál sem var þrýst mjög á og voru við það að ganga í gegn vegna mótmæla í samfélaginu vinstramegin. Ég er talsverður íhaldsmaður, en á mínar frjálslyndu hliðar og skoðanir einnig, og það varð mér að yrkisefni, að reyna að sameina þessar ólíku hliðar sem ég á í mér, og einnig sjónarmið ólíkra einstaklinga í samfélaginu.

 

Þetta er afgangslag. Ekki á þessum plötum, flottur og fyndinn texti samt, eða ljóð kannski enn frekar. Spéspegill á samtímann.

 

Þetta var of viðkvæmt til að gefa út á þeim tíma. Fólk til vinstri æsti sig of mikið út af þessu, einnig fólk til hægri sem var ekki sammála. Ekki lengur viðkvæmt. Bara skemmtilegt.

 

Lúkas spámaður liggur á feldi,

líkast til grenjandi,

alþýðan, ungpíkur hér þótt væli...

allt svo fara með nýju veldi,

ræningjar, ribbungar kenjandi,

Ramses annar og Páll á Hæli,

vilja þannig enda í heimsins eldi.

 

Lúkas, hundurinn, heilagur núna...

heyri ég vælið þar...

hneykslunin, reiðin og ránið kvenna,

rýrar horast þær, missa trúna...

Egyptzki höfðinginn, hælið þar...

heimur vill nú aðeins brenna...

Indland, trúðu á konu og jafnvel kúna!

 

Lúkas, faraó, flóttinn er hafinn...

furðast ég skrílslæti...

stofnanir heykjast á stefnu sinni,

stór en óþarfur birtist vafinn...

skilningslaus, dýrka ég skrílsblæti?

Skeður margt gott vakt á þinni?

Horfinn virðist heimi úr alveg safinn!

 

Ljóðum enda svo, lífþrota kjarkur,

leyfist að andmæla?

Skil ekki reiðina, fatta ei fretið,

finnst að ráðfrúin sé helzt þjarkur.

Ungmennin aumlega grandvæla...

eflaust nýja og góða metið.

Þjóðin ekki skánar, bara skarkur.

 

Nýyrði: Skrílsblæti: Óþörf ást á skrílnum.

Grandvæla: Mótmæla sér til skaða.

Skarkur: Skarkali, múgæsingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 461
  • Frá upphafi: 132194

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 361
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband