6.6.2024 | 12:27
Vestræn samfélög hafa brotið boðorð trúarbragðanna. Þetta er afleiðingin. Femínistakirkjan ætti að vera fortíð.
Japanir eru mjög snjallir. Reyndar hafði ég skrifað um þetta fyrir 20 árum, fyrir síðustu kreppu, sem byrjaði 2008, ég túlkaði þetta þannig að fólksfækkun af völdum femínisma væri hættulegri en stríð fortíðarinnar.
Japanir eru farnir að fatta, samkvæmt þessari frétt.
Já, hefðirnar eru heilagar, og siðvenjurnar, sem femínistar berjast gegn. Hin óskráðu lög sem þær kalla mannréttindabrot, það eru fyrirbærin sem héldu mannkyninu lifandi, jafnvel enn frekar en trúarbrögðin.
Maður þarf aðeins að skoða tölfræðina til að komast að þessu.
En það merkilega er að ekkert dugar til að hjálpa þjóðum sem eru á þessari öldrunarbraut. Jafnvel ekki heimskreppur eða stríð. Þannig fjölgaði fólki ekki eftir Covid víðast hvar, heldur fækkaði meira.
Þegar hin andlega veira, sem heitir mannúð, femínismi, kvenréttindi og móðursýki hefur yfirtekið þjóðirnar, þá er fátt sem bjargar.
Að endurreisa dyggðir og það sem nú er hatað og fyrirlitið, reglur, feðraveldi, það er meira en að segja það.
Eins og Japanir gera sér grein fyrir er þetta þesskonar útrýming að hún getur steypzt yfir allt mannkynið ef svo fer fram sem horfir.
En eitt er eftirtektarvert.
Á Gaza er mikil frjósemi, í Úkraínu einnig og í Rússlandi, og í Afríku og víðar.
Sem sé, það er kannski hægt að breyta þessu, snúa þróuninni við. Offjölgun er ekki eftirsóknarverð.
Hættulegt ástand í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 61
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 773
- Frá upphafi: 125364
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 611
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Drottinn sagði; verið frjósöm og uppfyllið jörðina. Þeir sem vilja fækka jarðarbúum er óvinir Drottins. Punktur !
Loncexter, 6.6.2024 kl. 18:47
Enda það sem bjargar Bandaríkjamönnum er að Biblíubeltið er þar, íhaldssöm kristni, sem heldur í bókstafinn, það sem Guðmundur Örn hefur minnt okkur á. Því var búið að spá fyrir löngu að litaðir menn yrðu þar í meirihluta, en Trumpstjórnin, bannið við fóstureyðingum og fleira slíkt, þetta hægir á öfugþróun sem er þar.
Í Biblíunni stendur einhversstaðar:"Laun syndarinnar eru dauðinn". Sú setning útskýrir þetta jafnvel sem er að gerast. Fólk tignar Satan, sjálf sín. Gaman væri ef Guðmundur Örn fyndi þessa ritningastaði.
Takk fyrir gott innlegg Loncexter.
Ingólfur Sigurðsson, 6.6.2024 kl. 19:59
Ég nota orðið sjálf í fleirtölu, þau sjálfin, þau egóin, andi barnsins, sem húmanistar tigna, egóin.
Ingólfur Sigurðsson, 6.6.2024 kl. 20:01
Það er orðið áliðið og ég vek engan þótt skrifi smá? Var að lesa þitt framlag hjá Gunnari og þú ert aldeillis góður penni;ég er ekki að uppgötva það nú. vildi að ég væri ekki svona pólitísk-tekur mig tíma að þola manneskjur stýra óeirðum og strýði með auði sínum án þess að vera sýnileg í pólitík,allt til að ergja mann.Ég er byrjuð að gleyma orðum kemur að lokum,verð stundum að hugsa mig um góðan tíma-t.d. Notaði orðið ráð í setningunni "Kaus með sínu ráði" þ.e. segjum við ekki "hún er ekki með réttu ráði" Ég er að meina vinkkonur nínar sem enn eru uppi(aðrar dóu covidfárinu)og höfðu misst sína menn. Er við það að þurrka .... mb.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2024 kl. 01:05
Þú ert kvenþjóðinni til sóma Helga. Þakka þér enn og ævinlega fyrir góð innlegg þín. Það er svo sjaldgæft að konur sem eru hægrisinnaðar tjái sig að maður er þakklátur fyrir það.
Já Gunnar er frábær og hefur alltaf verið. Þegar menn hafa skrifað góða pistla lengi eins og hann vilja þeir kannski varast að segja vitleysu og segja því minna.
Það kann vel að vera að enginn sleppi undan Elli kerlingu og gleymskunni að lokum, en ég kann vel að meta það þegar pólitískur áttaviti er réttur, líka þegar árin taka sinn toll.
Amma átti tvær góðar vinkonur í brekkunni, allar bláar Sjálfstæðiskonur. Ein þeirra er lifandi ennþá og alltaf gaman að tala við hana, hún hefði átt að komast á þing, mælskan er slík og breytir ekki um skoðun.
Beztu kveðjur, Ingólfur.
PS. ég get enn selt diska. Betra væri þó ef ég kem þessu á Netið. Það stendur til. Ég get sett lög hér á bloggið og það ætla ég að gera við tækifæri. En þetta er bara venjuleg trúbadoratónlist og ekki danstónlist eða neitt slíkt, en fólk hefur sagt að textarnir séu góðir hjá mér. Kann að meta það.
Ingólfur Sigurðsson, 7.6.2024 kl. 01:37
.....Og enn er áliðið og einn sona minna kom að horfa á Landsleik okkar.Hann var svo dottinn í fasta svefn og ég laumaðist í hljóða tölvuna. Já nú skal fara að huga að músik ekki amalegt að koma því fyrir í sumarhúsi þar sem þau vilja vera með mig níræðri,n.ái ég því.Takk fyrir að svara....
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2024 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.