Sigur Höllu Tómasdóttur er einnig sigur Ástþórs Magnússonar, því hún hefur afgerandi tekið undir hans áherzlur að vilja ekki senda vopn til Úkraínu

Ég kaus Ástþór Magnússon í gær, en var samt mjög nálægt því að kjósa "taktískt" (stjórnkænskulega) Höllu Tómasdóttur, því hún talaði um að vilja ekki senda vopn til Úkraínu eins og Ástþór.

Mér er illa við orðið taktískt, allt sem endar á -ískt er byggt á erlendum grunni og ætti ekki að nota vilji maður fylgja málverndarstefnu og málhreinsunarátaki. Að kjósa taktískt er að kjósa stjórnkænskulega eða herkænskulega, eða brögðótt, fara krókaleið að settu marki, til að koma höggi á andstæðinginn.

Ekki er mér það fullkomlega ljóst hvað Halla Tómasdóttir ætti að hafa fram yfir aðra frambjóðendur, en úr því að ég var næstum því búinn að kjósa hana til að mótmæla verkum ríkisstjórnarinnar og hernaðarbröltinu þar er það alveg pottþétt að hún var kosin til að lýsa andúð á óvinsælli ríkisstjórn sem nú situr við völd.

Ég býst við að stjórnmálaskýrendur muni pæla lengi í þessum niðurstöðum (þótt enn sé mögulegt að Katrín vinni, ekki kannski mjög miklir samt). Þetta hefur marga fleti.

Það er mjög athyglivert að NATÓaðild Íslands og stríðsreksturinn í Úkraínu með stuðningi þessarar ríkisstjórnar hefur fengið kjaftshögg með þessari kosningu Höllu Tómasdóttir, því fáir frambjóðendur þorðu að skera úr um þetta með eins afgerandi hætti og hún, þótt ekki hafi hún gengið lengra en svo að gagnrýna vopnakaupin á vegum Kötu og félaga.

En ég er að vitna í túlkun sjálfs Björns Bjarnasonar, eins og hún birtist í pistli hans í gær:"Hættulegur boðskapur Höllu T". Ekki virðist þjóðin sammála áherzlum hans, ef valið á milli NATÓ Kötu og sveigjanlegu Höllu réðst vegna þessara orða hennar og gagnrýni á ríkisstjórnina og vopnakaupin.

Björn Bjarnason skrifaði um brot Pútíns á alþjóðalögum með innrásinni.

Þó eru margir á því að NATÓ hafi lymskazt til að stækka áhrifasvæði sitt og jafnvel gengið á bak samninga, tæplega þó brotið alþjóðalög, og færzt nær Rússum, og hafa fróðir menn talið það upp í smáatriðum hvernig Rússum hefur verið ögrað af NATÓ, og verður því ekki á móti mælt, heldur ekki því að Úkraína er leppríki Vesturlandanna, sem hlýtur að vera mjög stór þyrnir í augum Rússa.

Einnig er augljóst að NATÓ Kata og hennar fóstureyðingaríkisstjórn hlýtur ekki þau eftirmæli frá þjóðinni að verk þeirra hafi verið fullkomin eða laus undan allri gagnrýni, eins og þau vilja halda sjálf.

Þetta gæti jafnvel verið forspilið að því að stjórnarsamstarfi flokkanna ljúki fyrr en ætlað var. Ekki gott að segja þó um það, þrjózkan er þar mikil og seiglan.

En þessi sigur, sem virðist blasa við, hann er jú greinilega merki um kynslóðaskipti í stjórnmálum. Það hefur komið fram og er alveg skýrt að eldri kynslóðin kaus Katrínu, elíta landsins, gamlir Sjálfstæðismenn og sumir kommúnistar og eldri vinstrimenn eða jafnaðarmenn, og Halla Tómasdóttir snýst um andóf gegn skautun, kynslóðabili og hörkustríðsrekstri, meðal annars.

Kannski er Halla Tómasdóttir núna það tákn fyrir sameiningu, frið, kvenlega mýkt og andóf gegn skautun, sem Katrín Jakobsdóttir taldist vera fyrir 8 árum, en telst ekki lengur vera.


mbl.is Kaus Höllu með taktík í huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður er ég hræddur um að sú hafi verið raunin í allt of mörgum tilfellum......

Jóhann Elíasson, 2.6.2024 kl. 08:03

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Ég hélt reyndar tryggð minni við Arnar Þór, þó við ofurefli væri að etja, en ég er þér sammála hvað það snertir að segja má að hermangarar og NATO dindlar þessa lands okkar hafi hlotið vel úti látið kjaftshögg með þessu kjöri Höllu Tómasdóttur, sem var afgerandi besti kostur þeirra fimm útvöldu sem á annað borð léku í úrvalsdeild þessara kosninga.

Ég tek líka undir með þeirri skoðun þinni að ógnar aðvaranir Ástþórs og almennari viðvaranir Arnars Þórs, Steinunar Ólínu og hinna úr neðri deildinni hafi ekki verið hlegnar eins áberandi út af borði Höllu Tómasar, líkt og hinna gæðingana og að það hafi í raun og veru gert gæfumunin í vali taktískra kjósenda á þessari óumdeilanlega hæfu og glæsilegu konu sem sjöunda Forseta Íslands.

Jónatan Karlsson, 2.6.2024 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 32
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 539
  • Frá upphafi: 112279

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 383
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband