Þeir sekustu reyna að fela sekt sína með því að benda á andstæðingana og þeirra sekt, sem kann að vera smáræði miðað við þeirra sem ákæra. Yfirvöldin sekust eins og Trump segir?

Dómurinn gegn Trump er pólitískur á allan hátt. Jafnvel þótt ég hafi verið sannfærður um sekt hans í allavega flestum liðum taldi ég það alveg fara eftir hvort kviðdómur og dómarar væru hlynntir Demókrötum eða Repúblikönum hvernig niðurstaðan yrði. Þannig eru dómsmál einfaldlega nú til dags, og með fleiri dómsstigum á Íslandi líka, í samræmi við Bandaríkin.

Það vita það allir að lögfræði er hápólitísk. Sekt og sakleysi eru afstæð hugtök. Með Metoo og öðrum nútímamálefnum er það orðið saknæmt sem var ekki áður saknæmt. Áður voru skörp skil á milli nauðgana og viðreynslu, en þannig er þetta ekki lengur, það er orðið matsatriði og túlkunaratriði. Þar af leiðandi, lögfræðin er orðin miklu loðnari en áður, og þar af leiðandi ótrúverðugri, ekki eru lengur skarpar línur sem allir geta sammælzt um, vafaatriðin fleiri.

Það sama má segja um tjáningarfrelsið, ærumeiðingar og réttindi minnihlutahópa til að kúga annarsvegar meirihlutann og svo til að verja sig hins vegar. Línur eru farnar að verða óskýrar.

Strangt til tekið má það vel vera að klámmyndaleikkonunni hafi verið greitt með saknæmum hætti, og það allt falið.

Ég hef verið að horfa á Dallas seríuna bandarísku. J.R. Ewing minnir kannski á Donald Trump að einhverju leyti. Málið er það að þetta hefur svo lengi viðgengizt í Bandaríkjunum og annarsstaðar, að þeir sem eru ríkir komast upp með annað og meira en fátæklingarnir. En af því að Trump fer á móti Elítunni, sem hefur framið glæpi gegn mannkyninu, en kemst upp með það, því hún á 99% af öllum peningum mannkynsins, stolnum að sjálfsögðu, þá lendir Trump í fallöxinni. Hann gæti samt orðið forseti, því fólk er hætt að vera svo mikil fífl að fatta ekki að eitthvað er gruggugt við þetta allt. Áður hafa forsetar og aðrir sennilega verið á gráu svæði, en nú skal grafa upp hvert smáatriði til að koma höggi á Trump, því hann mun hreinsa til og þá mega margir pólitískir andstæðingar hans fara að gæta að sér.

Við erum komin á þann stað í sögunni að upp úr getur soðið með borgarastyrjöld í Bandaríkjunum, hvort sem Joe Biden verður endurkjörinn, eða þá Donald Trump.


mbl.is Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 112351

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband