Verður kvótakerfið aflagt? ljóð frá 28. apríl 2009.

Nú er Frjálslyndi flokkurinn

aðeins svipur hjá sjón.

Úrslit Andskotans

enn einusinni.

 

Hvað ætla þau að gera?

Klessa saman vinstristjórn?

Já við höfum fengið nóg af spillingu,

en getur ekki villta vinstrið orðið þannig aftur?

Á að þjóta inní Evrópusambandið

og láta Vinstri græna hlýða og gleypa allt hrátt?

 

Úrslit Andskotans,

það eina sem kemur uppúr kjörkössunum,

hér á Vesturlöndum,

þar sem Satan er tignaður einn, og Eva syndarinnar.

 

Sumir kætast

og græða gommu

á því að sitja á þingi.

Já gott er að verða ríkur

með því að ljúga að þjóðinni,

lofa öllu fögru,

en gera eitthvað allt annað.

 

Á nú að laga fiskveiðikerfið loksins?

Á að afleggja spillt kvótakerfi?

Ef þessir vinstriflokkarnir svíkjast um það

eru þeir varla skárri en auðvaldið.

 

Sjáum til hvort hetjuverkin verði mörg

á næstu mánuðum og árum.

 

Ein syngjandi Evrópufjölskylda,

allir í ESB paradísina...

ef Vinstri grænir bremsa það ekki af...

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábært ljóð og minnir mig á þá gömlu góðu daga þegar maður gat verið í friði  í Frjálslynda Flokknum en þá þurftu þessar Samfylkingarbeljur (Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, ásamt fleiri "vinstra slagsíðuliði") að ráðast á hann og saka Magnús Þór Hafsteinsson um RASISMA og níddu hann svo niður að flokkurinn lagðist hreinlega af í næstu kosningum.  Síðan hef ég verið pólitískt munaðarlaus og á ekki von á því að úr rætist úr þessu....

Jóhann Elíasson, 1.6.2024 kl. 17:55

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir skemmtilega upprifjun Jóhann. Merkilegt er að mín upplifun er svolítið sú sama, að það voru góðir dagar þegar maður heyrði að þau í Frjálslynda flokknum boðuðu sannleikann og eftir því var tekið.

Já, þetta er eins og að fara í tímavél að rifja upp svona kvæði og ljóð. Það minnir mann á það að ekki er búið að standa við öll kosningaloforð frá þessum tíma eins og að bæta stöðu öryrkja og eldri borgara, eða afleggja kvótakerfið. Þvert á móti, rýrnandi kjör.

Það eina sem ég get ekki tekið undir í þessu annars ágæta svari er að kalla Katrínu Júlíusdóttur þessu nafni, þótt hin megi alveg bera það mín vegna. Katrín Júlíusdóttir er bekkjasystir mín úr Menntaskólanum í Kópavogi, og hún var orðin áberandi í félagslífinu þá. Mér finnst hún ágæt þótt ég sé ekki sammála henni. Þetta er eins og með Gvend Jaka og Albert Guðmundsson, gamall vinskapur lítur framhjá pólitískum erjum.

Það fór reyndar örlítið í taugarnar á mér sumt sem hún sagði sem pólitíkus, en þannig er nú bara leikurinn.

Já, mér finnst það alveg makalaust og góð lexía fyrir þá sem mest eru að stimpla núna mótherja í pólitík sem rasista, að Samfylkingin sem byrjaði á þessu er núna búin að snúa við og við ekki eins mikið flæði yfir landamærin og áður.

Stefnubreyting Samfylkingarinnar er tímamótaatburður sem sýnir að sannleikurinn var alltaf sagður í Frjálslynda flokknum.

Ingólfur Sigurðsson, 1.6.2024 kl. 18:24

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Samfylkingin VILL ekki eins mikið flæði yfir landamærin og áður... átti þetta vera, innsláttarvilla.

Ingólfur Sigurðsson, 1.6.2024 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 730
  • Frá upphafi: 125321

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 577
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband