Portúgalar vilja draga úr fólksflótta ungs fólks frá landinu. Hvað gera Íslendingar?

Brottflutningur ungs fólks er ein birtingarmynd fjölmenningarinnar. Þetta er einnig vandamál á Íslandi. Portúgal er til umfjöllunar í fréttinni og viðbrögð þar. Skattalækkanir gætu jú dugað til að hægja á brottflutningi frá Portúgal, þó er það ekki víst.

En vilji maður skilja ástæðurnar fyrir brottflutningi innfæddra og aðflutningi utanaðkomandi verður að fara dýpra í málin.

Ástæðurnar eru mismunandi eftir löndum, sumar, ekki allar. Margir hafa í sér ævintýraþrá og orðtækið um að grasið virðist grænna hinum megin við lækinn á hér við.

Það er áhugavert að pæla í þessu og reyna að skilja til fulls. Sérstaklega þegar um er að ræða flókið mál sem á sér margar orsakir.

Nú er það svo að á öllum tímum hafa fólksflutningar átt sér stað, í litlum eða stórum stíl.

Við Íslendingar montum okkur af víkingunum, sem voru okkar forfeður. Þeir voru sæfarendur sem herjuðu á önnur lönd og stunduðu þar viðskipti. Þeir voru kappar víðfrægir um allan heim.

Hvers vegna er þá litið svo á að það sé vandamál þegar fólk af erlendu þjóðerni reynir hér að setjast að, eða gerir það?

Fyrir það fyrsta tel ég næsta víst að víkingarnir hafi verið uppfullir af kynþáttahyggju, bara mismikilli. Stéttahyggjan var að minnsta kosti rík í þeim og einhverskonar kynþáttahyggja einnig. Það sér maður til dæmis af orðinu skrælingi, sem notað var yfir indíána Ameríku. Ekki ríkti mikill friður milli norrænna manna og þeirra, og það bendir til andúðar í þeirra garð af víkinganna hálfu, þótt nokkuð hlutlaus sé frásögnin, en þannig eru allar Íslendingasögurnar, eins hlutlausar og hægt var að gera þær. Ásgeir Blöndal taldi það orð, skrælingi,  þýða sá sem hefði uppþornað skinn, sbr að skrælna, þorna upp. Skýringar hans eru stundum ósannfærandi, eins og reyndar hér, þar sem víða vantar í þær dýpt, en þetta er samt rökrétt eins langt og þetta nær.

Sögnin scrap á ensku getur þýtt að deila og er einnig nafnorð. Orðsifjafræðingar telja orðið af norrænni rót, komið af sögninni að skrapa.

Orðið skrolli á íslenzku getur þýtt skolli, púki, Kölski.

Það er mögulegt að orðið skrolli, púki, kölski, óvinur, sé skylt orðinu skrælingi. Orðsifjabókin gefur þær skýringar að orðið sé skylt skrolla, hrukkótt og ófríð kona, eða þá dregið af skolli, sem er dregið af sklno í forngermönsku, brigðlyndi, óstöðugt framferði.

Alla vega þá er ekki víst að orðið skrælingi hafi þýtt maður með dökka húð og uppþornaða. Mörg orð eru dregin af týndum orðum, sem eitt sinn voru til og eiga sér kannski ættingja í erlendum málum, kannski ekki.

Í fornum ritum Íslendinga eins og Eddunum má lesa um að tröll séu oft dökk yfirlitum og ófríð, og búi fjarri norrænum mönnum, og tröllin eru aðalóvinir guðanna í Valhöll, og guðirnir í Valhöll reyna að útrýma þeim eða sigra þau.

Hegðun víkinganna, að þrælka fólk af erlendum uppruna, oft dekkra en sjálfir víkingarnir, sýnir svo ekki verður um villzt að meðal þeirra ríkti einhverskonar kynþáttahyggja, sem þarf þó ekki að hafa verið algild, fólk getur vel hafa verið með misjafnaðar skoðanir þá á þessum málum eins og nú. Allavega er það rétt að víkingar voru ekki alveg eins einsleitir og eitt sinn var talið, að þeir hafi nákvæmlega allir verið ljóshærðir og bláeygir og einhver hluti þeirra blandaðist útlendingum, og þó má rekja ættir okkar til Noregs og Írlands samkvæmt Kára Stefánssyni, sem sýnir að nokkur hreinleiki hefur verið í ættstofninum upprunalega íslenzka, og allmikill raunar.

Nútímamenningin ýtir undir tilhneiginguna til að leita til útlanda. Hollywoodkvikmyndir og sjónvarpsefni engilsaxneskt er guðspjall 20. aldarinnar og 21. aldarinnar. Ungt fólk mátar sig við það guðspjall en ekki Biblíuna, nema fáeinir sem fá mjög kristilegt uppeldi, eða hafa sterka trúarþörf sem beinist í kristilegan farveg af einhverjum ástæðum.

Þættir eins og "Friends" sýna að utanlandsferðir eru sjálfsagt mál, eða að leita sér að vinnu í útlöndum. Allur heimurinn er eitt stórt hlaðborð, finnst fólki af minni kynslóð, og maður lifir aðeins einu sinni, og því rétt að leita að bezta landi í heimi, sem er ekki endilega Ísland.

Þannig að þetta er hluti af innrætingu nútímans, að vera ekki átthagabundinn, að það sé gamaldags.

Þar af leiðandi er það allavega helmingur skólafólks sem kynnir sér möguleika erlendis. Mjög stór Íslendinga býr erlendis, til dæmis á Spáni eða í Danmörku og á öðrum Norðurlöndum.

Sú mikla ásókn sem hefur verið í Tenerife eða önnur suðræn svæði er merkileg. Einnig er merkilegt að fólk sem kemst á eftirlaun er mjög gjarnan að eyða ellinni á slíkum stöðum, og fjölskyldur flytjast þangað að stórum hluta út.

Kynslóðirnar sem voru uppfullar af ættjarðarást eru komnar undir græna torfu. Þó eru fáeinir af yngri kynslóðum sem halda fast í ættjarðarástina, það finnur samhljóð í sumum sálum.

Ættjarðarástin var á Vesturlöndum sterkust frá seinni hluta 19. aldar og til miðrar 20. aldarinnar en fór svo dvínandi, enda vegna kommúnískra áhrifa sem neydd voru uppá skólabörn af fræðingum Frankfurt skólans og öðrum slíkum, sem hafa um langt skeið stjórnað vestrænni menningu.

Brottflutningar og aðflutningur getur með tímanum valdið upplausn, þegar þjóðleg gildi rýrna svo mjög að hóparnir fara að berjast innbyrðis, þegar engin sterk meginmenning er eftir.

Fyrr á öldum var það ómögulegt að fólk flyttist svona mikið á milli landa, því þá var fátæktin slík. Hin mikla velmegun hefur fært þessa hættu til Evrópu og annarra heimsálfa.

Lausn mín er alltaf sú sama. Það þarf að byrja á uppeldinu og aganum þar. Þessvegna hefur fasisminn sína kosti, einræðisherra getur fyrirskipað þannig gott uppeldi sem allir þegnar hafa gott af. Börn hlýða ekki nema þeim sé gert algerlega ókleift að óhlýðnast.

Mannréttindi eru alltaf afstæð. Mannréttindafólk jafnaðarhyggið og kommúnískt segir þó að mannréttindi eigi að vera algild og að þau séu það.

Það eru mannalögmál, mannasetningar. Það er jafnvel andstætt náttúrunni, því í náttúrunni fæðist fólk fatlað og veikt og stundum heilbrigt. Náttúran gerir ráð fyrir náttúruvali Darwins, jafnvel þótt ég sé ekki endilega sammála honum að tegundir þróist, að ein tegund verði úr annarri tegund.

Náttúrulögmálið gerir ráð fyrir að þeir hæfustu og sterkustu lifi af.

Jafnaðarmenn, kapítalistar og húmanistar hafa búið til gerviheim. Sá gerviheimur verður að engu þegar mengunin verður svo mikil að lífi fólks verður ógnað á heimsvísu þannig að vestræn velferð verður að engu.

Það er betra að gera sér grein fyrir grunnlögmálum náttúrunnar, sem eru undirliggjandi en falin á meðan maðurinn sem tegund getur einhverju ráðið ennþá.

Nútímafólk sem ætlar að ala börn sín vel upp ætti að athuga að Talíbanar Afganistans eru nær náttúrunni en vestrænt fólk, því í dýraríkinu er það karldýrið sem aflar fæðu og kvendýrið sem sér um afkvæmin, yfirleitt. Úrkynjun Vesturlanda er ekkert sem við ættum að hreykja okkur af, þótt svonefnd mannréttindi séu einhverskonar prik sem veifað er í sífellu, og betra að veifa röngu tré en öngvu eins og einhversstaðar stendur í gríni og alvöru.

Þegar mannréttindi eru bætt á einum stað versna þau annarsstaðar. Allavega þegar búið er að jafna það sem hægt er að jafna og dreifa því sem hægt er að dreifa, og slík jöfnun verður aldrei fullkomin.

Til að stöðva óhóflegan brottflutning þarf að umbreyta þjóðfélaginu frá grunni, og ónýta þau hryðjuverk sem unnin hafa verið í nafni vinstrihugsjóna, og jafnvel hægrihugsjóna, gróðasjónarmiða.

Við erum ætíð að lesa fréttir um eitthvað sem fólk er að reyna, sem er dæmt fyrirfram til að mistakast. Samstaðan er rofin, og til að hægt sé að breyta samfélaginu til góðs þarf samstaða að ríkja. Samstaðan er rofin vegna femínismans.

Það er viðleitni innan stjórnkerfisins að missa ekki tökin, einnig meðal einstaklinganna.

En þegar eigingirnin er orðið grunngildið sem flestir sameinast um, þá er framtíðin ekki björt heldur svört.

Eitt er að láta stjórnast af tilfinningum og annað að láta stjórnast af rökhyggju. Svo er það hitt, að láta stjórnast af óskhyggju og pólitískum draumórum.

 

 


mbl.is Vilja hægja á brottflutningi ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistil og áhugaverður og mikið

rétt sem þú bendir á.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.5.2024 kl. 18:06

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir það. Já, það hefur verið talað um þetta í áratugi en ekki allir reyna að finna skýringar.

Það er hægt að stöðva fólksflótta frá landinu ef vilji er fyrir hendi. Hér lýsi ég ákveðnum ráðum til þess.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 25.5.2024 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 129956

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband