Rétt fyrir kosningar, að kyssa sauðkindina á munninn...

Hvernig stendur á því að forsetaframbjóðendur fara næstum allir í lopapeysurnar sínar þegar þeir auglýsa framboð sín og ganga jafnvel svo langt eins og þessi að kyssa sauðkindur og geitur beint á munninn (Júdasarkoss), en þess á milli skrifa þeir ekki pistla í blöðin um að banna beri kjöt og aðrar afurðir frá Evrópusambandinu, eða gera eitthvað annað til styrktar landbúnaðinum?

Sá sem elskar land og þjóð er tilbúinn að greiða hærra verð fyrir þjóðerniskennd sína og til styrktar okkar fólki.

Við vitum að verksmiðjuframleiðsla frá Evrópusambandinu og öðrum risaeiningum erlendis fer mjög illa með einyrkja á landsbyggðinni sem kaupa fóður og annað sem dýrt er, auk annars. Það er alltaf þannig að risaeiningar skila hagkvæmni, auk þess sem niðurgreiðslan frá ESB er sennilega meiri til sinna búa en hún er innan ríkjanna til smábændanna. Skemmst er að minnast uppreisnanna og mótmælanna sem eru nokkuð reglulegur atburður innan Evrópusambandsins vegna einhverskonar kjararýrnurnar fyrir smærri bændur þegar nýjar reglugerðir eru innleiddar aftur og aftur.

Þó finnast dæmi um það að gæðum getur hnignað innan stórra samyrkjubúa eins og í Evrópusambandinu, og þar er velferð dýra ekki hátt skrifuð, það segir sig sjálft, þegar dýrin lifa í þrengslum og lifa jafnvel á fóðri sem er erfðabreytt til að þau skili betri afurðum.

Bara ef þessir forsetaframbjóðendur myndu muna ást sína á íslenzku skepnunum lengur en rétt fyrir kosningar og ást sína á íslenzkum landbúnaði!!!


mbl.is Jón Gnarr: „Enginn frambjóðönd“ elskar sauðkindina eins og ég
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 11
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 853
  • Frá upphafi: 123216

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 714
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband