Lesa mátti út úr orðum verðandi biskups í Silfrinu í gær að hún liti á Ísraelsstjórn sem óréttlátan árásaraðila, rétt eins og Rússa, þó er Gamla testamentið hluti af Biblíunni

"Kirkjan stendur allt með þeim sem á er ráðizt", sagði verðandi biskup í Silfrinu í gærkvöldi, spurð útí atburðina á Gazasvæðinu.

Einnig svaraði hún því játandi að hún ætlaði að taka meira afstöðu til þjóðfélagsmála, minnihlutahópar fengju öflugri málsvara í kirkjunni. Hún mun sem sagt stíga skrefið til fulls sem séra Agnes byrjaði að stíga og varð óvinsæl fyrir meðal margra.

Kirkjan verður aldrei vinsæl meðal allra héðan af, á meðan við tilheyrum fjölmenningarsamfélagi en ekki einmenningarsamfélagi eins og á miðöldum þar sem kirkjan hafði svo að segja alræðisvald yfir skoðunum og tilfinningalífi fólks. (Á yfirborðinu, því heiðin trú lifði þá einnig góðu lífi, í alþýðumenningunni ekki sízt).

Það þýðir einfaldlega að þessar áherzlur séra Guðrúnar munu breyta samsetningu kirkjumeðlima enn frekar. Íhaldssamir trúmenn eru oft seinþreyttir til vandræða, en búast má við að einhverjir þeirra segi sig í meira mæli úr kirkjunni en jafnvel á meðan séra Agnes var biskup, og hún er það enn reyndar.

Fjölbreytileikinn er einmitt einkenni nútímans. Þessvegna er útilokað að kirkjan geti orðið eins sterk og hún var. Alltaf vilja einhverjir vera öðruvísi, ósammála.

Það má hins vegar spyrja sig að því hvort raunhæft sé að regnbogafánafólkið eins og það leggur sig verði kirkjurækið með þessum áherzlubreytingum verðandi biskups. Ég er ekki svo viss um það. Fólk markar sér sína sérstöðu í tilverunni með því að staðsetja sig á ákveðnum stað með sjálfstjáningu og túlkunum á táknum og ýmsu, og ef kirkjan eltir þá gæti vel verið að þessu sama fólki finnist eitthvað sem það áður aðhylltist orðið hallærislegt og kjósi að flýja eitthvert annað.

Eins og sjá mátti á sumum Eurovisionatriðum í ár þá eru ýmsir af vinstrisinnuðum nútímamönnum og konum ekkert feimin við það að túlka tilveru sína sem hreinan satanisma og fara ekkert í felur með það. Þetta fólk virðist lifa og hrærast fyrir það að vera í andstöðu við kirkjuna, eða þessa ímynd kirkjunnar í gegnum aldirnar.

Ef yfirvald kirkjunnar ætla að feta nákvæmlega þessa braut, þá verður hún í hreinni andstöðu við orðið. Það er hún vissulega nú þegar að einhverju leyti, en hvaða gagn er að kirkju sem er nákvæmlega eins og það sem hún gagnrýndi áður? Hver er þá sérstaðan? Engin?

En það var fólk innan kirkjunnar sem ákvað þetta, og árangurinn mun koma í ljós, hvort séra Guðrún verður vinsæl eða óvinsæl í störfum sínum. En ekki verður hún allra, það er ljóst.

Það var mál hinna fróðustu manna sem ég þekki og hafa þekkingu á kirkjunnar málum að hann hafi verið mesti stjórnvitringurinn meðal þeirra þriggja, og honum líkt við sjálfan Salómon konung, hvað varðar að kunna að sætta menn. Hann mun vera fær í því að orða hlutina mildilega.

Séra Guðrún hefur hinsvegar ákveðna stefnu og hún veit hvert hún er að stýra.

Mjótt var á mununum, og séra Guðmundur Karl mjög nálægt því að verða biskup, munaði um 100 atkvæðum eins og kom fram í Silfrinu.

Hann mun vera maður málamiðlana mun frekar en séra Guðrún, því hún staðsetur sig algerlega sem einn frjálslyndasta prest landsins, og það er ekkert leyndarmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Dagar Þjóðkirkjunnar eru nú taldir.

Hún er ekki lengur Kirkja Krists, heldur félagsmálastofnun GÓÐA FÓLKSINS. Það hefur verið innsiglað.

Hér eftir mun Stofnunin ekki boða það fagnaðarerindi sem Biblían boðar, heldur taka sér það FRELSI að fylgja Tíðarandanum.

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Jehóva Guð, að ég mun senda hungur inn í landið (Ísland), ekki hungur eftir brauði né þorsta eftir vatni, heldur eftir því að heyra Orð Jehóva.

Svo að menn skulu reika frá einu hafinu til annars og renna frá norðri til austurs til þess að leita eftir Orði Jehóva. En þeir skulu ekki finna það. (Amos 8:11-12).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 14.5.2024 kl. 09:49

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rétt er það Guðmundur Örn. Við lifum á tímum þar sem flestir kyssa þjóhnappa Andskotans. Að afneita því er að vera samdauna ástandinu. Rétt er það.

Ingólfur Sigurðsson, 17.5.2024 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 147
  • Sl. viku: 764
  • Frá upphafi: 127460

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband