Sigur sem passar við hvernig Eurovisionkeppnin er

Hántilveran fékk skemmtilega sviðsljósið í Eurovision með þessum sigri Nemo frá Sviss. Þannig heldur Eurovision áfram að vera í fararbroddi þegar kemur að útvíkkun menningarinnar.

Allavega ástum er fagnað í Eurovision og það er ekkert nýtt. Þessi sigur var sigur fjölbreytileikans og umburðarlyndisins og er það vel. Ef Ísrael hefði sigrað þá hefði það kynt undir frekari ólgu ekki bara í Ísrael og múslimaheiminum heldur út um allan heim, þannig að þessi sigur Nemo frá Sviss var hentugri.

Um langt skeið hefur Eurovision verið heimavöllur hinseginfólks eins og Gleðigangan, þannig að þessi úrslit eru í samræmi við það, Nemo er hán og lagið lýsir upplifun og tilveru þannig einstaklings.

Kannski má segja að hitt skyggi á þessa gleði að skuggi stríðsins í Gaza (eða útrýminganna eins og einnig er sagt) minnti mikið á sig í þessari keppni.

Engu að síður finnst mér eins og umburðarlyndið sem kvár njóta gæti minnkað, rétt eins og stríðsógnin hefur aukizt í heiminum með Úkraínustríðinu og Gazahryllingnum.

Þannig að Eurovision lýsir nútímanum eins og hann er.

Það var skemmtileg heimildamynd um Abbasöngflokkinn í RÚV um helgina. Já, þegar Abba sigraði 1974 var menningin þannig, snérist næstum bara um gagnkynhneigðar ástir nema í uppreisnarhópum eins og í diskóheiminum og víðar, en það átti allt eftir að breytast.


mbl.is Sviss vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Kárason

Er virkilega verið að gefa lögum einkunn vegna skoðana, útlits eða sálarástands flytjanda?

Það er nú frekar vangefið verð ég að segja.

Það er líka skaðlegt menningunni og framförum(í sumum tilfellum ólöglegt) ef við kjósum að velja ekki fólk eftir verðleikum heldur frekar útliti eða lífsskoðunum.

Annars hef ég ekki borið saman lögin svo ég get ekki dæmt hvort sigurlagið var verðugt sigrinum en ég sannarlega vona að það hafi verið betra en öll hin.

Ef ekki þá erum við þegar komin af sporinu.

Ágúst Kárason, 12.5.2024 kl. 03:58

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdina Ágúst, hún er skynsamleg. Já, ég held að þetta lag hafi unnið vegna þess að hán flutti það - meðfram að minnsta kosti, ungt fólk vill eitthvað nýtt, veit ekki hversu þungt það vóg, en það hefur loðað við keppnina, allar þessar vinstrihugsjónir eru þar áberandi, og því RÚV að sýna þessu mikla athygli. Svo auðvitað fjallaði textinn um þá upplifun að vera hán, og það er nýtt, hefur held ég lítið verið gert áður, þannig að þetta er þróun í menningunni að setja þetta alltaf meira á oddinn, eitthvað svona sem áður var útskúfað eða jafnvel var ekki til áður.

Ég held bara að markhópurinn sé dálítið þannig og hafi lengi verið. Allavega í hátt í 40 ár, talsvert eftir að ABBA sigraði breyttist þetta. Kannski um svipað leyti og Páll Óskar Hjálmtýsson sló í gegn fyrir um 30 árum. Samt horfa miklu fleiri, en margir af dyggustu fylgjendum keppninnar koma úr hinseginsamfélaginu, og það er líka þannig á Íslandi. Felix Bergsson maki Baldurs Þórhallssonar er gott dæmi, sem hefur verið kynnir þarna í áraraðir í keppninni hér á Íslandi.

Ég er annars sammála Ómari Geirssyni og hans nýja pistli, að franska lagið var mun betra og því er það rétt hjá honum að keppnin er hápólitísk - til vinstri. Ísraelska lagið er líka melódískara, finnst mér, en svona er þetta. Oft sigra jafnvel lög sem eru öskruð, einsog þungarokkslög, þannig að ekki er það melódían sem ræður endilega heldur eitthvað annað.

Já, þú segir þetta skaðlegt menningunni. Ég endurtek bara eftir spekingnum Guðjóni Hreinberg:"Menningin er hrunin".

En maður verður að reyna að breytast eins og aðrir og vera ekki staðnaður.

Ingólfur Sigurðsson, 12.5.2024 kl. 06:05

3 Smámynd: Ágúst Kárason

Já Guðjón Hreinberg veit hvað hann syngur, hann kemur með góða pistla.

Ég hugsa að þegar menn eldast þá líta menn alltaf á róttækar breytingar sem þessar hornauga. Sama var uppá teningnum þegar rokkið kom, þungarokkið, og pönkið. Ungt fólk er þarna í sköpun, að reyna að gera eitthvað nýtt sem hefur aldrei verið gert áður EN, það þarf alltaf að huga að velsæmi og þá sérstaklega siðferði. Ef ekki þá gætum við vaknað upp við það einn daginn að það teldist til kvennréttinda að fá að drepa barnið sitt...

Ágúst Kárason, 12.5.2024 kl. 10:15

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég hef áhyggjur af því síðasttalda Ágúst. Já, Katrín fyrrverandi forsætisráðherra vildi leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu. Fólk af því tagi gæti farið að taka upp á því að vilja leyfa þær eftir fæðingar - hryllingsfréttirnar í DV um mæður sem slátra fjölskyldumeðlimum sýna að þær eru eins grimmar og karlar sumar.

Dr. Helgi Pjeturss sagði að við værum öll fóstur þar til við tækjum honum sem frelara og Nýalskenningunum hans. Hann sagði að mannkynið væri á fósturskeiðinu þar til það byrjaði að hafa samband við fólk á öðrum hnöttum. Þar sem ég ólst upp við þær kenningar finnst mér þessi hugmynd rétt, að það eigi að miða við getnaðinn, þá er barnið fullmótað að mestu leyti, eða svo segja læknavísindin.

En þetta sem þú lýsir síðast í svari þínu er vissulega talið til kvenréttinda nú um stundir, en hvað er kallað barn? Katrín Jakobsdóttir og aðrir sammála henni segja það bara frumuklasa, þessi fóstur. Um það má deila.

Ég held reyndar að samfélag okkar þurfi að staldra við á ýmsum sviðum.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 12.5.2024 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 611
  • Frá upphafi: 133082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 469
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband