Lagið sem talið var lélegt og fékk 1 stig er nú talið geta unnið keppnina! Álitsgjafar marklausir eins og í hruninu 2008! Sagan endurtekur sig.

Þetta er dæmi um hræsni og hvernig lýðurinn sveiflast í allar áttir og er marklaus. Álitsgjafar marklausir. Það sama kom fram þegar hrunið varð 2008, og sérfræðingarnir hámenntuðu í efnahagsmálum töldu útilokað að það myndi gerast.

Ef bloggið mitt er skoðað sést að ég hrósaði þessu ísraelska lagi nýlega þótt Eva Ruza og aðrir í Alla leið hafi gefið því eitt stig, falleinkun. Bloggið mitt frá 28. apríl síðastliðnum fjallar um þetta, að mér fannst lagið betra en almennt var talið, og þá var reynt að telja fólki trú um, að það væri ömurlegt, vegna þess sem yfirvöldin í Ísrael gera og er raunar ekki tengt Eden Golan að öðru leyti en að hún er einnig ísraelsk. Af hverju eiga listamenn að bera ábyrgð á sínum stjórnvöldum og pólitíkinni í landinu sem þeir tilheyra?

Kannski ekki í fyrsta sinn sem ég hef réttara fyrir mér en sérfræðingarnir?

Nú segja sumir að lagið geti unnið og Eden Golan. Ég hafði greinilega rétt fyrir mér, ekki þeir sem vildu beita slaufunarmenningunni. Margir munu þó baula á lagið áfram, en kannski sigrar það samt.

Þó er lagið ekki búið að sigra. Ég er ekki viss um að mér finnist það bezt, en nokkuð gott finnst mér það og sigurstranglegt, eins og núna aðrir eru sammála um.


mbl.is Áberandi stuðningur við ísraelska lagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Kárason

Þetta er alveg rétt hjá þér. Það er nú reyndar brot á mannréttindum að mismuna fólki vegna þjóðernis.

Sama höfum við séð varðandi íþróttir þar sem er verið að banna íþróttamönnum að taka þátt í keppnum vegna þjóðernis.

Það er búið að troða hernaðar pólitíkinni inn allstaðar og almenningur er orðin að blindum og gapandi hálvitum ýtandi á eftir þessu með þeim.

Ágúst Kárason, 11.5.2024 kl. 15:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gott að hafa mann eins og þig og Ágúst Kárason sem þora að tala um hlutina eins og þeir eru.  Svo ekki sé nú talað um það að við ætluðum að henda okkur út í "drullupytt" meðvirkninnar, með því að senda "Palestínskan" mann sem fulltrúa Íslands í þessa keppni.  En Guði sé lof þá varð ekki úr því að við legðumst svo lágt, en það munaði allt of litlu.  Það yrði bara gott á  þetta "mótmælalið" ef Ísraelska lagið ynni... 

Jóhann Elíasson, 11.5.2024 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 69
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 766
  • Frá upphafi: 118918

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 589
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband