Ísraelska lagið er ekki slæmt í Evrusýnarkeppninni í ár, en ég skil afstöðu með og á móti

Þátturinn "Alla leið" á RÚV kynnir öll lögin í undankeppni Eurovision. Núna í gær var ísraelska lagið umdeilda spilað, sem margir vilja að keppi ekki, eins og Ísrael.

Ég er vanur að mynda mér sjálfstæða skoðun á öllu hvernig sem í pottinn er búið, jafnvel þegar umdeild mál eru annarsvegar.

Eva Ruza og allir hinir í þættinum gáfu laginu 1 stig, algjöra falleinkun, og sögðu að þau vildu ekki að Ísrael tæki þátt frekar en lagið.

En ég hlustaði á lagið og komst að því að mér finnst það með betri lögum í keppninni að þessu sinni, með píanóundirleik frekar en hljóðgervla, og það finnst mér kostur.

Pistlarnir hans Ómars Geirssonar um þetta hafa vissulega haft áhrif á mig og einnig pistlar Guðmundar Arnar guðfræðings.

En aðallega er manni nóg að gera það upp við sig hvernig manni finnst lögin í keppninni, flutningurinn og slíkt.

Ég veit að ég hreifst af lagi Bashars Murad og hann sigraði ekki, sem Palestínumaður, og hann mætti fordómum og andspyrnu. Það gæti því virzt þversagnakennt að ég telji hið ísraelska lag fá of slæma gagnrýni vegna stríðsins. En þetta snýst um mennskuna, þetta snýst um tilfinninguna í laginu, þjóðerniskenndina sem bæði er hjá Palestínumönnum og Ísraelsmönnum, og maður getur hrifizt af þeirri tilfinningu, alveg eins og þegar Bob Dylan gaf út lagið "Neighborhood Bully" árið 1983 til stuðnings Ísraelsmönnum í þessum mikla hernaði sem mikil mótmælaalda er gegn.

Allavega, ísraelska lagið kemur inná þjáninguna vegna þessara atburða, sérstaklega vegna þess sem gerðist í október í fyrra og kom af stað auknum ísraelskum árásum á Gaza.

Finnst fólki það ósmekklegt að Ísraelsmenn tjái sig svona með list í Eurovision um þetta? Getur það verið að fólk eigi erfitt með að díla við eigin fordóma gegn þessari þjóð og hörmungunum sem þarna eiga sér stað á báða bóga?

Ég er tónlistarmaður og á því auðvelt með að láta tónlist tala til mín. Bashar Murad tjáði sig með söng og það fannst mér virka. Eden Golan frá Ísrael gerir það líka, og mér finnst atriðið hennar virka og sannfæra mann um rétt Ísraelsmanna til að verja sig, en mjög margir eru andsnúnir hennar lagi og atriði, og að Ísraelsmenn séu með í keppninni.

Lagið sem hún söng hét upphaflega "October Rain" og var algjörlega um Hamasárásina 7. október. Þar kom fram línan:"Þeir sem skrifa söguna standa með mér..." Kannski ekki endilega hentugasti boðskapurinn, en textanum var breytt og nú er hann mildari.

En þótt að textinn sem Eden Golan syngur núna sé að mestu leyti (eða alveg) ópólitískur eftir breytinguna og hótunina frá EBU (samtök evrópskra sjónvarpsstöðva) að reka Ísrael frá keppni yrði textanum ekki breytt, þá er laglínan á einhvern hátt tilfinningarík og pólitísk, og það hafði áhrif á mig.

Það er þessi eilífa deila um það hvort list eigi að vera pólitísk eða "list fyrir listina".

Ég á Fésbókarvini sem hafa tjáð sig um það að Ísland ætti ekki að taka þátt í keppninni núna fyrst Ísrael gerir það, í mótmælaskyni. Ég skrifaði um það að ég vildi að Ísland tæki þátt, því þetta er gott sjónvarpsefni.

Þessi keppni er bara rammpólitísk. Pólitíkin vísar í margar áttir og sumt er leyfilegt en annað ekki.

Tónlistin lýsir tilfinningum beint. Hún getur boðað raunverulegt umburðarlyndi. Við leysum ekki stríðsástand með slaufunarmenningunni, sama að hverjum hún beinist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Ert þú ekki að berja trumburnar svo listilega með Helga Björns á laugardagskvöldum eða er ég að rugla?

Jónatan Karlsson, 28.4.2024 kl. 20:31

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Jónatan,

hann er alnafni minn vissulega og þekktur trommuleikari, en nei, okkur er stundum ruglað saman. Ég er að berja trumburnar fyrir ráðandi öfl hvaða nafni sem þau nefnast, og sýna fólki fram á að ég hafi samúð með hinum og þessum.

En merkilegt er það að ég tók disk nr. 2 upp í hljóðverinu September á Grensásvegi árið 1999 hjá öðrum trymbli sveitarinnar, Hafþóri Guðmundssyni, í Síðan skein sól, og mitt listamannsnafn er Insol, þannig að margar eru tilviljanirnar. 

En takk fyrir innlitið og athugasemdina.

Ingólfur Sigurðsson, 28.4.2024 kl. 23:47

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll aftur Ingólfur.

Já án gríns, þá erum við greinilega fjölmargir trommuleikararnir, en svona til að vera viss þá ætlaði ég bara að hrósa honum alnafna þínum hjá Helga Björns fyrir að hafa lagt til hliðar kassann og tekið aftur upp gamla hefðbundna trommusettið.

Ég læt þá duga í bráð að hrósa þér fyrir frábærar færslur hér á mbl.is, enda erum við oftast sammála í flestu.

Jónatan Karlsson, 29.4.2024 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 780
  • Frá upphafi: 127476

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband