Kvenleg þöggun allsráðandi í stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar

Margir kjarnyrtir bloggarar eru fallnir frá, en aðrir farnir að ritskoða sig. "Þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur", er gamall og sígildur málsháttur sem ekki má gleymast. Hann geymir sannleika sem á betur við í nútímanum en áður, sérstaklega í ljósi kosninganna, forsetakosninganna, og alþingiskosninga líka fyrr og nú.

Ég ætla að fjalla um uppeldismál í þessum pistli, því það má finna ástæður fyrir göllum fólks í uppeldinu að langstærstu leyti, þótt annað hafi líka áhrif og móti fólk.

Ef maður hefur mikið velt fyrir sér syndinni og hvort mannkynið á jörðinni sé allt vont eða hvort Djöfullinn beri sök á ógæfu þeirri sem allir lifa við, þá hefur maður skoðanir á þessu.

Ofdekur er hugtak sem lýsir nútímafólki mjög vel.

Betra er að lýsa fyrir lesendum því sem maður fjallar um og koma með dæmi sem allir þekkja frekar en að vera fullviss þannig að fólk skilji kannski ekki allt sem haldið er fram.

Ég hef velt fyrir mér því sem allir foreldrar lenda í, og það er þetta þegar foreldrið spyr sig hvers vegna ekki gangi að láta barnið hlýða, og hversvegna það taki ekki mark á uppeldisaðferðunum.

Skírninni er ætlað að hreinsa börn af eigingirninni og sjálfhverfunni sem veldur svo margri ógæfu og falli frá náð. Til að einhver þannig athöfn virki, sem upphaflega var galdraathöfn af einhverju tagi fyrir langa löngu, samkvæmt ævafornum lögum og hefðum, þarf að vera samfélagslegur skilningur á hvað athöfnin merki. Þetta gildir um frumstæð samfélög og þau flóknari líka, eins og okkar. Þetta er kennt í félagsfræðinni og á við enn.

Börn sem læra og finna á fullorðnu fólki að þeim er ætlað að haga sér betur eftir skírn, þau gera það flest ósjálfrátt, þegar samfélagið er búið að koma sér saman um þetta. Þegar andlegu áhrifin eru vantrú, sem sagt að skírn sé aðeins bjánaleg athöfn með ekkert gildi nema í fortíðinni, þá virkar skírnin ekki.

Skírn þýðir hreinsun, frá synd og eigingirni, sjálfhverfu.

Næstum allir í nútímanum láta þó stjórnast af sjálfhverfu, enda er mottóið:"Þú ert nóg." Í því mottói felst að engin þörf sé á guði og jafnvel ekki þörf sé á elskendum, maka, börnum, skyldmennum, vinum, kunningjum.

Þegar kynslóðir fyrr á tímum tömdu sér hugrekki, mannkosti, kurteisi, fórnfýsi, vinnusemi og fjölmargt annað virðingarvert, þá var það vegna menningar sem hafði þróazt um mjög langt skeið. Sumir vilja fullyrða að þessir kostir komi frá kristninni og Biblíunni, en aðrir telja þetta eiga sér enn eldri sögu og lengri, sem væntanlega er nær sannleikanum og veruleikanum, það var byggt uppá það sem þótti nýtilegt úr heiðnum venjum, og annað látið víkja.

Okkar nútími er 100% syndafall. Það sést bezt á því að við eigum okkur enga framtíð, sem þjóð eða manntegund, því fæðingum er að fækka svo mjög að fólkið deyr út.

Ekki nóg með það, heldur eru ungu kynslóðirnar að losa sig við allar hefðir og siði, allt virðingarvert og dýrmætt. Öll trúarbrögð líka. Þetta sést bezt á því hvaða frambjóðendur eru vinsælastir meðal ungu kynslóðanna, en það eru frambjóðendurnir sem með einhverjum hætti ögra því viðtekna, og það gera þau öll á sinn persónulega hátt, Jón Gnarr, Baldur og Katrín, sum viljandi önnur ekki. Sumir telja að samkynhneigð sé meðfædd, en áður þótti rétt að fela hana og temja sér kynhegðun fjöldans, gagnkynhneigð, eða reyna það, og fullyrðingar um að slíkt hafi skaðað samkynhneigt fólk mjög til forna er erfitt að sanna. Bezta dæmið er að fólkinu í heild fækkaði ekki til forna heldur fjölgaði. Fóstureyðingarnar sem Katrín styður eru heldur ekki það sáluhjálparatriði í lífi kvenna sem öfgafemínistar vilja vera láta. Þó eru til undantekningatilvik þegar fóstureyðingar eru framdar til að bjarga lífi kvenna, en í nútímanum er þetta tízkubylgja og talin sjálfsögð mannréttindi, og ástæðurnar hljóta því að vera léttvægar í einhverjum tilfellum, eins og sálarlíf margra og kannski flestra kvenna í nútímanum, ekki satt? Jón Gnarr er grínleikari, en sá starfsvettvangur er víst eins fjarri hugmyndum íhaldssömum um forsetann, sem áður var talið að ætti að koma úr hástéttum og vera í hæsta máta virðulegur á allan hátt og jafnvel varla að hafa of mikið skopskyn.

Með kynslóð foreldra minna fóru börn að óhlýðnast foreldrum sínum fyrir alvöru. Það fór sem sagt að gerast eftir að þjóðin varð betur efnuð og flestir fluttust á mölina, uppúr 1940.

Þetta get ég fullyrt og alhæft eftir að hafa skrifað sögu móðurættar minnar frá langöfum og langömmum til mín og nútímans. (Hún er óútgefin ennþá og kannski ekki alveg fullkláruð að vísu, en í meginatriðum unnin).

Amma mín Sigríður sagði að mamma hefði orðið "umskiptingur" eftir ferminguna, því þá fór hún að "svara" fyrir sig, eins og amma sagði, og vera í uppreisn. Ekki var hún eins viljug við heimilisstörfin og slíkt eftir það.

Ég er mjög ófullkominn og er ekki að halda öðru fram. Ég hef þurft að ala mig upp sjálfur, og því er ég mjög misþroska og gallaður, og sýni ekki dugnað nema stundum á nokkrum sviðum einsog við listina. Ingvar frændi, bróðir hans afa var mér mikil fyrirmynd.

En ég hef komizt að þessari niðurstöðu í uppeldisfræðum sem ég held að sé rétt:

Börn óhlýðnast ef þau finna minnstu smugu til þess.

Það þýðir á mannamáli, að næstum ómögulegt er að ala þau upp rétt í nútímanum, því rangar fyrirmyndir koma frá útlöndum, samfélagsmiðlum og öllum áttum.

Af því má draga aðra ályktun sem gildir fyrir ALLA menn á Vesturlöndum og á jörðinni:

Til að bjarga lífinu á jörðinni og mannkyninu þarf að snúa til baka. Uppeldið er ónýtt, menningin er hrunin til grunna. Helgiflug útrýmingar er framundan fyrir allt mannkynið á jörðinni, og líf dýra og plantna tökum við með, aðeins spurning hvenær, ekki hvort, einnig spurning um nákvæmlega hvernig.

Kannski er lausnin fólgin í kristninni, fólk hefur ýmis svör.

Málið er þetta, að börn heimta það sama og önnur börn sem þau þekkja sem alast upp við aðstæður þar sem agi ríkir ekki eða kristilegar reglur.

Þessvegna þarf að nota sömu aðferðir og femínistar. Það þarf að breyta öllu samfélaginu, minna dugar ekki.

BRICS löndin eru efnahagslega að verða sterkari en Vesturlönd, og eru kannski orðin það.

Ef fólk sem getur breytt einhverju vill taka þetta til athugunar þarf að viðurkenna að hnignun ríkir í okkar samfélögum og hversvegna.

Ég tek ekki þátt í þeirri umræðu að um sé að kenna fólki sem kemur hingað til að vinna frá útlöndum, slík umræða snýr öllu á hvolf.

Ég get alveg verið sáttur við að Jón Gnarr verði forseti landsins, eða Baldur Þórhallsson eða Katrín Jakobsdóttir. Það skiptir næstum engu í stóra samhenginu.

Það sem ég kalla eftir er þó að þjóðin snúi til baka til gamalla gilda. Það getur jafnvel gerzt í stjórnartíð Jóns Gnarr, Baldurs eða Katrínar, ef eitthvert þeirra verður forseti. Forseti er ekki einræðisherra þjóðarinnar og verður að hlusta á hvað þjóðin vill hverju sinni, og það munu þau reyna án efa - eða einhver annar, til dæmis ef Halla Hrund verður kosin.

Það sem ég er að kalla eftir er vitundarvakningu. Sem flestir þurfa að gera sér grein fyrir því að stefnubreytingar er þörf, til fortíðarinnar.

Ég hlusta ekki á það fyrir fimmaura að þetta sé gamaldags. Fyrir mér er ekkert nýtt undir sólinni.

Þeir sem hafa kynnt sér afstæðiskenningu Einsteins og skyld vísindi vita að til eru nokkuð viðteknar og mjög svo nútímalegar vísindakenningar sem hljóða uppá það að tíminn sé ekki til, heldur sé hann aðeins ferðalag í rúmi frá einum stað til annars.

Sé þetta umorðað má vita og skilja að ekkert þjóðfélagsástand er flottara en annað, eða meira í tízku, nema vegna þess að fólki hefur verið innrætt það, af æðri verum, djöflum eða guðum.

Ég hvet aðra til að fara inná þessar heimspekilegu brautir.

 


mbl.is Vonbrigði fyrir Katrínu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær grein, vel skrifuð og ansi umhugsunarverð.....

Jóhann Elíasson, 24.4.2024 kl. 07:25

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Jóhann, já ég kem inná mörg atriði sem mætti fjalla um í mörgum pistlum. Það gleður mig að þessi pistill var vinsæll, og fékk margar flettingar í dag, þetta er mikilvægt mál. Gott er að hafa kjark til að mótmæla tíðarandanum og fleiru.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 25.4.2024 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 747
  • Frá upphafi: 127443

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 536
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband