12.4.2024 | 00:37
Brynjar Níelsson er hæfileikamaður hinn mesti, og mættu margir taka sér hann til fyrirmyndar
Mér finnst það skrýtið að fólk skuli hafa mestan áhuga á að nýta hæfileika Brynjars og dómgreind sem hann hefur umfram svo marga, nema til að lýsa Eurovision! Það er nú svona eins og til að gera grín að honum, því sú keppni er nú orðinn algjör brandari, eða atriði sem fólk deilir um.
Mér finnst Brynjar vera með albeztu mönnunum í Sjálfstæðisflokknum, og hefði hiklaust viljað hann sem formann flokksins.
En það er gott að hann er ekki gleymdur og að eftirspurn er eftir honum, og hann hefur sýnt að hann er húmoristi líka, þannig að þetta gæti hann einnig séð vel um, sammála er ég því.
Brynjar getur sameinað alla þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 104
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 804
- Frá upphafi: 133350
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 592
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 81
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.