10.4.2024 | 01:19
Ómissandi ráðherrar eða laun sem enginn vill missa af?
Ómissandi ráðherrar, eða eru launin svona ofsalega spennandi því þau eru með því hæsta sem hægt er að fá, fyrir utan forstjóra á hæstu laununum? Ja, margt fólk er ómissandi í alvöru og í raun sem deyr án þess að fá að blómstra og það er sannkallað tap fyrir okkur hin. Útlendingamálin er gott dæmi um eitthvað sem ráðherrar velkjast með fram og til baka án þess að sátt fáist. Flokkar eru talsvert ósammála, og þrýstihópar samfélagsins í öfgum á sitthvorum endanum, nema mannréttindafólkið vinstramegin miklu háværara.
Í hinum hópnum fer þó fjölgandi, sem vill harðar reglur um landamæri, í samræmi við þróun annarra landa.
Þannig að langfæstir trúa því að þessi stjórn sé algjörlega ómissandi og þurfi að fresta kosningum, hafa þær ekki um vorið á næsta ári heldur haustið. "Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki" - eins og orðatiltækið segir óformlega.
Verkin sem ráðherrar vinna eru nokkuð svipaðs eðlis sama hver á í hlut, því verið er að taka við því sem fyrri ráðherrar og stjórnir voru með í undirbúningi, eða sem er á stefnuskrám flokkanna, og stórkostleg þjóðþrifaverk eru sjaldan unnin af ráðherrum núorðið, heldur er það algengt að verk þeirra séu í hæsta máta umdeild.
Jafnvel nýjar hugmyndir sem koma með nýju fólki taka oft tíma að komast til framkvæmda, ef það þá gerist yfirleitt. Þannig að ómissandi ráðherrar sem vinna þjóðþrifaverk eru sjaldgæfir, og frekar má líkja þeim við verkamenn sem bifa steinum, sumum til gagns og öðrum til ógagns.
Til eru líka ráðherrar sem eru eins og Sísýfos, sem rogast með grjótin upp fjallið til þess eins að missa þá niður aftur.
Ég held að mikilvægt sé að endurskoða manngildið og hverjir fá hæstu launin.
Mikilvægt er að hjálpa fólki sem lendir í klóm eiturlyfja og sjúkdóma, líkamlegra og sálrænna til að fá heilsu og til að það geti fengið að blómstra og lifa sem beztu lífi. Það yrði öllum til hagsbóta.
Býst við kosningum í september á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 6
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 754
- Frá upphafi: 130039
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 586
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.