Reykjavík, hið risastóra listagallerí framtíðarinnar?

Dóra Björt pírati fetar í fótspor Dags rækilega. Hún er að gera Hlemm að listasmiðju ásamt öðrum. Hlemmtorgið er mér nú svolítið dýrmætt - í minningunni að minnsta kosti. Ég hef aldrei átt bíl þannig að ýmsar minningar tengjast staðnum.

Ég man eftir pönkurunum á Hlemmi um 1980. Skrýtin hasslykt lá þar oft í loftinu og það sem oft gleymist er að þá var strætó mikið notaður. Áður en mathöllin opnaði voru þar verzlanir, ljósmyndari og sölustarfsemi og þjónusta ýmis.

Mér fannst Íslandi öllu fara aftur eftir 2000 þegar alþjóðavæðingin kom með fólk allra landa á klakann. Þá hvarf innileikinn og fólk fór að leika leikrit sýndarkurteisinnar, fór að setja upp svipleysið og flýja til útlanda, þessi stóri fjöldi sem maður kannaðist við.

Sjálfstæðisflokkurinn er að sjálfsögðu sekur um þetta eins og flestir flokkar. Þar sem gróðinn er, þar eru (Ó)sjálfstæðismenn. Sönn þjóðrækni heyrist í ræðum, en tilheyrir ekki íslenzkum veruleika. Hrunið sjálft, 2008, hefði ekki komið til án alþjóðavæðingarinnar.

Íslendingar eru sveitalegir kjánar sem trúa heimstízkunni, sér til óbóta. Eftir því sem við reynum að verða stórborgarlegri verðum við kjánalegri.

Það eru ýmsir kostir við fjölmenningu, en að glata sakleysi hins einsleitna samfélags er nokkuð sem má taka með í reikninginn.

Fyrir mér er Reykjavík orðin nokkuð framandi fyrirbæri, og fyrir mér verður hún sífellt meira framandi. Ég finn nefnilega mjög sterklega fyrir sterkum tökum Dóru Bjartar og Dags og Einars. Þetta fólk er ekki eins og sjálfstæðismenn sem leyfa öðrum að fara sínu fram, þetta fólk vill skipuleggja umhverfi sitt og hafa áhrif á það, og minnir það á gríska og rómverska einvalda fyrir ævafornu í mannkynssögunni, eða þá egypzku sem vildu eiga um sig dýrmæta minnisvarða.

Þegar frænka mín, sem er listakona, hélt listasýningu fyrir fáeinum árum settist ég inn á (erlent) kaffihús, þar sem aðeins enska var töluð. Ég verð að segja að ég heillaðist nokkuð, maturinn var góður og útsýnið yfir götuna, Skólavörðuholtið. En mér leið eins og ég væri í útlöndum.

Þessir staðir bera oft útlend nöfn. Enska er töluð. Fátt minnir á Ísland. Það er kannski allt í lagi. Ég er ekki endilega að nöldra heldur að lýsa þessu. Ég hreifst í sannleika af því hvað allt var þarna flott, ólíkt subbuskapnum sem var hér áður í Reykjavík, þegar göturnar voru stútfullar af tyggjóklessum og sígarettustubbum og jafnvel glerbrotum eftir bjórdósir og brotnar gosflöskur. Þannig var Reykjavík æsku minnar.

En Reykjavík er mikil geðklofaborg, því húsin eru frá ýmsum tímum og með allskonar útlit og ásigkomulag. Maður er hættur að finna sig í Reykjavík. Hún er samansafn ólíkra eininga með engan heildarsvip eða menningu, nema plastmenningu.

Sumt er flott, annað subbulegt, fullt af veggjakroti, sum hús mega muna sinn fífil fegurri, önnur alveg ný, en þetta er ekki okkar borg, heldur Dags borg. Þetta er einsog risastór skrautfjöður Dags B. Eggertssonar þótt hann sé farinn frá, hans andi lifir þarna enn, Dóra Björt og Einar eru hlýðnispök og virkilega hrifin af hans arfleifð og stefnu.

Embættismenn eru orðnir virkir og allt leikur í höndum þeirra. Leikföngin eru húsin og fortíðin, framtíðin, nútíðin. Þetta er skapandi kommúnismi.

Ég hef eiginlega allt mitt líf verið listamaður. Samt er ég ekki á þeim stað að segja að listin sé fyrir listina, að hægt sé að gleyma sér í algleymi hrifningarinnar yfir list sem ekki hefur merkingu eða þjóðfélagsskírskotun.

Listin finnst mér að eigi að hvetja til góðra verka. Hún þarf ekki að vera fyrirferðarmikil. Nóg er að hún gleðji og vísi rétta leið.

Mér fannst það gott í gamla daga þegar allir kunnu sömu dægurlögin. Það vakti samkennd, og stuð.

Þessi hámenningarborg Dags og eftirmanna hans er furðulegt fyrirbæri. Á þetta að trekkja fleiri ferðamenn til landsins?

Hverskonar túristar sækja svona borgir heim? Ætli það séu ekki ákveðnar manngerðir sem eru mikið fyrir menningu og listir?

Vinstrimenn og jafnaðarmenn hafa verið sigursælir á Íslandi síðastliðin 40 ár, ég verð að gefa þeim það, og ég er óspar á það hrós sem mér finnst fólk eiga skilið, hvort sem ég er sammála stefnunni eða ekki.

Þegar ég gef út hljómdiskana mína á vinyl verða þeir væntanlega meira að skapi vinstrimanna, femínista og jafnaðarmanna. Þótt ég muni nota "demó"upptökur þá mun ég velja lög sem falla meira í kramið hjá Dóru Björt, Degi og öllu því fólki. Ég samdi nóg af þannig efni líka allan minn feril, og geri enn.

Leitt finnst mér bara að hljómplatan "Kata rokkar" sem ég gerði 2019 sé ekki komin út ennþá. Þar leyfði ég mér að vísu að gagnrýna fóstureyðingar, en hverskonar menning er það sem er einhliða og þolir ekki gagnrýni? Hverskonar list er það sem þolir ekki allskonar listamenn, og líka þá sem gagnrýna?

Jú, þannig þjóðfélag er einhverft og meðvirkt, og fer til glötunar án þess að manni leyfist að benda á það.

 


mbl.is Listakjarni verði við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað ertu að segja drengur syngurðu sjálfur þar, fæst verkið ekki leikið á útvarpsst? Eins og Kötukvæði voru vinsæl í eina tíð,þá meina ég textana sem hljómuðu svo vel þegar allir tóku undir.Ég er viss um að þú lumar á mörgu góðu,stórasti strákurinn minn kannast við þig úr M.K. Kíkjum á ef þú vilt selja.Með góðri kveðju.  

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2024 kl. 03:32

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill Ingólfur, -virkilega skemmtileg lesning. þú kannt vel að plægja tímann með orðum.

Flestir eru listamenn inn við beinið en þeir eru fáir sem ná að gera listina að atvinnu, -og ekki alltaf endilega bestu listamennirnir.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2024 kl. 07:10

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir ágæt innlegg. Helga, já ég sel diskana mína. Eins og ég sagði Jóhanni hérna, gefðu upp netfangið, þá skal ég láta þig vita hvaða diskar eru til og bankaupplýsingar, er sanngjarn og sel þetta á 2000 krónur stykkið, það er gamla verðið. Mér þætti gaman að tengjast syninum eða þér á Facebook, halda kunningsskap við fólk úr M.K.

Beztu kveðjur, Ingólfur.

Ingólfur Sigurðsson, 8.4.2024 kl. 11:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll búin að skrifa runu hér en allt þurrkaðist út fyrir klaufaskap.Umræddur Mk..ingur Krissi er ný kominn frá Flórida bíð eftir að hann komi í heimsókn. já Facebook er mér vel kunn en þreytist mikið að vera þar en Jónína dóttir mín M.k.ingur er þar mikið. Fer af stað fljótlega.MB.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2024 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 672
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband