Fleiri en listamenn sem fá ekki laun fyrir vinnu sína

Mér hefur verið bent á það að óréttlæti hafi það verið gagnvart mér þegar ég hef verið að spila á tónleikum eða í partýjum frítt, og selja diska mína ódýrt, og kann ég þeim beztu þakkir fyrir sem vilja borga eða jafnvel borga vel. Tónlistarmenn sem eru ekki orðnir landsfrægir þannig að þeir lifi á list sinn fá oft að heyra það að ókeypis spilamennska sé kynning. Þannig að maður trúir því og ástandið breytist ekkert, áratugum saman. Þegar maður er að selja lítið yfir langan tíma af hljómdiskum finnst manni það enginn gróði og maður gefst upp, nennir hvorki að láta endurútgefa þá né að gefa út nýtt efni. Það er þetta sem Lilja Alfreðsdóttir hefur verið að benda á og berjast gegn, að listamenn gefist upp, frábært hjá henni.

Ég er ekki langskólagenginn. Eitt af því sem fólk lærir sem fer menntaveginn er að krefjast alltaf launa fyrir vinnu sína - nema í sérstökum tilfellum. Einnig er kunningjastuðningur menntasamfélagsins til að hjálpa, þar eru allir eins, að þetta gengur útá launin að miklu leyti.

Páll Vilhjálmsson hefur oft og mikið fjallað um RÚV og spillingu tengda RÚV eða Blaðamannafélagið og eitthvað svipað. Ég hef eiginlega ekkert skipt mér af því, en vissulega er það rétt að aðhald er nauðsynlegt fyrir þá sem segja fréttir að atvinnu.

En eins og ég hef rakið í pistlum, 1% mannkynsins á 99% auðævanna. Það er greinilega ofrausn og það fólk er gjörsamlega ofmetið, eins og sá ofurauður.

Það er staðreynd en ekki samsæriskenning að vestræn menning byggist á glæpum, eyðileggingu á náttúrunni, blekkingum, rangfærslum, falsfréttum...

Eins og Dylan söng um 1983, peðin komast í kast við lögin en stórlaxarnir fá virðingu og ríkidæmi. Ekkert réttlæti í raun.

Blaðamannastéttin á í vök að verjast, vegna Google og samskiptarisanna.

Ef maður á að spá um framtíðina hlýtur tvennt að vera mögulegt: Annaðhvort styrkjast hefðbundnir fjölmiðlar og risarnir verða veiktir eða dæmdir úr leik, Meta og allt hitt. Eða þá að hefðbundnir fjölmiðlar minnka þannig að þeir leggjast eiginlega af.

En það eru mjög miklar líkur á því að kreppan sem hefðbundnir fjölmiðlar eru í sé ekkert að minnka, einmitt vegna þess að tæknibyltingarnar halda áfram að koma, og bætast við. Fjórða iðnbyltingin, hún er letibylting. Hún býr til enn fleiri letingja, atvinnuleysingja, öryrkja og sérfræðinga í engu, sem jafnvel nenna ekki að mennta sig.


mbl.is Vill fá laun fyrir formennskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 667
  • Frá upphafi: 127210

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband