5.4.2024 | 02:32
Síðustu geirfuglarnir og heimsmynd sem breytist
Í tilefni af Nató-afmælinu gerðist sá sjaldgæfi atburður í sjónvarpi núorðið að það var tekið ör-viðtal við herstöðvaandstæðing og Natóandstæðing, og þar kom fram þetta sem mætti oftar heyrast, að viðkomandi taldi að það sama gilti um kalda stríðið og núverandi stríð í heiminum, að hlutleysið sé betri vörn en Nató-aðild og Nató-stuðningur.
Það hefur nú tíðkast mjög lengi að orð manna hafa mismikið vægi eftir því hverjir þeir eru. Þó er ég ekki frá því að það sé eitthvað á undanhaldi og meira sé farið að taka mark á fólki eftir því hversu rétt það er sem haldið er fram frekar en hvaða stöðu það gegnir.
En allir vita hvaða skoðun Björn Bjarnason hefur á þessu eða aðrir dyggðir Nató-stuðningsmenn, en þótt fólk fullyrði í RÚV að Nató sé á blússandi siglingu og eflist og allt það þá er ég ekki svo viss um það. Áður hefur RÚV verið á villigötum með boðskap sem ekki er fjöldans heldur lítils bergmálshellis.
Norðmaðurinn Jens Stoltenberg er hluti af landi sem gjörbreyzt hefur vegna innflutnings fólks frá ýmsum heimshornum. Hans lausn felst í að hanga í pilsfaldinum á Nató-stríðskvendinu mikla. Það er þó skammgóður vermir eða lausn á öllum þeim samfélagslegu vandamálum sem fylgja fjölmenningunni, en það er lausn fyrir einfalt fólk sem vill trúa á einfaldar lausnir.
Almenningur í Bandaríkjunum glímir við fátækt og þar á bæ eru margir orðnir hundleiðir á Nató og að Bandaríkin þurfi að vera ofaní hvers manns koppi til að vera lögregla heimsins, það kostar sitt. Sannleikurinn er sá að heimsmyndin er orðin flóknari þrátt fyrir gríðarleg útgjöld Bandaríkjamanna í Nató, og BRICS er ein helzta birtingarmynd þess.
Evrópa er heimsálfa sem er hrunin í raun, hvað varðar mannfjölda og menningu. Evrópa er rústir einar, því fólkið er að deyja út og menningin að hverfa. Rán og gripdeildir er það sem sjá má, og yfirtöku og sigur aðkominna.
Jens Stoltenberg kemur með gamlar krataklisjur og nýfrjálshyggjuklisjur. Evrópa er veikari í Nató og Bandaríkin eru veikari í Nató. Hvert land í Evrópu væri sterkara eitt og sér, og þótt Bretland hafi lent í örðugleikum vegna útgöngunnar úr ESB, þá var það stórt skref sem gæti vel borgað sig síðar meir.
Ég tek undir með Nató-andstæðingnum í viðtalinu, að friður fæst ekki með stríðsbandalögum þótt þau séu ranglega kölluð varnarbandalög.
Myndir voru sýndar frá mótmælunum þegar Ísland gekk í Nató. Vel má finna að andstaðan við Nató er enn til staðar á Íslandi, þótt Vinstri grænir hafi nú gerzt að minnsta kosti tvöfaldir í roði með framgangi Katrínar formanns í þessari ríkisstjórn í því máli.
Bandaríkin og Evrópa sterkari saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 701
- Frá upphafi: 133247
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 504
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.