3.4.2024 | 00:55
Þríeykið sem kannski mun berjast, Katrín, Jón Gnarr og Baldur
Er ekki tími Jóns Gnarrs sem pólitíkusar liðinn? Er ekki líklegra að vinstrafólkið vilji heldur Katrínu eða Baldur sem forseta? Er ekki meiri sátt um þau tvö?
Sennilegt að Katrín bjóði sig fram, verði forseti, (eða Baldur eða Jón Gnarr), boðað verði til alþingiskosninga í haust, vegna þess að samheldnin er öll á yfirborðinu hjá stjórninni, undir niðri kraumar óánægja. Þrennar kosningar, biskup, forseti, ríkisstjórn.
Það eina sem heldur aftur af Katrínu er sennilega hættan á að stjórnin springi án hennar. Hvaða gagn er að halda því saman sem er svo trosnað og að falli komið?
Hvaða heiður er eftir í þessari ríkisstjórn? Segir það ekki söguna alla að Vinstri grænir hafa misst fylgið niður í 6% og Sjálfstæðisflokkurinn líka orðinn minni en oftast áður?
Ef Baldur Þórhallsson verður forseti eða Jón Gnarr, þeir hafa svo sem mikið persónufylgi báðir og Katrín helzt gæti ógnað þeim, þá mun þessi ríkisstjórn tæplega fá góð eftirmæli. Kannski myndi hún fá skárri eftirmæli ef henni verður slitið og boðað til kosninga í haust, og ég held að það sé vilji landsmanna flestra, miðað við lítið fylgi hennar.
Ég er hættur að skilja þrjózkuna í þessu fólki að halda áfram í óvinsælli ríkisstjórn. Þau lifa í sínum eigin heimi og segja ríkisstjórnina hafa starfað vel saman og ekkert sé að. Þau álíta að sé sama lygin sögð nógu oft, og séu þau sjálf nógu raunveruleikafirrt þá geti þau breytt raunveruleikanum og fólkinu sem vill koma stjórninni frá, mjög stór hluti Íslendinga, meirihlutinn jafnvel.
Oftast hafa þó stjórnmálamenn unnið sig upp í áliti hjá almenningi með því að viðurkenna lélega stjórnsýslu hjá sér, með því að segja af sér og breyta sér.
Hvort álítur Katrín að tilgangur sinn sé að þjóna fólkinu eða drottna yfir fólkinu og hljóta persónuvinsældir fyrir (sem nú eru orðnar mun minni en áður)?
Það sem ég skil ekki er þetta, hvernig ættu Vinstri grænir að fá mikið fylgi á einu ári, með því að þrauka í ríkisstjórninni í eitt ár í viðbót? Hvað geta þessir pólitíkusar gert fyrir fólkið til að auka vinsældir sínar?
Maður sér þríeyki teiknast upp sem gæti tekið forystu í vinsældum, Katrínu J., Baldur Þ. og Jón Gnarr. Arnar Þór Jónsson hefur fylgi úr hægraliðinu og hlýtur að veita þeim talsverða samkeppni. Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf betri kosningu en skoðanakannanir sýna og hans fylgi gæti verið vantmetið einnig þannig. Katrín, Gnarrinn og Baldur eru öll að fiska á sömu vinstrimiðunum þannig að þau hljóta að ræna atkvæðum og kjósendur hvert frá öðru en varla frá Arnari Þór sem er á hinum endanum á litrófinu, hægramegin.
Katrín er kannski skásti kosturinn fyrir hægrafólk af þeim þremur og því mun hún fremur fá fylgi hvaðanæva að frekar en hinir tveir, og jafnvel sigurstranglegust allra.
Tími Ástþórs er þó virkilega kominn núna, finnst mér, því Úkraínustríðið og Gazadeilurnar sýna okkur fram á mikilvægi hans sem forseta og boðbera friðar í heiminum. Ekki virðist þó almenningur á Íslandi fatta þetta enn.
Það væri hugleysi af Katrínu að hella sér ekki í slaginn, og varla gróði fyrir Vinstri græna að þrauka í skipi sem er alveg að sökkva, og fólk vill nýtt.
En hvort sem hún býður sig fram eða ekki eru mjög miklar líkur á húmanískum forseta á borð við Baldur eða Jón Gnarr.
Jón Gnarr býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 146
- Sl. sólarhring: 184
- Sl. viku: 715
- Frá upphafi: 127151
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 536
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.