Hin raunverulegu X-skjöl Svíþjóðar? Magnús Skarphéðinsson er sá sem safnað hefur slíkum gögnum á Íslandi

Það er ánægjulegt að fleiri þjóðir en Bandaríkin haldi svona frásögnum til haga. Þær eru víst til í öllum löndum, og sumir túlka álfasögur og huldufólkssögur sem sögur framandmannvera.

Eitt sinn kynntist ég Magnúsi Skarphéðinssyni, sem er áhugamaður um allskyns dulræn málefni og landsþekktur sem slíkur. Einnig komst ég að því að hann er sá Íslendingur sem er einna fróðastur um fljúgandi furðuhluti á Íslandi eða við Ísland. Ekki nóg með það heldur hefur hann með skipulögðum hætti safnað frásögnum fólks af þeim atburðum. Hann er alltaf fenginn í fjölmiðlana til að tjá sig þegar sjónvarpsstöðvarnar eru með þetta í fréttum. Hann er einn helzti opinberi og landsfrægi talsmaðurinn um þetta.

Ég hvatti hann til að gefa út bók um þetta og svo hef ég hvatt hann til þess aftur þegar við höfum hizt. Það mun hafa verið lengi í bígerð hjá honum og vonandi verður úr því. Þessar frásagnir sem hann á gætu fyllt meira en eina bók, en hann vill gera þetta vel.

Hér í fréttinni kemur fram að fólk telji sig hafa heimsótt tunglið og Júpíter. Það mun vera rangtúlkun. Það lærir maður sem Nýalssinni. Ég kynntist Magnúsi Skarphéðinssyni einmitt í sambandi við áhuga okkar á dulrænum málefnum og að báðir höfum við tengsl við Félag Nýalssinnar, byrjuðum þar ungir, hann þó á undan mér og því ekki á sama tíma heldur með margra ára millibili.

Kenningar dr. Helga Pjeturss eru nokkuð víðfeðmar og því er ekki hægt að gera þeim öllum skil í stuttum pistli eins og hér. Þetta með tunglið og Júpíter er þó nokkuð mikið á hreinu hafi maður lært þau fræði.

Draumakenning dr. Helga Pjeturss eru kannski miðjan í hans fræðum. Hún útskýrir sambönd lífvera í geimnum, "draumur eins er ævinlega vökulíf annars, sem einhversstaðar er vakandi í geimnum," eins og er nokkurnveginn orðrétt haft upp úr bókum hans.

Eins og sú kenning kemur inná þá eru rangtúlkanir algengar í draumum. Þegar fólk telur sig dreyma skyldmenni er í raun um aðra einstaklinga að ræða, sem hafa svipað útlit, en draumþeginn breytir útlitinu með skynjun sinni og vökuvitund, og telur að um sitt skyldmenni sé að ræða, eða sama umhverfi og þekkt er úr vökuvitundinni.

Dr. Helgi Pjeturss skrifaði um það í Nýal áður en flestir aðrir höfðu gert sér fulla grein fyrir því, að tunglið væri ekki byggt mönnum og að kenningar um Marsbúa eða tunglbúa væru sennilega þvæla. Þetta reyndist rétt. Skurðina á Mars taldi hann einnig tilkomna vegna þurrka, og sprungins landslags, sem einnig reyndist rétt. Þetta skrifaði hann í upphafi 20. aldarinnar, og þetta var staðfest síðar af fleiri vísindamönnum.

Á sama tíma og dr. Helgi Pjeturss efaðist um tilvist Marsbúa, og var nokkuð viss um að þeir væru ekki til, var fólk almennt skíthrædd við Marsbúa, sérstaklega á Vesturlöndum þar sem reyfarar um slíkt höfðu komið út.

Leikstjórinn snjalli Orson Wells vakti einna fyrst athygli með útvarpsleikriti sínu, "Innrásin frá Mars", sunnudagskvöld eitt í október 1938, í New Jersey í Bandaríkjunum.

Ofboð og skelfing greip um sig meðal fólks sem taldi þetta fréttir en ekki leikrit. Svo raunverulegt var þetta. Ýmsir flúðu heimili sín og keyrðu út í óbyggðirnar til að flýja frá Marsbúunum.

Þessi skelfing sem greip um sig meðal fólks árið 1938 út af leikriti um Marsbúa sýnir múgæsingu. Hún sýnir og sannar enn fremur að almennur ótti var við Marsbúa á Vesturlöndum, og ekki bara það, heldur virðist stór hluti fólks hafa trúað á að þeir væru til.

Aldrei kom það svo til tals meðal málsmetandi manna á þeim tíma að Júpíter væri byggður mönnum, enda gasrisi, en þarna í Svíþjóð eru einhverjar slíkar frásagnir eins og kemur fram í fréttinni. Slíkt töldu vísindamenn þó fráleitt og því er víst að dr. Helgi Pjeturss hefði aldrei tekið það í mál að Júpíter væri mannabústaður neinn.

Nöturlegt er til þess að hugsa að þessi rökfasti og skynsami maður, dr. Helgi Pjeturss var þó talinn klikkaður af sumum fyrir að halda því fram að geimurinn væri allur fullur af lifandi verum, bara miklu lengra í burtu. Þeir fordómar sem hann mætti fyrir þær kenningar voru eins heimskulegir og að trúa því að tunglið eða Júpíter væri byggt fólki. Enda hefur það komið í ljós að líkurnar á lífi órafjarri jörðinni eru sífellt að aukast eftir því sem fleiri reikistjörnur finnast með sólstjörnunum fjarri.

En samkvæmt Nýalsfræðunum eru það rangtúlkanir þeirra sem skynja þetta sem telja sig hafa farið til tunglsins eða Júpíters. Það munu vera fjarreikistjörnur annarsstaðar sem kannski bera svipuð nöfn, og sýngjafarnir hafa því veitt upplýsingar sem þannig eru ranglega túlkaðar af sýnþegunum.

Það gleður mig að almennur áhugi er á þessu eins og fréttin ber með sér. Íslendingar urðu þó forystuþjóð í þessum málum þegar dr. Helgi Pjeturss fór að rannsaka þetta, en snillingar eins og hann eru ekki á hverju strái, og því ekki auðvelt að halda áfram á þeirri sömu braut, en það hefur verið reynt í Sálarrannsóknarfélagi Magnúsar Skarphéðinssonar, í Félagi áhugamanna um stjörnulíffræði, sem Atli Hraunfjörð stýrði með sæmd lengi, en hann er látinn, og Félagi Nýalssinna sem enn er starfandi, upprunalega félaginu sem var stofnað 1951.

X-files var þýtt sem Ráðgátur í RÚV, og sýndar frá 1993 - 1997, en frá þeim tíma á Stöð 2. Það voru fyrirtaksþættir um þessi málefni, þótt þeir hafi verið nokkuð ýktir á köflum, en þeir gerðu þetta að tízkufyrirbæri meðal fleiri einstaklinga, og vöktu mikinn áhuga á þessum málefni.

Margir efast um að geimverur séu til, en við erum geimverur. Það er því ekki gott orð yfir aliens, en það enska orð þýðir útlendingur eða framandvera. Því er betri þýðing að kalla þetta framandverur, eða geimverur eða utanheimsverur.

Dr. Helgi Pjeturss var mjög rökfastur maður, en hann fór að rannsaka mál sem fólk hló að og efaðist um, eða taldi að yrðu alltaf á sviði trúarbragðanna. Hann var því einnig mjög hugrakkur maður, að veigra sér útá það svið.

 


mbl.is Skjalasafn hins óútskýrða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Innsláttarvilla varð. Draumþeginn breytir útliti þess sem hann dreymir með svefnvitund sinni átti þetta að vera.

Ingólfur Sigurðsson, 1.4.2024 kl. 00:38

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Athyglisverð grein.

Birgir Loftsson, 1.4.2024 kl. 09:56

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flott grein, sem inniheldur stórmerkilegan fróðleik og væri ráð fyrir einhverja að kynna sér þessi málefni nánar...

Jóhann Elíasson, 1.4.2024 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 808
  • Frá upphafi: 133753

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 629
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband