26.3.2024 | 00:43
Gæðakröfur nútímans? Gróðahyggja? Mansal?
Það hef ég heyrt frá fleirum en Magnúsi sem hér bloggar að húsbyggingar nú til dags séu ekki eins góðar og þær voru. Það sama sagði mér og öðrum í hóp maður sem vann við svipuð störf en er nú kominn á eftirlaun.
Maður spyr sig: Hvers vegna er verið að rífa gömul hús vegna rakaskemmda úr því að ný hús standast ekki slíkar gæðakröfur?
Við sem erum fátæk hlýðum ambáttum alþjóðavæðingarinnar og þrælum hennar, fólki sem hefur notið langrar skólagöngu og hefur gengið inní viðurkennd og vel launuð störf, það fólk er yfir okkur hafið og gegnir veigamiklum embættum. Þetta sýnir hversu ófrjálst Ísland er og allir Íslendingar. Mínar skoðanir eru veigalitlar einsog annarra Íslendinga. Sama má segja um skoðanir 99% Bandaríkjamanna eða Evrópubúa, þeir eru ekki hluti af Elítunni, þessu eina prósenti sem er forríkt og stjórnar heiminum. Svona er óréttlætið. Svona er vestrænt "lýðræði".
Þar við bætist að fólk í sæmilega góðum embættum veit að það má ekki tjá skoðanir sem eru útfyrir boxið. Þá missir það vini og vinkonur á Facebook. Það er eitt fyrsta skrefið í þeirri skriðu sem byrjar að velta og endar með allsherjar útskúfun og ógæfu, óvinsældum innan fjölskyldu og vinahóps, færri atvinnutækifærum og fleira af því taginu. Við lifum ekki í sérlega geðslegu þjóðfélagi, sem þýðir ekki að Rússland þurfi að vera skárra með pútínsku einræðinu sem þar er.
En spurning vaknar. Ef maður tæplega eða ekki má tjá sig um stóru málin nema vera á rétta kúgunarvagninum, þeirra sem eru PC, í liði pólitískrar rétthugsunar, hvernig verður þetta um litlu málin, verður maður ekki líka að vera sammála þar?
En að öðru. Ég var að horfa á Silfur (Egils) og eftir þáttinn þar sem mest var talað við konur í seinni hlutanum finnst mér ég alltaf verða sáttari og sáttari við stjórn kvenna og stjórnmálaþátttöku þeirra. Ekki vegna þess að mér finnist allt fullkomið í nútímanum, nei, miðað við að þær eru að vinna úr spilum sem aðrir hafa gefið þeim. Þessir karlmenn sem eru eftir eru eins kvenlegir og þær og enginn munur er á stjórnsýslu karla og kvenna lengur. Þetta eru allt lömb sem jarma við jötu gjafara sinna og jarm þeirra er ekki mannlegt heldur dýrslegt, þetta er fólk sem engu ræður, og mennskan því horfin, mannleg reisn eða mannlegur vilji eða frjáls vilji, en er það konum að kenna eða þeirra stjórnsýslu? Nei, alls ekki. Rótanna verður að leita lengra aftur, áður en kvenréttindahugtak nútímans fór að mótast uppúr 1700.
Þetta er einsog að hata Evu fyrir að bíta af eplinu sem höggormurinn bauð henni að bíta af. Eðli kvenna og karla er syndsamlegt, það var vitað fyrirfram.
Ég fór í andstöðu gegn kristni þegar ég fattaði þetta augljósa að Guð Biblíunnar vissi þetta, hlaut að vita þetta. Lögmál Murphys var þannig gilt þegar á tímum Adams og Evu, sem er svohljóðandi:"Allt sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, því Murphy er ekki í bænum."
Ég þekki guðfræðinga og sannkristna menn sem eru góðir vinir mínir og við hittumst í afmælum hver hjá öðrum, og þeir veigra sér oft við að svara þessari guðfræðilegu spurningu, eða koma með fræðilega langloku sem drepur þessu á dreif: Ef Guð veit allt, vissi hann þá ekki að Eva myndi bíta af eplinu? Jú, augljóslega!
Getur maður trúað á slíkan guð sem leikur tveimur skjöldum og kennir óvini sínum um allt? Satan er ekki eiginnafn í Biblíunni, heldur merkir orðið einfaldlega andstæðingur, það er almennt orð yfir andstæðing.
Það má alveg kommenta hjá mér, þeir sem geta komið með andmæli sem virka, eða virka ekki.
Annaðhvort er guð Biblíunnar ekki algóður eða alvitur. Það segir rökfræðin, eða ekki hinn eini guð tilverunnar.
Önnur skemmtileg röksemd sem hrekur að hann sé eini guð tilverunnar er þessi:
Af hverju var hann að banna fólki að trúa á aðra guði? Er það ekki viðurkenning á tilvist annarra guða? Það lítur út fyrir það.
Kvenhatur er eins barnalegt og karlhatur. Maður á ekki að hata meðbræður eða meðsystur. Hinsvegar er hatur allt skiljanlegt einsog aðrar tilfinningar. Það gegnir hlutverki sínu, og bendir manni oft á óréttlæti sem maður verður fyrir eða aðrir.
En alþjóðavæðingin gefur okkur ekki gæði heldur hnignandi gæðastaðla. Bloggarinn Sigurður Þorsteinsson skrifaði pistil þar sem hann blandar saman kröfu um íslenzkukunnáttu og rasisma. Þetta er alls ekki það sama og á fátt skylt hvort með öðru.
Er maður rasisti ef maður gagnrýnir misgóð vinnubrögð hjá lágtlaunuðum aðilum, sem kannski eru fórnarlömb mansals, vinnuþrælkunar hjá íslenzkum fyrirtækjum? Nei, alls ekki. Þá er maður að gæta að réttindum þeirra og gæðakröfum almennt!
Rakaskemmdir í ókláruðum leikskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 140
- Sl. sólarhring: 181
- Sl. viku: 709
- Frá upphafi: 127145
Annað
- Innlit í dag: 81
- Innlit sl. viku: 531
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverður pistill að vanda, Ingólfur.
Vandamál tímann er að allir kontórar eru orðnir yfirfullir af fólki sem er í vinnu við að hafa vit fyrir öðrum á því sem það hefur sjálft engar menntun til að hafa vit á, -hvað þá forsendur.
Samkvæmt mínu ritúali þá leikur Guð tveimur skjöldum jafnvel fleirum, -en mitt er valið.
Takk fyrir áhugaverða blogg ég lít hér inn daglega.
Magnús Sigurðsson, 26.3.2024 kl. 06:30
Þakka þér innlitið og athugasemdina Magnús. Já, margan er farið að gruna að Guð (Biblíunnar) leiki tveimur skjöldum. Jafnvel biskupar og prestar hegða sér eins og sterkari sé guð heimsins en Biblíunnar, og fara eftir tízku og kröfum húmanistanna.
Þetta með yfirfullu kontórana er mjög gott. Það lýsir vel hnignun. Þetta er góð lýsing á kommúnísku kerfi.
Mér finnst þínir pistlar oft hitta í mark þegar þeir eru beittir, en hinir eru einnig ánægjulesning sem friðsamlegir eru. En gagnrýni þín hittir oft vel í mark.
Ingólfur Sigurðsson, 27.3.2024 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.