25.3.2024 | 01:26
Að elska náungann
Maður á að elska náungann eins og sjálfan sig eru orðin sem eignuð eru Kristi. Þá er spurningin, hver er náungi þinn? Orðið þýðir í rauninni "sá sem næst þér stendur", eða "af sama þjóðerni og þú", "sem tilheyrir sama þjóðflokki, ættstofni, kynstofni", samkvæmt þeirri eðlilegu skoðun að fjölskyldan skipti mestu, en hversu langt má teygja hana er annað mál. Húmanistar vilja segja að mannkynið allt sé ein fjölskylda og að allir séu manns náungar, sama hversu langt þeir eru í burtu, en það er þeirra viðbót við það sem var öðruvísi upphaflega hugsað með orðinu.
En Kristur átti auðvitað við að gyðingar ættu að elska aðra gyðinga eins og sjálfa sig, ekki aðeins fjölskylduna og sjálfa sig. Vissulega þekktist það á þeim tíma að menn flyttust á milli landa og væru í siglingum á milli landa, en það var undantekning.
Fyrir ekki svo löngu, til að réttlæta fjölmenninguna, þá voru sagnfræðingar á Íslandi uppteknir af því að segja að þjóðerniskenndin hafi verið fundin upp á 19. öldinni og hafi ekki fylgt mannkyninu frá upphafi. Þetta er auðvitað orðhengilsháttur, að hengja sig í bókstaflega merkingu hugtakanna.
Mannkynssagan snýst svo mikið um enduruppgötvun hugmynda.
Þjóðerniskenndin er nátengd ættbálkahyggjunni sem hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Þjóðernishyggjan er varla mikið meira en útvíkkuð ættbálkahyggja.
Landamærin voru ekki fundin upp á 19. öldinni og heldur ekki þjóðir. Mannkynssagan segir frá því hvernig barizt var útaf þessum fyrirbærum um hundruði ára ef ekki lengur.
Þjóðernishyggjan var aðeins einn angi af uppreisninni gegn miðöldum og hinni kyrfilegu kristni sem var rígnjörvuð niður og þjóðfélagið allt eftir henni. Þannig mætti vel segja að þjóðerniskenndin sé systir femínismans og vísindahyggjunnar, sem spruttu upp um svipað leyti, við Upplýsinguna og Endurreisnina og efldust eins og snjóboltar veltandi niður hlíð.
Kenning Jesú Krists og fræðsla hans er talsvert mikið í anda boðunar Essena. "Árin þöglu í ævi Jesú" var bók sem kom út 1984 á íslenzku, þýdd, um Essena og hvort Jesú hafi lært hjá þeim sem unglingur, og það vanti inní Biblíuna. Sannfærandi lesning og varla guðlast, heldur bók sem gerir mýtuna um Krist jarðbundnari, og Krist mannlegri.
Alla vega, þeir kenndu að elska alla, voru nokkurskonar munkar og einsetumenn í lokuðum samfélögum, og stunduðu það að tyfta sjálfa sig og aga, losna við syndsamlegar kenndir þannig. Boðskapur Krists var því ekki alveg nýr og óþekktur þegar hann kom fram, heldur það sem gúrúar voru að finna upp víða á jörðinni þá, og var kannski jafnvel miklu eldra, eitthvað sem næstum gleymt var. Sumt er svipað í kenningum Búddah og annarra frömuða trúarbragðanna.
Fyrir 2000 árum var sjálfselskan það sem stóð fólki næst rétt eins og nú. Sjálfsást er annað eins og Linda Baldvinsdóttir skrifar um í nýjum pistli, og sjálfsvirðing.
En rétt skýring á því að elska náungann er að elska samkynþáttung sinn, eða einstakling sem tilheyrir sama kynþætti og maður sjálfur og sama þjóðerni, það er upprunaleg og rétt merking orðsins og setningarinnar.
Húmanistar þykjast betri en Jesús Kristur og Biblían og trúarbrögðin, og hjá þeim kemur upp þessi ómöguleiki, að allir geti orðið jafnir og eins. Sem er glæpur gegn mannkyninu - því það rætist aldrei og getur aldrei ræzt.
Þegar Kristur eignaðist sinn fremur litla aðdáendahóp á meðan hann var á lífi (miðað við skort á samtímaheimildum hans), sem Rómverjar sáu sér loks hag í að móta ríki sitt eftir, þá hafði valdahyggjan verið við lýði mjög lengi á jörðinni, stéttaskipting, hið mikla vald kónga og drottninga og annarra drottnara.
Þannig að kristnin var vissulega nokkurskonar kommúnismi þess tíma, valdefling alþýðunnar, kvenna ekki sízt og minnihlutahópa. Það olli vinsældunum.
En ég er á því að það að elska náungann standi í nútímamönnum og miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Einnig er ég á því að það myndi bæta líf fólks mikið ef það lærði þetta sem Kristur var að reyna að kenna.
Við eigum víst að heita kristin þjóð ennþá, en inntak þeirrar trúar er víst að víkja frá fjöldanum meira og meira. Biskupsefnin þrjú eru fremur veraldlega þenkjandi hef ég heyrt, ég kannast við Guðmund Karl og hann er ágætis maður, en ekki íhaldssamur prestur frekar en konurnar tvær sem einnig koma til greina sem biskupsefni. Þannig að inntak kristninnar er varla til staðar lengur, heldur samfélagsþjónustan, að dansa með nútímanum, femínismanum, jafnaðarstefnunni.
Ég býst við að Lindu Baldvinsdóttur gangi gott til að hvetja okkur til að efla sjálfsást okkar og það er kannski líka þáttur sem verður útundan í samfélaginu, þegar fólk er alltaf að herma eftir stöðlum í útliti og sálrænu atferli.
En ég held að enn meiri sigur væri að læra að elska náungann líka. Til þess þarf að fyrirgefa allskonar gremjuefni og móðgunarefni, eða jafnvel heift áratuganna og aldanna, eða ættanna, hvað það er sem fólk er nú að burðast með og fer í taugarnar á því.
Ég held að alþjóðahyggjan rugli fólk fullkomlega í ríminu, það er að segja að fólk eigi fullt í fangi með að læra að elska náungann, að læra að elska aðra innfædda Íslendinga, skólafélaga, bankastjóra, stjórnmálafólk, þessa sem hafa andstæðar skoðanir og við...
Kynþáttahyggja getur hjálpað manni að elska náungann. Hún getur stuðlað að samkennd á milli einstaklinga sem hafa svipað útlit. Úkraínustríðið hefði verið fullkomlega útilokað ef Rússar og Pútín hefðu verið fullir af rasisma, elskað bræður sína og systur í Úkraínu svo mjög og skilyrðislaust að styrjöld hefði verið ómögulegt.
Eða svo þetta sé orðað á annan hátt: Ef samkenndin hefði verið til staðar og náð til nágrannaþjóðarinnar, ef hún hefði verið sterkari en löngun í landsvæði, völd, eða að fylgja eftir bókstafstrú, því sem kannski stendur í Biblíunni, eða rússneskri þjóðerniskennd eða úkraínskri. Sömuleiðis, ef rasisminn hefði tengt saman Ísraelsmenn og Palestínumenn hefðu þeir ekki iðkað að drepa hverjir aðra um svona langt skeið. Kynþáttur er atriði sem sameinar og atriði sem þarf ekki að leiða til haturs eða stríðs. Það er bölvaður áróður að svo sé.
Eða svo þetta sé orðað á annan hátt: Þetta eru allt náskyldar nágrannaþjóðir sem berjast!!! Þetta er EKKI að elska náungann!!!
En við getum líka elskað náungann sem lítur allt öðruvísi út en við sjálf. Spurningin er bara hversvegna óvildin byrjar?
Stríðin á jörðinni núna eru í þessum suðupottum, og því mikilvægt að láta þau hætta. Þetta eru svæði sem tengjast valdhöfum og valdagræðgi stórþjóðanna og trúarbrögðum.
Því legg ég til að við kjósum okkur Ástþór Magnússon sem næsta forseta. Við Íslendingar þurfum slíkan friðarhöfðingja og allur heimurinn þarf slíkan leiðtoga.
Ég stefndi á margt annað en prestsskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 41
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 649
- Frá upphafi: 133120
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 499
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.