16.3.2024 | 17:56
Er þetta frétt eða er þetta skemmtun?
Nýr skemmtiþáttur hefur hafið göngu sína á RÚV sem heitir:"Er þetta frétt?" Það má spyrja sig:"Er þetta skemmtilegur þáttur?" "Er þetta skemmtun?"
Þunnt er nú orðið lapið. Verið er að þylja upp hundleiðinlegar fréttir og reyna að gera skemmtiefni úr þeim! Af hverju er ekki seilzt lengra? Af hverju er ekki reynt að snúa sér að alvöru fræðslu um mannkynssögu eða allskonar fræðasvið?
Þessi blessaði þáttur minnir á Krakkafréttir. Er þörf fyrir ÖÐRUM krakkafréttatíma sem á að heita fyrir fullorðna? Hvar er þroski þjóðarinnar? Ég verð að segja að ég nennti ekki að horfa lengur á þetta þegar dýrum var breytt í stjórnmálamenn með gervigreind og spurt að því hver þetta væri! RÚV sekkur sífellt neðar í örvita barnaskapinn og menningarleysuna!
Ég man þá tíð þegar brezkir fræðsluþættir voru á þessum tíma frá BBC næstum öll kvöld. Þá voru einhver gæði á bakvið RÚV.
Annað sem mér finnst mjög gagnrýnivert við þetta eru klippingarnar á milli skotanna. Þær eru svo örskammar að þær minna á heilaþvottarefni frá kaldastríðsárunum þegar fangar voru pyntaðir með efni til að innræta þeim réttar skoðanir svo hratt að einungis undirmeðvitundin náði að meðtaka þær.
Þetta er víst í tízku núna, þessi örskot, að skipta svona hratt á milli. Síðan eru allir ofsaglaðir, en það er svo mikill gervibragur á þeirri gleði að ég verð að vitna í meistara Megas: "Afsakiði meðan að ég æli!"
Það er eins og ekkert fullorðið fólk sé lengur í landinu! Það er reynt að forheimska landann með öllum ráðum! Hvílík sóun á almannafé að halda úti svona sjónvarpi, RÚV.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 2
- Sl. sólarhring: 190
- Sl. viku: 620
- Frá upphafi: 126398
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 449
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.