Er Ísland í alvöru að verða næst á eftir Svíþjóð í helstefnuþróun Norðurlandanna?

Fyrir nokkrum áratugum var mikið rætt um sjónvarp, tölvuleiki og djammmenningu unglinganna, en það var fyrir tíma fjölmenningarinnar einsog hún er í dag á Íslandi og fyrir tíma snjallsíma og þannig ofurtækni.

Þá fór sú umræða inná þing og aðallega voru það kommúnistar og jafnaðarmenn sem höfðu áhyggjur af siðspillingu þjóðarinnar og yngri kynslóðanna. Síðan hefur margt breyzt og segja má að flóðgáttir spillingar hafi brostið, því svo margt hefur verið leyft. Til dæmis með EES samningnum frá 1992 og Schengensamningnum frá 1996.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa í seinni tíð reynt að tala þannig að þeir hafi stuðlað að skynsamlegri stefnu í flóttamannamálum og almennri breytingu á lýðfræðilegri uppbyggingu fólksins í landinu í átt að fjölmenningu, en tölurnar sýna eitthvað allt annað, að þeir hafa tekið þátt í kapítalísku fjölmenningarfylleríi meira en nokkur annar flokkur, úr því þeir hafa verið við völd svona lengi.

Eins og oft er rætt um á Útvarpi Sögu er kristnin á undanhaldi í landinu eins og kristin gildi. Kemur þar aðallega tvennt til, að ungt fólk telur að Woke-gildin rími betur við heiðin trúarbrögð eða trúleysi einhverskonar, og svo ekki síður hitt, að innflutningur fólks frá landsvæðum þar sem islam, hindúismi og fleiri trúarbrögð eru ríkjandi er mikill.

Eitt er víst, að þegar í fjölmiðlum er rætt um "ungmenni" þá er samsetningin á fólki sem gengur undir því hugtaki almennt séð önnur en hún var fyrir 40 árum. Hið venjulega ungmenni, 14 eða 15 ára, það þekkir ævinlega einhvern af erlendum uppruna og næstum allir vinahópar eru þannig blandaðir, og íslenzk, kristileg menning því ekki lengur til, hún er uppleyst og útþynnt.

Það sem meira er, gildi unglinga á fermingaraldri eru allt öðruvísi en fyrir nokkrum áratugum.

Sú umræða var nokkuð hávær þegar ég var unglingur uppúr 1980 að ofbeldiskvikmyndir einsog Bruce Lee, Rambo og fleiri væru að eyðileggja ungdóminn og búa til siðlausan ofbeldisskríl. Hinsvegar komu þá fram sérfræðingar í fjölmiðlum sem mótmæltu þessu og sögðu tölurnar ekki styðja þetta, og að svona áhyggjur eldri kynslóða væru ekkert nýtt, þannig hefði þetta verið lengi, þegar 68-kynslóðin varð til og jafnvel enn fyrr.

Síðan auðvitað eilíf umræða um áfengi og dóp, og að það væri að eyðileggja krakka.

En núna 40 árum síðar er að allmiklu leyti hætt að tala um siðspillandi áhrif, því þau eru svo margvísleg, og ekki hægt að ráða við. Femínistar hafa reynt að sporna gegn opnu interneti og klámvæðingu unglinga, en ekkert gengið. Það þarf svo hörð boð og bönn til þess að fæstir vilja að landið líkist Kína í því efni.

En hvernig má fullyrða að gildin séu öðruvísi hjá unglingum núna en fyrir 40 árum?

Ofbeldisstaðallinn hefur færzt neðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram að undirheimamenningin hefur færzt neðar í aldri og snertir nú fleiri fjölskyldur en áður. Það sem 18 ára unglingum þykir töff þykir 14 ára unglingum einnig töff.

"Góðu" börnin og þægu verða einnig fyrir áhrifum, og englasiðferði þeirra dekkist og mengast af glæpasiðferðinu úr undirheimunum sem nú er orðið mun stærra og fyrirferðarmeira en fyrir 40 árum, úr því að mistekizt hefur að stöðva stækkun erlendra og innlendra glæpagengja.

Þetta mansalsmál sem er í gangi núna tekur aðeins á örlitlum anga þessara miklu þjóðfélagsbreytinga.

Málið er að þetta er mest að kenna Íslendingum sjálfum. Þegar íhaldssemi er fórnað kemur upplausn, því íslenzk menning hefur þannig hvolfzt á 40 árum og svo firnamikið glatazt af þjóðlegum gildum.

Sumar fréttir benda til þess að neyðarástand ríki í íslenzku þjóðlífi vegna þess að uppeldið sé í molum. Agaleysi, og skortur á allskyns gömlum gildum, þetta gæti verið orðið landlægt í meira mæli á Íslandi en víða, og kannski helzt hægt að líkja landinu við Svíþjóð?

Dularfulli húsbruninn var fyrsta bókin um Fimmmenningana og Snata eftir Enid Blyton. Þá sem nú var þetta talið svo alvarlegt afbrot að ekki er bara hægt að kenna um fikti og barnaskap, heldur eiga unglingar að vita betur og hafa dómgreind eins og fullorðnir í þessum málum, og þegar unglingar eru 15 ára er um staðfestan brotavilja að ræða frekar en barnalegt fikt.

Hinsvegar er það rétt að hnupl úr búðum og fleira er tengt þessum aldri. Munurinn er sá að jafnvel börn á þessum aldri vita langflest muninn á því að kveikja í smáhlutum á víðavangi eða svona eignum. Ekki sízt vegna þess að þau byrja oft snemma á mörkum unglingsára og bernskuára að fikta svona og fá þá harðar skammir frá foreldrunum sem kenna þeim rétt siðferði.

Við höfum þó betri sérfræðinga en áður, miklu betur menntaða, og miklu fleiri sérfræðinga, þannig að stundum heldur maður að unglingar séu hættir allri ofbeldishegðun, en auðvitað er það ekki þannig.

Mannskepnan á svo auðvelt með að hverfa til hins dýrslega og frumstæða. Þrátt fyrir alla sérfræðinga og hömlur, þá er þetta þannig.

Það þarf lítið til, ekki annað en kreppu sem gerir flesta á landinu hungraða og í þörf fyrir húsaskjól og aðrar nauðþurftir, til að gera fólk almennt ofbeldisfullt.

Öryggið sem fólk býr við er falskt. Við lifum á hnífsegg og jafnvægið raskast af ýmsum ástæðum.

Þegar kristnin er nú bara notuð spari, og þegar kirkjan er orðin veraldleg djammstofnun femínísk, þá er fokið í flest skjól.


mbl.is Fimm ungmenni hafa stöðu sakborninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 85
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 744
  • Frá upphafi: 127287

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband