14.3.2024 | 02:32
Bara sé beyglaða fortíð, ljóð frá 9. desember 2019.
Einsog hún sem ekki kom,
árin í húsinu... síðasti liður...
Þú sem kannt ei kröfugerð,
kemur enn í sorg, nýr skriður?
Pólitíkin, patentlausn,
pirrandi mistökin, hikandi feimnin...
Bráðum rifið ríkið þitt,
rænir hún þig, tæknigleymnin?
Stendur hún með bárum blám,
boðandi frekjuna kvenlegu tíkin?
Hættu þá að hugsa um það,
hefur ekki sært þig bríkin?
Örþreytt sál og allt mjög veikt,
örvænting fyllir þig, sénsarnir víkja...
Rómantíkin ríkir ei,
raunar flestir mann hér svíkja.
Gleymist ég og glatast allt,
gaztu ekki hlotið þá frægð sem þú vildir?
Leiddu konur líf í þrot;
loksins sérðu: Engir gildir.
Taka yfir tíkur allt,
trúarbrögð, félagslíf, störfin og særa,
eyða stúlkur öllu hér,
ekki vilja lífið næra.
Brotinn maður, bara sé
beyglaða fortíð og krypplaðan sigur,
konur heiminn keyrðu æ
kaf í, fjandinn varð svo digur!
Einsog hún sem ekki kom,
árin í húsinu... síðasti liður...
Þú sem kannt ei kröfugerð,
kemur enn í sorg, nýr skriður?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 27
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 782
- Frá upphafi: 126190
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 571
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.