Það er staðreynd að gamldags þjóðerniskennd er sterkari í Úkraínu en víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Ástæðurnar eru sögulegar og margvíslegar, en fræðimenn þekkja þá staðreynd að fátæk ríki í vanda og spillt eins og Úkraína eru fremur í hættu að verða undirlögð af slíkum anda en önnur. Nábýlið við Rússland spilar líka stóra rullu, og frelsisbarátta ríkjanna sem slitu böndin við það eftir 1990.
Ég ætla ekki að ganga svo langt að kalla Úkraínumenn nazista, ekki frekar en að ég kalli Rússa því nafni. Þó mun rétt vera að einhverjir hópar þar geta með sönnu heitið því nafni, margir hafa leitt sterk rök til að Azovherfylkin úkraínsku séu þannig.
En til að skilja stríðið í Úkraínu þarf maður að viðurkenna sérstöðu Úkraínu, að hún er einhverskonar heitur miðdepill á milli mið-Evrópu og Rússlands. Hluti af Evrópu já, en þó bitbein og ágirndarefni Pútíns og Rússa og jafnvel Bandaríkjamanna og ESB, því auðug er hún af náttúruauðlindum.
Úkraína er hættulegt stríðslandsvæði eins og Palestína, vegna þess að hún tengist sögulega stórveldunum.
Ég hef sagt það frá upphafi að mér finnst að hermenn Úkraínu ættu ekki að þurfa að deyja í fremstu víglínu, eins og þetta er orðað í fyrirsögninni á fréttinni.
Það er of auðveld fyrir Joe Biden eða aðra stríðshauka á Vesturlöndum að segja að nóg sé að senda vopn og peninga til Úkraínu til að fría sig allri ábyrgð og þannig muni Úkraína sigra stríðið. Það er barnaleg og skaðleg einföldun.
Þetta er komið í hnút einsog gerist oft í stríðum, sérstaklega þegar þau dragast á langinn.
Bjarni Jónsson bloggari hefur leitt rök að því að Rússland sé að tapa og að Vesturlönd séu á sigurbraut. Margt er jú ágætt í þeim pistlum, en aðrir hafa litið allt öðruvísi á, og geta líka verið sannfærandi.
Mér finnst sem Úkraína sé að fórna sér fyrir pólitík á Vesturlöndum sem bæði er orðin öfgakennd og gengin sér til húðar. Ég á við Woke-dæmið og jafnaðarfasismann.
Drápið á Navalní sannfærði mig þó um að veldi Pútíns sé á fallanda fæti.
En stríð ættu að vera óþörf.
Vel má vera að Pútín sé veruleikafirrtur einræðisherra sem lifir í heimi 19. aldarinnar. Fyrirmynd hans er án efa þó miklu frekar Pétur mikli en vestrænir einræðisherrar. Rússar hafa átt blóðþyrsta leiðtoga og grimma, þannig að ekki þarf að sækja til annarra þjóða líkingar á Pútín.
En hvað er þá Selenskí? Er hann ekki blóðþyrstur og valdagráðugur einræðisherra sem bannar kosningar nema þegar það hentar honum? Er hann ekki gerspilltur og fégráðugur herforingi sem ber ábyrgð á stríði sem var óvinnanlegt frá upphafi, eða nálægt því?
Rétt einsog Hitler notfærði sér gyðingahatrið sem var til löngu fyrir hans tíð sem olíu á eld eigin valdagræðgi þannig notar Selenskí sér þjóðerniskennd Úkraínumanna til að réttlæta stríð sem er hakkavél fyrir fólkið í Úkraínu, sem fórnar sér fyrir hugsjónir um frelsi og velmegun Vesturlanda, á meðan veruleikinn er ekki Disneymynd hér á Vesturlöndum, heldur spillingarmynd og dystópían 1984 eftir Orwell öllu heldur.
Allir sem tala fyrir sigri Úkraínu hér á Vesturlöndum ættu að vita betur. Líka Katrín Jakobsdóttir. Hún ætti að vita að hún er meðvirk í stríðsmaskínu sem er samvizkulaus. Hún ætti að hafa eitthvað lært af öllum friðarsöngvunum sem voru hluti af vinstrihreyfingum áður fyrr, og eru kannski enn.
"Í draumi sérhvers manns er fall hans falið" orti Steinn Steinarr, og sú lína ein hefði átt að nægja honum til að fá Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, hvorki meira né minna!!!
Nefnilega, hann hafði verið eldheitur kommúnisti, en sá sína eigin drauma hrynja og verða að martröð. Laxness lenti í því sama og einnig með kristnina og kaþólskuna.
En svo þetta sé heimfært uppá Úkraínumenn, þá er hinn bitri sannleikur sá, að draumur þeirra um paradísina á Vesturlöndum er þeirra versti óvinur, og draumurinn um sjálfstæðið og frelsið. Þetta eru nefnilega hugsjónir sem aldrei eða sjaldan verða eins þegar þær eru fengnar og þær eru í hugskotunum þegar þær eru upphafnar í skýjamyndum.
Það getum við Íslendingar vitað. Við erum leppríki Bandaríkjanna svo að segja.
Eða eins og Pétur á Útvarpi Sögu hefur sagt, stríð verða ekki unnin á vígstöðvunum heldur við samningaborðið!!!
Hermennirnir okkar að deyja í fremstu víglínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 692
- Frá upphafi: 127235
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 524
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.