Snúum öllu á eina veginn, ljóð frá 6. apríl 2017.

Snúum öllu á eina veginn,

ástin bíður þolinmóð.

Hjálpum svo makanum móða,

mey, vörpum ei fyrir róða

því sem getur blómstra betur ætíð,

bara hina réttu þarna fæ tíð.

Endum svo elskunnar megin,

alveg nú sammála, skiljum allt góð!

 

Ennþá höllin er að standa,

ævintýrin gerast þar.

Verð að fá athygli og ástir,

aðrir svo þykist ei skástir.

Hún er feimin, masar óstyrk meira,

mína dýrkun vill ei nú um heyra.

Erum við aftur í vanda?

Aðeins það stúlkunafn virðist rétt svar!

 

Kaffihúsið, kvöldsins milda

kyrrð og það sem lærum við.

Finnum við straumana sterku?

Stöndum hjá verkunum merku?

Fæ ég kannski að lýsa mínu lífi?

Langar helzt að dvelja meður vífi.

Menntskælingsmorið að gilda?

Mun nýja parið svo upplifa frið?

 

Ein er hér sem yndi vekur,

útlit hefur býsna frítt.

Miðaldra, gömul og guggin,

girndalaus, fagmannleg, hnuggin.

Aldrei kemst ég að, vil tala núna,

elska pínulítið réttu frúna.

Hefði ég hitt þessa frekur,

heimurinn virkar enn, segðu það grýtt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Leiðrétting, eitt ð vantaði og er það innsláttarvilla, en annað held ég að sé í lagi, en svona er það þegar maður slær inn gamla texta og les ekki margsinnis yfir. 

Í fyrsta erindinu átti að standa: "Því sem getur blómstrað betur ætíð"... osfv. Góðir íslenzkumenn áttuðu sig strax á villunni. Innsláttarvilla.

Athugið að annað atriði gæti virzt sem skortur á stuðli, en er það ekki. Í fjórða erindinu stendur:"Kemst ég að, vil tala núna". Þetta er erfitt kveðskaparlega, því áherzlan fellur á smáorðið að. Hér er tvíkvæð setning, og mér var kennt að stuðla ekki svona, en ljóðið kom vegna innblásturs á sínum tíma, og mér fannst það óþægilegt að breyta svona daglegu máli. Gott er að hafa sumt leikandi létt þótt það bragfræðilega sé ekki það bezta.

Allt sem maður gerir er misgott, brestir sumsstaðar og gallar. Þetta kvæði er skemmtilegt vegna einlægninnar sem í því býr, þá lætur maður stundum ýtrustu kröfur lönd og leið. Í söng virkar þetta vel hinsvegar, því þá er hægt að leggja áherzlu á smáorðið "að" eins og manni finnst hæfa hverju sinni. Í upplestri lagast þetta einnig, hafi maður lært upplestur á kvæðum.

Ingólfur Sigurðsson, 22.2.2024 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 132934

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 438
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband