Að bæta við orðaforðann með því að lesa 50 ára bækur eða eldri er hið bezta mál

Já, slakur árangur í PISA könnun veldur mikilli sölu á barnabókum. Það er ágætt. Annars vil ég segja það að áhugi minn á zetunni vaknaði þegar ég las barnabækur með zetunni. Mér fannst hún svo flott og leiðinlegt að hún var horfin að ég vildi læra hana, sem ég gerði auðveldlega.

Það voru Bob Moran bækurnar og bækurnar eftir Enid Blyton sem án efa vöktu áhuga minn á zetunni.

Eitt sinn kom það í fréttum að bækurnar eftir Enid Blyton voru þýddar á ný og gefnar út, því þær voru sagðar á "stirðu máli". Þessu er ég gjörsamlega ósammála.

Þeir sem eru svo heppnir að eiga bækur sem eru 40 ára gamlar eða meira geta séð af eigin raun hvernig mikill orðaforði hefur fallið niður í dag sem til var þá.

Þessvegna legg ég til að þetta verði næsta átak í íslenzkunni, að hefja hana aftur til vegs og virðingar með því að orðaforðinn hjá fólki verði bættur, með því að það kynni sér eldri bækur og tali meira við eldra fólk.

Það geta allir lært zeturegluna. Hún er einfaldari en yfsilonreglan og reglubundnari að mun. Komið+sig (sik) verður komizt, verð+slun verður verzlun, ytarst (utarlegast) verður yzt, benjoin acid verður benzín. Merkilegt er að svo virðist sem framburðar d í erlendum málum hafi leitt af sér alþjóðlega zetu þar.

Zetureglan er tiltölulega auðveld ef maður lærir hana almennilega. Síðan er það hinn almenni orðaforði sem var án efa meiri hjá fólki snemma á 20. öldinni, þegar skáldskapur var elskaður, dýrkaður og dáður, en þar eru notuð sjaldgæf orð einatt. Auk þess voru starfsstéttirnar með sinn orðaforða á íslenzku og tökuorð í bland, en í dag eru ensk orð næstum allsráðandi víða þegar kemur að starfsstéttum og gúgglað er á netinu.

Málræktarátak er því alveg nauðsynlegt, að byrja aftur að búa til orð og nota þau.

En það er spor í rétta átt að sala á nútímabarnabókum taki kipp, því betra er að börnin lesi en séu í tölvunum bara og læri þar flest á ensku.


mbl.is Sala á barnabókum tók kipp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 23
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 771
  • Frá upphafi: 130056

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 602
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband