Hinn kúgaði Egill sem ekki stjórnar Silfrinu lengur en skammast útí pólitíkusa á Fésbókarsíðu sinni í staðinn

Ekki fannst mér það trúverðugt þegar Egill lýsti því yfir í viðtali í fyrra eða þar um bil að RÚV væri svo góður vinnustaður að þar væri honum ekki ritstýrt, heldur hafi það frekar gerzt á Skjá einum eða Stöð 2. Hversvegna stjórnar hann þá ekki lengur Silfrinu heldur bara Kiljunni, og verður lélegri með hverjum þætti þar? Eitthvað við þetta gengur bara ekki upp, og segir manni að hann hafi ekki verið hreinskilinn í þessu viðtali þar sem hann lýsti RÚV sem fyrirmyndarvinnustað og engri kúgun eða ritstýringu.

Annað svipað fyrirbæri er þegar sem flestir fyrrverandi og núverandi áhrifamenn (og konur) innan Samfylkingarinnar afneita því að þetta sé einhver stefnubreyting hjá Samfylkingunni, og Kristrún sjálf vill nota orðið stefnumótun, sem jú er nákvæmara orðaval, en er jafnan undanfari stefnubreytingar, sé eitthvað mark á þeim takandi í Samfylkingunni, sé þetta annað og meira en tímabundið og ómarktækt lýðskrum í þeim.

Egill Helgason er stundum mjög leiðinlegur vinstriíhaldspjakkur og hræddur um að vera kallaður rasisti þegar hann ræðst á aðra fyrir slíkt, eins og Ingu Sæland. Enda er það algengt að þeir sem ala í brjósti sér leyndan rasisma saki aðra um það af mestum ákafa.

Skemmtilegustu viðtölin í Silfrinu hafa verið þegar hann hefur espað fólk til að tjá sig á öfgafenginn hátt. Ég man efnislega þegar hann sagði í Silfri Egils fyrir meira en 10 árum að áhugi hans á öfgastefnum í pólitík (hægriöfgum og vinstriöfgum) væri fyrir honum jafn mikil fíkn og klám er fyrir öðrum. Hann sagði þetta vissulega í einum þætti í lok viðtals, þótt orðalagið hafi ekki verið nákvæmlega svona. Það er einmitt þessi áhugi sem gerði hann að góðum þáttastjórnanda sem fór ekki nákvæmlega alltaf eftir pólitískri rétthugsun, heldur ýtti fólki lengra, lengra, lengra.

En aftur að spurningunni, hversvegna er Egill ekki með Silfrið lengur?

Er það ekki augljóst að reynt hefur verið að milda Silfrið og eyðileggja það allan þann tíma sem það hefur verið á RÚV?

Er það ekki augljóst að dagskrárstjórarnir á RÚV eru með eitraða vinstriöfga yfir sér hangandi sem skemma vinnubrögð þeirra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 144
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 752
  • Frá upphafi: 133223

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband