Allskonar öfgar sig hefja, ljóð frá 1. janúar 2009.

Ég efast meðan aðrir hrópa og kalla,

ég áður sá og heyrði skrílinn tapa.

Bráður kappi fer að falla,

forsjálnin slíkum er gleymd.

Gildrurnar úti þig gleyptu,

geðinu upp víða hleyptu.

Spyrðu þig að grunnsök glapa,

gráðug var þjóðin í rökleysu teymd!

 

Nú logar þetta land í reiði og gremju,

og lætin mikil, pottar eru barðir.

Virðulegur vill þó hemju,

vaknar nú baráttan týnd.

Allskonar öfgar sig hefja,

enginn vill stríðshrópin tefja.

Hægrisinnar hrópa skarðir:

"Heyrið ei þjóðrækniskylduorð brýnd?"

 

Reiðin er líka í mér, rauð eru blómin,

réttlæti vil ég sem hinir.

Nazíska byltingin, klanska og klára,

kemur ei hingað án baráttu og tára.

Oft eru viðsnúnir vinir.

Vargarnir umsnúnu brýna svo róminn!

 

Þeir kúga margir, drepa og dæma úti,

menn dreymir um að fátt sé þannig nærri,

og þókt ég ófætt ennþá súti,

aðrir það skilja lítt, vei!

Valdir þá vegferð og liðið?

Víst kemur líka þar ryðið...

Verður ekki af því stærri,

eftir slík vonbrigði kveða þau: Nei!

 

Úrkynjuð menning vill ekki sig bæta,

með upphlaupi slíku hvar skortir mark.

Því er víða þræta,

þjark...

 

Hvað falið bíður fæstir vilja um ræða,

og flóttaleiðir ríkis, þegna duldar,

en annar guð vill engan hræða,

allt er þar sannleikur skír.

Fótboltaleikurinn fúli,

fletin þókt margskemmdu spúli,

óskir kvenna allar muldar,

ekki var þetta, fljóð dagur manns nýr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 130041

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 588
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband