Pistlar Guðbjörns Guðbjörnsonar á Facebook vekja mikla athygli

Pistlar Guðbjörns Guðbjörnssonar á Facebook, en hann er fastur gestur á Útvarpi Sögu, hafa vakið mikla athygli, og hefur hann verið sakaður um rasisma en hann hefur einnig fengið mikla öldu fylgjenda, þannig að það má með sanni segja að þarna sé kominn fram maður sem ætti mikla möguleika í stjórnmálaflokki að láta vel til sín taka. 

DV fjallar um þennan mæta mann og þjóðleg skrif hans, og eins og venjulega skiptast lesendurnir í tvo hópa, með og á móti.

Allt þetta er þekkt, að hægrafólk og vinstafólk rífst og skammast hvert útí annað. Nema hvað, að sú athugasemd sem hefur fengið flesta þumla (læk), er hægrisinnuð, (55 stykki þegar þessi pistill er skrifaður).

Hann segir að loka eigi landinu fyrir ÖLLUM innflytjendum í 5 ár vegna neyðarástands út af náttúruhamförum. FÓLK TEKUR UNDIR ÞETTA.

Þeir sem eru sammála Guðbirni Guðbjörnssyni um mikilvægi þjóðerniskenndarinnar eru fleiri en þeir sem eru ósammála honum, miðað við virka í athugasemdum á DV. Það gæti verið merki um að tími svona stjórnmálaflokks sé upp runninn núna. Kannski, kannski ekki.

Eitt sinn þótti þetta mjög rasískt, að vilja hafa Ísland fyrir (norræna) Íslendinga, en það er þó inntakið í hans athugasemd, sem fær FLESTA ÞUMLA, (LÆK). Tveir aðrir sem taka undir með honum fá einnir áberandi mikinn stuðning lesenda DV.

Nú ætla ég að spyrja: Er þetta rétti tíminn fyrir Íslenzku þjóðfylkinguna, Miðflokkinn, Frelsisflokkinn, Flokk fólksins og Sjálfstæðisflokkinn, í mesta öfgahægrigírnum sem hann getur verið í? Allir vita að Sjálfstæðisflokkurinn sveiflast í margar áttir eftir því hvaða vindar blása, það er eitt af því sem hefur gert hann að stærsta flokki landsins um langt árabil (hvað sem kannanir sýna núna, að Samfylkingin sé stærri).

En mér finnst þetta heldur betur fréttaefni og tíðindi, vegna þess að ef þetta er rétt, að almenningur sé sammála þessu, þá hefur RÚV fullkomlega mistekizt að innræta þjóðinni alþjóðahyggju og fjölmenningu, eins og hefur verið þeirra keppikefli lengi.

Litlir flokkar hafa leitað án árangurs að andliti útávið sem getur verið boðberi þjóðernishyggju. Maðurinn er fundinn, og sá maður heitir Guðbjörn Guðbjörnsson, ef marka má þá athygli sem hann fær.

Ég hef hlustað á hann á Útvarpi Sögu, og ég held að lykillinn að velgengni hans sé að hann er bæði mælskur og hóflegur, en á sama tíma fylginn sér og ákveðinn. Hann hefur ríka þjóðerniskennd, en rökstyður það sem hann segir vel, og er frekar hóflegur miðað við suma sem ganga miklu lengra en hann.

Þetta sýnir ennfremur að það getur verið eins áhrifaríkt að skrifa pistla á Facebook og í tímarit eða dagblöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 511
  • Frá upphafi: 132461

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband