6.2.2024 | 09:52
Útlendingar á Íslandi gefa almenningssamgöngum Dags B. Eggertssonar falleinkun eins og sjá má í DV
Í DV er nú grein um það sem útlendingum á Íslandi finnst megi bæta hér á landi.
Íslendingar sjálfir geta tekið undir þetta og á upptalningin erindi til margra:
1) Góð póstþjónusta á viðráðanlegu verði.
2) Vantar varahluti í bíla, tekur langan tíma að panta, verðið of hátt.
3) Vantar úrval franskra osta og þeir íslenzku eru rándýrir og með plastbragði vegna umbúða sem smita plastmengun.
4) Vantar banka sem bjóða lán á viðráðanlegum vöxtum. Vaxtaokrið íslenzka er "besta löglega svindl sögunnar".
5) Beikon, pylsur og asískur matur í takmörkuðu úrvali í búðum.
6) Lélegra kebab en í Þýzkalandi og Danmörku.
7) Ömurlegar almenningssamgöngur, of dýrt fargjald, öpp sem ekki virka alltaf, hægfara vagnar, léleg eða engin strætóskýli, Hlemmur notaður fyrir mathöll svo farþegar þurfa að norpa úti í kuldanum.
DV er kommúnistasnepill, þar tjá sig vinstrisinnaðir mikið í athugasemdum og blaðamenn reyna að draga fram þá hlið.
Þessvegna er skondið númer 7, að Dagur B. Eggertsson sem hefur verið lengi við völd í Reykjavík og er nú nýhættur skuli ekki hafa bætt strætisvagnakerfið. Reykjavík er leiðandi í strætóferðum einsog öðru, og ef gallar eru á reykvíska strætókerfinu dregur það hin sveitafélögin niður í gæðum, eða hefur tilhneigingu til þess.
Þetta eru semsagt EKKI meðmæli með Degi B. Eggertssyni og hans stjórn á Reykjavík.
Númer 1, póstþjónustan, það er til skammar að hún skuli ekki vera ódýrari og fleiri útibú opin eins og var áður, persónuleg þjónusta í stað boxa.
Við lifum á tímum þegar fólk nýtir sér erlendar vefsíður æ meira og því þarf þetta að vera hraðvirkt og sem ódýrast.
Númer 2 finnst mér sérlega skemmtilegt.
Afi minn, Jón Agnarsson, sem var með verkstæði að Digranesheiði 92, í brekkunni sem lá upp að Digranesskóla, hann kunni ráð við þessu. Í stað þess að vera alltaf að panta frá útlöndum varahluti sérsmíðaði hann varahlutina sem vantaði, með rennibekknum og allskonar verkfærum.
Að vísu skal það tekið fram að þetta var auðveldara frá 1950-1980, áður en bílar urðu tölvuvæddir og hlutirnir úr plasti með. Hann varð að hætta þessu að mestu síðustu árin þegar bílar voru orðnir tölvuvæddir og varahlutirnir enn sértækari en áður. En gömlu varahlutirnir úr frekar einföldum eða flóknum málmhlutum, mjög oft gat hann sérsmíðað það sjálfur, enda laghentur frá náttúrunnar hendi og með góða menntun í vélsmíði frá Guðmundi J. Sigurðssyni á Þingeyri sem hann lauk við á stríðsárunum.
Númer 3, frönsku ostarnir, ég tek undir það. Íslenzk ostagerð er frumstæð og mætti vera fjölbreyttari og betri. Einokunarstaða Mjólkursamsölunnar er afleit.
Númer 4, bankaþjónusta varð öll miklu lélegri eftir hrunið. Færri útibú, lengri biðraðir, og móðir mín til dæmis á erfitt með að tileinka sér að nota heimabankaþjónustuna, svo eldra fólk getur ekki allt tileinkað sér nýjungar og breytingar.
Það vita allir að matvara er rándýr á Íslandi og úrvalið lélegt miðað við víða erlendis. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lagað þetta, þrátt fyrir að vera flokkur samkeppni og sem fjölbreyttastra viðskiptahátta án hafta og reglna. Tek þó fram að stuðningur við bændur kann að vera nauðsynlegur, en mögulegt er að hann þurfi ekki að koma fram í verði, ef verð er niðurgreitt. Sterkt ríkisvald getur það auðveldlega, eins og að hjálpa flóttamönnum og eyða stórum fjárhæðum í það.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 103
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 697
- Frá upphafi: 132053
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 581
- Gestir í dag: 86
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðasta athugasemdin er góð. Vinstri menn hafa amast út í landbúnað en ef hann hverfur þá sveltur fólk, ekki alveg að tengja þarna. Varðandi almenningssamgöngur þá verða þær aldrei góðar fyrr en hætt er að hugsa 101 sem miðdepil samgöngukerfis. Reyndu bara fara úr Kópavogi upp í Grafarvog á innan við 45 mínútum. Það væri alger heppni. Ef talað væri um að fara í Urriðaholt þá líklega værirðu fljótari að ganga. Borgarlína er svo fjarri því að laga þessa galla og því peningur út um gluggann.
Rúnar Már Bragason, 6.2.2024 kl. 10:50
Takk fyrir innlitið og athugasemdina Rúnar.
Ég er sammála með margt. Það þarf að hætta að hugsa um 101 Reykjavík sem miðdepil Íslands, punktur. Í ljósi hótana um jarðskjálfta upp á 6 eða meira í nágrenni Reykjavíkur er forsendan brostin á svona gífurlegra þéttri byggð.
Hér er komin stærsta ástæðan til að dreifa byggðinni um landið sem er stórt miðað við ójafna dreifingu mannfjöldans.
Ég var ekki að hvetja til að landbúnaður íslenzkur hyrfi, alls ekki, en svona er alþjóðavæðingin. Þú ert með niðurgreidd sameignarbú í Evrópusambandinu, þar sem vélatengdar og píndar skepnur skila af sér erfðabreyttum matvælum. Jafnvel bændur í Frakklandi og annarsstaðar þarna eru hundfúlir útí landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins sem snýst um gróða og magn en ekki gæði.
Já, það þarf að laga margt, og stefna að jafnræði milli landshluta, koma upp meiri menningu og skemmtun í smærri byggðum, og skipuleggja allt landið uppá nýtt þannig að byggðin sé dreifð og fólk vilji búa víða.
Ingólfur Sigurðsson, 6.2.2024 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.