Á fyrri hluta 20. aldarinnar skrifaði dr. Helgi Pjeturss um að framvindustefnurnar væru tvær, helstefna og lífstefna, og að hann væri eini frelsarinn sem byði uppá lífstefnuna. Þetta virðist hafa ræzt hjá honum.
Rétt eins og Ástþór Magnússon talaði hann um frið og að hann vildi sameina mannkynið. Dr. Helgi skrifaði um það að mannkynið þyrfti sameiginlegt áhugamál til að sameinast um til að vilja frið, og að það sameiginlega áhugamál væri sambandið við aðrar stjörnur.
Hann stakk upp á því að fyrsta stjörnusambandsstöðin yrði reist í Öskjuhlíðinni. Hægt væri að breyta Perlunni í slíka stjörnusambandsstöð, ef íslenzka þjóðin fengi áhuga á þessu máli.
Mér hefur oft litizt vel á framboð Ástþórs, það minnir mig á framúrstefnulegan boðskap dr. Helga Pjeturss, sem ég hef virt lengi.
Dr. Helgi Pjeturss var einn sá fyrsti sem leit svona stórt á íslenzku þjóðina, að hún hefði hlutverki að gegna í heimsmálunum.
Dr. Helgi Pjeturss ritaði og talaði um það að Ísland yrði heimsótt af ferðamönnum ef slík stjörnusambandsstöð yrði reist á Íslandi. Fyrst myndu þar starfa miðlar en með tímanum kæmu þar fram líkamningar framliðinna þegar samstilling mannkynsins yrði meiri og líforkan.
Dr. Helgi Pjeturss vildi stöðva seinni heimsstyrjöldina og talaði um að styrjaldir væru eins og sóttkveikjur í líkama jarðarinnar.
Í DV er vitnað í Nostradamus í dag og hann er talinn hafa spáð því að á Íslandi yrði til leiðtogi heimsins, "ljósið frá Íslandi", og eitthvað slíkt, og Píramídaspádómar tengjast þessu líka.
Adam Rutherford var kristinn maður og spáði því að frá Íslandi kæmi leiðtogi heimsins.
Skyldi Ástþór Magnússon vera þessi "leiðtogi frá Íslandi"? Það mun varla koma í ljós nema hann verði kosinn.
Ástþór Magnússon býður sig fram á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 53
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 647
- Frá upphafi: 132003
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 540
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mitt álit er það að Ástþór Magnússon eigi EKKERT erindi á Bessastaði og þar með er ég ekki að setja út á persónu Ástþórs Magnússonar. Ég ber mikla virðingu fyrir málflutningi hans og sá friðarboðskapur sem hann boðar finnst mér mjög góður, en hann er ekki á réttum stað með þessa "baráttu", ég veit reyndar ekki hvar þessi "rétti"staður er en ég er alveg klár á því að þessi staður er EKKI Bessastaðir........
Jóhann Elíasson, 6.2.2024 kl. 08:04
Við erum fámenn þjóð og gallinn við það er að hér getur myndazt eineltisstemning, allir þekkja alla. Það er reynt að halda því fram að Ástþór sé einhver trúður eða rugludallur, en þannig myndar fjöldinn sér oft skoðun á persónum og það getur verið rangt mat.
Ég hafði trú á Ástþóri 1996 og fram yfir 2000, en svo um tíma var ég sammála þér, þegar ég var ánægðastur með Ólaf Ragnar sem forseta.
Síðan núna er ég aftur kominn á þá skoðun að Ástþór sé ágætur forseti, enda er þetta aðallega embætti manns sem er mælskur, og það er Ástþór.
Ég fékk aftur trú á Ástþór eftir að mér fannst Guðni Th. fullkominn lýðskrumari, eftir að Guðmundur Franklín náði engum vinsældum.
Ástþór lætur fólk hugsa allt uppá nýtt.
Ingólfur Sigurðsson, 6.2.2024 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.