Hinseginleikinn var til meðal Kelta og Gaulverja til forna, um Krists burð, eins og í Grikklandi til forna

Hægt er að horfa á Youtuberásir allan daginn og ekkert læra af þeim. Allavega, í gær voru girnilegar krásir í boði um Drúíða, sem reyndust svo innantómar eftir áhorfið, og ég vissi meira en sá sem um fjallaði, sem rakti allt sem fannst á netinu, en dró úr og efaðist þannig að úr varð varla neitt. Sögurás hvað?

Af málblæ þess sem las upp textann og var þulur á tveggja tíma rásinni skildist mér að hann væri andsnúinn drúízku, kristinn maður kannski, því andúð þeirra á heiðni er vel þekkt.

Það var mjög margt sem ekki kom fram á þessari Youtuberás sem ég hef lært af bókum. Þarna var vitnað í allskonar heimildir, en öðrum heimildum sleppt, og ekki reynt að draga fram sem jákvæðasta mynd af Gaulverjum heldur sem neikvæðasta, áherzlan á mannfórnir var mikil, en það er án efa einn skuggalegasti þátturinn í menningu þeirra.

En í þessum pistli ætla ég að fjalla um einn þátt keltnesku menningarinnar, sem er meint samkynhneigð sem sumir telja að hafi verið allviðurkennd, ekki ósvipað og í okkar nútíma - sem margir kalla siðspilltan, af svipuðum ástæðum.

Í einhverju bókasafni fyrir um 20 árum, það hefur verið 2005 eða um það leyti, fann ég bók um Gaulverja, Kelta og drúíða, sem fjallaði um þetta sem ég ætla að útskýra hér, en ég rannsakaði allar heimildir sem ég komst í. Þetta er ennþá meira spennandi viðfangsefni vegna þess að heimildirnar eru af skornum skemmti og drúíðarnir skildu ekkert eftir sig sem þeir sjálfir rituðu, allar heimildir eru frá öðrum sem skrifuðu um þá.

Fyrir þá sem ekkert vita um þetta þá voru drúíðarnir "keltneskir, heiðnir prestar", eins og þetta var oft útskýrt í mannkynssögubókum þegar ég lærði um þetta í menntaskóla, en það voru oft bara fáeinar setningar í þeim kennslubókum.

Betri útskýring á drúíðum er að líkja þeim við seiðmennina fornu, og galdramennina íslenzku í heiðnum sið, eða nara og valva, vittka, barða.

Allavega voru útskýringar Einars Pálssonar, sem fjallaði um rætur íslenzkrar menningar í bókum sínum, mjög góðar líka.

Hann hélt fram því rétta, að heiðnin hafi verið samfelld og margt líkt með heiðnum, norrænum og germönskum samfélögum í gegnum 2000 - 4000 ára sögu hennar.

Það var tilvitnun í fornrómverskan sagnaritara í bók um Kelta sem ég las, og umfjöllun um þessa tilvitnun. Þessi sagnaritari fyrir um það bil 2000 árum skrifaði um það að hann hefði orðið vitni að samkynhneigð meðal gaulverskra hermanna, og hann skrifaði um það fullur af hneykslun að Gaulverjum þætti samkynhneigðin eðlileg og ekkert til að skammast sín fyrir. Þetta latneska rit var skrifað áður en kristni varð að ríkistrú í rómverska heimsveldinu, en bar merki um hneykslun og viðhorf sem síðar áttu eftir að verða allsráðandi á Vesturlöndum, byggð á Biblíunni, það er að segja fullkomna fordæmingu á svona kynhneigð.

Þetta er svo sem merkilegt út af fyrir sig, því Rómverjar hafa verið taldir úrkynjaðir af mörgum síðar, og aðallega þeir sem uppi voru eftir Krists burð og fram að hruni Rómaveldis, sem heldur er ekki samstaða um hvenær varð sagnfræðilega.

En í þessari bók um Kelta las ég einnig hvernig samkynhneigð þekktist einnig meðal Forngrikkja og jafnvel að viðurkennt væri að kennarar hefðu kynferðislegt samneyti við unga nemendur sína, sem langoftast voru drengir á unglings- eða - barnsaldri. Já, menningin er margskonar, margt var í fortíðinni öðruvísi en það er nú.

Engin bannhelgi hvíldi á þessu meðal Forngrikkja, þetta var viðurkennt og talið eðlilegt.

En úr því að þetta er vitað um þjóðir sem áttu sér ritmál má spyrja sig hversu algengt og útbreitt þetta hafi verið meðal annarra þjóða og ættbálka til forna? Sennilegt er að þetta hafi verið með fjölbreyttum hætti, þannig að eitt algilt hafi ekki ríkt, sumsstaðar hafi samkynhneigð verið fordæmd en annarsstaðar ekki. Jafnvel má búast við að heiðnir menn hafi verið umburðarlyndari gagnvart samkynhneigð en þeir kristnu, því við vitum að þetta er bannað samkvæmt Tórunni, Gamla testamentinu, trúarriti gyðinga.

En ég hef velt því talsvert mikið fyrir mér hvort þetta hafi átt þátt í ósigri Gaulverja í frelsisbaráttu þeirra við Rómverja. Samkvæmt sagnfræðingum og bókum um sagnfræði var her Rómverja miklu betur skipulagður en herir Gaulverja og Kelta almennt, en hugtakið Keltar og Keltalönd nær yfir stærra landsvæði, Bretland var hluti af þeirra heimi til forna samkvæmt heimsmynd Rómverja.

Ástríksbækurnar fjalla um þetta, en Sjóðríkur seiðkarl er drúíði. Fornfranskir Gaulverjar voru næstu nágrannar Rómverja.

Ef maður sekkur sér ofaní heimildir um þetta þá gerir maður sér það ljóst að Keltar og Gaulverjar voru með sama lundarfar og einkennir nútímamenn, það er að segja losaralegt siðferði, og samkynhneigð, eða jafnvel fjölkynhneigð hluti af því.

Ég er ekki að segja að ég afsaki eða réttlæti allt sem tilheyrir hinseginsamfélaginu, því ég viðurkenni að hlutverk einstaklinganna mennsku sé að fjölga sér.

Það má bara velta því fyrir sér hversu djúpt þetta er í mannskepnunni, gagnkynhneigðin og svo fjölkynhneigðin hinsvegar, sem er allt hitt, hluti af hinseginleikanum.

En rómverskir og forngrískir höfundar lýstu Keltum einnig þannig að víða í samfélögum þeirra hafi ekki verið vitneskja um það hvernig börn yrðu til. Þessvegna var kynlíf með konum stundað eins og líkamsæfing og talið að börnin yrðu til fyrir yfirskilvitlega hjálp guðanna.

En eftir því sem maður rannsakar heimildirnar betur sér maður að þetta var ekki algilt. Keltnesk samfélög voru gríðarlega mörg og fjölmenn, sem tóku yfir stórt landsvæði á mjög löngum tíma.

Þetta er svipað og að dæma alla vestræna menningu út frá einhverjum litlum hópi sem lifir þesskonar lífi.

Höfundur bókarinnar sem ég las hélt því þó fram að þetta hafi verið einkenni á fornum og heiðnum samfélögum í Evrópu um Krists burð, fjölbreytileg kynlífshegðun.

Enn má spyrja sig hvort það hafi valdið falli keltneska heimsveldisins og keltnesku menningarinnar. Þeir misstu öll tungumál sín og alla menningu, urðu þrælar og ambáttir Rómverja, urðu að greiða þeim skatt og taka upp þeirra siði og tungumál.

Keltnesku tungumálin voru fjölmörg, evrópsku forntungumálin, en aðeins latínan lifir, í grófum dráttum, tungumál sigurvegarana, sem kölluðu Keltana heiðingja eða skrælingja, bændadurga á sínu máli.

Raunar ætlaði ég að skrifa pistil sem átti að fjalla um fjársjóði Kelta sem voru bræddir og brenndir af sigurvegurum þeirra, en miklir voru fjársjóðir þeirra.

Það er bara svo margt áhugavert í þessu söguefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 131949

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 612
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband