31.1.2024 | 09:40
Ein aðferð við að stöðva Donald Trump felst í að gera hann gjaldþrota með lögsóknum, pólitískar ofsóknir.
Allt er gert til að stöðva Donald Trump og framboð hans, meðal annars er reynt að gera hann gjaldþrota með svona gígantískum dómsmálum og fjársektum.
Vel má vera að Trump hafi reynt við E. Jean Carroll og jafnvel mjög ósæmilega og ruddalega eins og gerist.
En rúmlega 11 milljarðar fyrir þetta, fyrr má nú aldeilis fyrrvera, eins og Halli og Laddi sungu um fyrir mörgum árum.
Það er fjölmargt fólk sem á mjög bágt og getur varla hreyft sig eða farið útúr húsi vegna sjúkdóma, ellihrumleika, fötlunar eða allskyns krankleika. Þessi kona stendur þó upprétt og virðist fílhraust þrátt fyrir ærumeiðingar, meiðyrði og kynferðislega áreitni Donalds Trump. Hún er því ekki jafn mikill öryrki og vesalingur og þeir fjölmörgu sem eru með langtímakovid-19, kannski af völdum Demókrata og Evrópusambandsins. Ekki er hún heldur í hópi þeirra sem dóu eða bækluðust af sprautum Elítunnar. Það er fullkomin firring að halda að þessi E. Jean Carroll eigi svona mikið bágt að hún eigi að fá 11 MILLJARÐA fyrir viðreynslu af hendi Donalds Trump fyrir næstum 30 árum, og meiðyrði svo síðar og ærumeiðingar.
Femínazistar, það orð passar 100% við andstæðinga Trumps útum víða veröld. Jafnaðarfasisminn er hryllingur. Hann hefur kostað milljónir mannslífa og enn fleiri mannslíf en nazismi Hitlers, því öll þau börn sem aldrei fæðast vegna haturs kvenna á körlum og haturs karla á konum, þau eru margfalt fleiri en fólkið sem drepið var af nazistunum. Svo eru það þjáningarnar. Það er sagt að ekki sé hægt að mæla þjáningar.
Þjáningar þess sem deyja og eru sviptir lífi jafnvel við ömurlegar aðstæður taka enda.
Þjáningar þess sem lifa í hatri á hinu kyninu taka aldrei enda. Lífsgæði viðkomandi rýrna óendanlega, og ónæmiskerfið veikist sem hefur í för með sér runu af sjúkdómum og dauða fyrir aldur fram. Þetta eru ekki nazistar Hitlers sekir um, þetta eru femínistar sekir um, jafnaðarfasistar, femínazistar réttnefndir, en það orð lærði ég á Útvarpi Sögu fyrir meira en 5 árum af einhverjum innhringjanda þar. Það passar mjög vel.
Til að hefja Nurembergsréttarhöld yfir femínistum, femínazistum og jafnaðarfasistum þarf að skilgreina glæpi femínisma gegn mannkyninu og dæma samkvæmt því.
Þetta er allt mælanlegt. Við lifum á tímum þegar andlegt og félagslegt ofbeldi er algengara en kynferðislegt eða líkamlegt ofbeldi. Verum ekki fífl. Verum ekki gamaldags. Flestir hafa lært eitthvað í sálfræði og félagsfræði og vita að þesskonar kenningar stjórna samfélögum okkar og lífi okkar. Verum virk, ekki þolendur í lífi okkar.
Munum það að réttlæti á jörðinni er aldrei guðdómlegt réttlæti.
Í Bandaríkjunum berjast í dómsölunum demókratar og repúblikanar. Þeir endurspegla þjóðina, woke-fólkið og kristna fólkið.
Ég er ekki fullkomlega hrifinn af sögu kristninnar og voðaverkanna sem voru framin í nafni kristninnar í gegnum aldirnar. En woke-liðið hegðar sér ekki skár.
Trump dæmdur til að greiða rúma 11 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 15
- Sl. sólarhring: 160
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 127217
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auralaus Trump verður ekki stöðvaður. Heldur ekki fangelsaður Trump. Hann gæti stjórnað Bandaríkjunum úr fangaklefa (það hefur einu sinni gerst). Og þetta dómsmál er einn alsherjar farsi.
Birgir Loftsson, 31.1.2024 kl. 13:29
Sammála Birgir. Þetta er allavega jafn mikil aðför að bandarísku réttlæti og réttarfarskerfi eins og árásin á þinghúsið sem hann er sakaður um að hluta til, ef ekki verri. En almenningur sér í gegnum þetta, og vinsældir hans aukast því bara við þennan farsa. En gerir honum mjög erfitt fyrir.
Takk fyrir gott innlegg og heimsóknina Birgir.
Ingólfur Sigurðsson, 31.1.2024 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.